Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 8
STEF ÚTHL UTUNIN BYGGIST A PUNKTA- KERFI Starfsfólk á skrifstofu STEF í Reykjavík. TaliS frá vinstri: Helga Ágústsdóttir, Þorbjörg Leifs, Sigurður Reynir Pétursson, Ás- gerður Ágústsdóttir og Geir Ólafsson. SigurSur Reynir Pétursson, framkvæmdastjóri STEFs. Rœtt við Sigurð Reyni Pétursson um málefni Sambands tónskálda, eigenda flutningsréttar. Bcrnarsátlmálinn, scm fjallar um höfundarctt, var gerður árið 1886. Urðu flestar Evrópuþjóð- anna fljótlega aðilar að sátt- málanum auk nokkurra annarra menningarþjóða utan Evrópu. Is- lendingar gerðust hins vegar ekki aðilar að sáttmálanum fyrr en árið 1947. Þó giltu gömul lög um höfundarétt hér á landi, scm áttu að veita innlendum höfundum vernd, en f rauninni var þeim ekki beitt af tónskálda hálfu fyrr en STEF kom til sögunnar. STEF, sem er samband tón- skálda og eigenda flutnings- réttar, var stofnað árið 1948, ári eftir að tsland gerðist aðili að Bernarsáttmálanum. Flest er- lendu félögin eru mun eldri. Þannig eru skandinavisku félögin öll stofnuð á árunum milli 1920—1930. Aðalhvatamaðurinn að stofnun STEFs var Jón Leifs tónskáld. Gífurlegur styrr stóð um félagið fyrstu árin og mátti segja að hér væri allt á öðrum endanum út af slofnun þess og starfsemi og var reyndar litið á félagið sem eins konar geðbilunarfyrirbrigði. Ekkert fékkst greitt nema með málaferlum. Segja má að barátta STEF-manna fyrir viðurkenn- ingu höfundaréttarins hér á landi hafi staðið nær samfellt f 15 ár og sú barátta var óvægin á stundum. í dag finnst mönnum sjálfsagt og f hæsta máta eðlilegt að tón- skáld njóti eignarréttar á þeim verkum sem þeir skapa. En eins og að framan greinir er ekki langt síðan þessi réttur var almennt viðurkenndur og eiga þeir menn sem þar stóðu fremstir í flokki, þakkir skilið. Við brugðum okkur á fund for- stjóra STEFs, Sigurðar Heynis Péturssonar hæstaréttarlög- manns og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Fyrsta spurningin var um hlutverk félagsins og tilgang. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá, sagði Sigurður Reynir, að fara með og gæta þess réttar, sem höfundalög á hverjum tíma veita tónhöfundum svo og þeim rithöfundum, sem semja texta við tónverk. Samkvæmt höfundalög- um velflestra menningarþjóða, þ.á m. þeim íslenzku, hafa höf- undar eignarrétt á þeim verkum, sem þeir hafa skapað. I þessum eignar- eða einkarétti höfunda felst það fyrst og fremst, að höfundar eða þeir sem leiða rétt sinn frá honum, ráða því hvort verk hans er birt, en með birtingu verks er annað hvort átt við opinberan flutning þess, svo sem í útvarpi, veitingahúsum, kvikmyndahúsum og á dans- leikjum, eða útgáfu verksins á prenti, plötum, kassettum o.s.fv. 1 þessum einkarétti höfundar- ins felst aðstaða til að setja það skilyrði fyrir birtingu, að höfundi séu greidd höfundarlaun, en í öll- um menningarlöndum þykir það nú orðið sjálfsagður hlutur, að höfundar, rétt eins og aðrir vinn- andi menn, fái hæfilega umbun fyrir erfiði sitt. Samkvæmt þessu er það höfuðverkefni STEFs að semja um og innheimta höfunda- laun fyrir birtingu tónverka og texta með tónverkum. En STEF fer ekki aðeins með réttindi islenzkra höfunda heldur og gífurlegs fjölda erlendra rétt- hafa. Islenzku rétthafarnir eru nú hátt á 6. hundrað talsins en hinir erlendu rétthafar um 500 þúsund. Má þvi segja að STEF fari með rétt yfir nær öllum þeim tónverk- um, erlendum og innlendum, sem verndar njóta. Á íslandi sem víðast annars staðar stendur verndartímabilið meðan höfundur lifir og í 50 ár eftir lát hans. Hvenær fórst þú fyrst að hafa afskipti af höfundaréttarmálum? Ég var við framhaldsnám í Bretlandi árið 1948 og kynnti mér þá sérstaklega höfundaréttarlög. Notaði ég þá tækifærið til að afla mér umboða frá ýmsum erlendum leikritahöfundum til innheimtu höfundalauna fyrir þá hér á landi. Fyrsta umtalsverða höf- undaréttarmálið, sem hér fór fyrir dómstóla höfðaði ég gegn Leikfélagi Reykjavikur vegna heimildarlauss flutnings á leikrit- inu „Volpone". Lyktaði því máli á þann veg, að leikfélaginu var gert að greiða erfingjum höfundarins, sem var Stefan Zweig, 6% af andvirði seldra aðgöngumiða. L. R. hafði aldrei áður greitt höf- undalaun til útlendinga, svo ég viti til, enda höfðu erlendir höf- undar enga vernd hér á landi um verk sín, fyrr en ísland gerðist aðili að Bernarsáttmálanum á árinu 1947. Dómur þessi var kveðinn upp í ársbyrjun 1951 og vakti feikna athygli. Eitt blað- anna birti frásögn um dóminn á forsfðu og kallaði hann „Stóra Dóm“ og taldi .mikla óhæfu, að leikfélaginu skyldi vera gert að greiða svo mikið fé úr landi. Félagið áfrýjaði síðan málinu til Hæstaréttar og fékk prósentuna’ færða niður í 4% með hliðsjón af því, að leikgerð Stefan Zweig var svonefnd aðlögun, byggð á frum- verki Ben Jonson. Þótt undarlegt megi virðast tók- ust upp úr þessu miklir kærleikar með mér og leikarastéttinni, sem endaði með því, að ég, að beiðni vinar míns, Brynjólfs heitins Jóhannessonar, gerðist fljótlega þar á eftir lögmaður þeirra leikara og hef verið það æ sfðan og líkað vistin bærilega. Hvenær hófst þú störf hjá STEFi?. Ég hóf þar störf 1950 og varð lögmaður félagsins en fram- kvæmdastjóri eftir lát Jóns Leifs 1968. Eftir fyrstu málaferlin rak hvert málið annað gegn ýmsum skemmtistöðum, þar sem hljóm- listaflutningur fer fram, t.d. gegn Sigtúni og Gamla Bíói, svo nokkuð sé nefnt. Gústaf A. Sveinsson flutti nokkur þessara mála og ég önnur. Þeim málum lyktaði með því að kvikmynda- húsum var gert að greiða til STEFs ákveðna prósentu af seldum aðgöngumiðum. Þeir sem standa fyrir dansleikjum greiða einnig ’vissa prósentu af seldum aðgöngumiðum og veitingahús eftir sætafjölda. íslenzka út- varpið greiðir hins vegar ákveðna prósentu af innheimtu afnota- gjalda og gilda um það reglur, sem byggjast á alþjóðlegum venj- um um þetta. Þá má geta þess, að þar sem útvarpi er dreift utan einkaumhverfis, svo sem á vinnu- stöðum og veitingahúsum, telst það nýr og sjálfstæður flutningur og ber éinnig að greiða fyrir hann. Stærsta málið, sem STEF höfðaði var þó tvímælalaust gegn varnarliðinu á Keflavíkurflug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.