Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 4
Aðförin að Bólu- hjónum vigtun ketsins, eóa td. mælingu áilátunum. Þeimvar ljóst að þjófaleitin var runnin út í sandinn, og sjálfir lentir í slæmri klípu. Þessvegna bregða þeir á það ráð að „forsigla" eitt ílátið (af þrem), auðvitað til þess að láta líta svo út, að þjófaleitin hafi aldcilis ekki verið að ófyrirsynju, þurft hafi m.a.s. að innsigla „þýfið“! Vafalaust hafði þetta sitt áróðursgildi út i frá, til miska Bóluhjónum, enda verður þess jafnvel vart enn í dag. Þó var þessi innsiglun kútsins ekkert annað en sjónhverfingabragð, raunhæfa þýðingu hafði hún enga. Hefði það vakað fyrir hreppstjórunum, að koma f veg fyrir undanskot sakargagna (ketsins) þar til sýslumaður kæmi á vettvang, hefðu þeir vitaskuld innsiglað alla kútana, en ekki aðeins þennan eina í taðkofanum, Þetta liggur í augum uppi. Mun það ekki rætt hér frekar að sinni, enda tóku málin nú óvænta stefnu, þar sem um kvöldið eftir leitina „skeði það tilfelli, að þessi áðurnefndi kofi brann ..eins og segir í kærunni, og varð það nú og sfðan notað sem (kærkomið) tilefni, til þess að bera það á hjónin í Bólu að þau hefðu kveikt í og í þeim tilgangi að fyrirfara sönnunargögnum fyrir þjófnaðarákærunni! Það er vissulega margt ljótt og ógeðfellt f þessum málarekstri gegn Bóluhjónum, — og margs enn ógetið af því tagi, — en þó hygg eg að þessi sakargipt sé að öllu samanlögðu sú ósvifnasta og fráleitasta af öllu sem fram hefir verið borið gegn þeim, fyrr eða síðar, 6g er þá mikið sagt og langt til jafnað. Eldur f Bólu Eftir að leitarmenn höfðu innsiglað kaggann f tað- kofanum, hurfu þeir á brott frá Bólu sfðla dags eða um kveldið. Ekki lagfærðu þeir neitt sem þeir höfðu fært úr skorðum á bænum, skildu meira að segja lömbin eftir úti, umhirðulaus undir vetrarnóttina. Var sá viðskilnaður i kaldranalegasta lagi, (.... hriðar áhlaup og fannkoma“, Annáll 19.a.). Varð konan Guðný siðan að baslast við að koma lömbunum i húsaskjól, og tók jötufjöl úti í kofa, til að gera stíu eða jötu fyrir lömbin inni í baðstofu. I réttarhöldunum sem á eftir fóru var þessi björgunarstarfsemi síðan notuð sem eitt helsta ,,sönnunargagnið“! gegn henni í málaþvargi þessu. Sama kvöld um eða eftir háttatíma varð þess vart í Bólu að eldur var kominn upp í kofanum, logaði í þurru taðinu, sem Ieitarmenn höfðu rótað út um gólfið. Vildi það til happs, að Guðný var enn á fótum, (vegna lambanna), og varð eldsins vör f tíma. Ella hefði alt eins vel mátt gera ráð fyrir að fólkið hefði kafnað eða brunnið inni, en kofinn var sambyggður við bæjarhúsin. Hljóp hún þegar og sótti mannhjálp á næstu bæi, og brugðu menn við til að slökkva eldinn, (misjafnlega fljótt þó). Var kofinn uppistandandi er þeir komu að Bólu, en reyk lagði út um op á þekju. Tókst ekki að bjarga kofanum, né eldhúsinu nema að hluta, enda mun hafa legið nærri, að bæjarhúsin brynnu öll til grunna. í kofanum og eldhúsinu brann eða skemmdist (mest) allur vetrarforði heimilisins af matföngum og eldivíð, og varð tjón þeirra Bóluhjóna að sjálfsögðu mikið og tilfinnanlegt, enda máttu þau síst við slíku. Stóðu þau nú uppi, með börn sín fjögurra, sjö og átta ára, vista- og bjargarlaus að kalla, og um hávetur, erfiðasta árstíma til aðdrátta og úr- ræða. Hafa þá verið dauf og bágleg jól framundan hjá þessari nauðumstöddu fjölskyldu í Bólu. Með brunanum f Bólu hefst annar þáttur þessa málareksturs, og sá þátturinn, sem varð þungamiðja dómsrannsóknarinnar, sem á eftir fór. Ekkert varð þó upplýst beinlínis, um upptök eða orsök brunans, And- stæðingar Hjálmars hafa haldið þvi fram, fyrr og síðar, og leynt og ljóst, að það hafi verið hann sjálfur eða konan, sem kveikt hafi í, til þess að eyðileggja spaðkaggann, svo hann yrði ekki notaður gegn þeim í málsrannsókninni. Hefir orðrómur þessi og áróður orðið undarlega lífseigur, svo sem t.d. ummæli hins merka Skagfirðings bera með sér, sem eg vitnaði í hér að framan. Nokkru mun það hér um valda, að sýslu- maður virðist strax hafa lagt trúnað á hann, eftir réttarrannsókninni að dæma, en mestu mun þó e.t.v. © Kofarnir { Bólu eru nú teknir aS stga saman. Fjœr sjðst HéraSsvötnin og Mælifellshnjúkur. hafa hér um ráðið, að frændi hans, amtmaðurinn á Möðruvöllum, blés einnig að þeim kolum, og fór ekki leynt með. En það er vitað, að Bjarni Thorarensen lagði mikla fæð, eða jafnvel fjandskap á þennan skáldbróður sinn, hvernig sem það var til komið. Á amtmaður að hafa sagt er hann heyrði um brunann f Bólu, að þeir væru þokkalegir „sauðaþjófarnir i Skagafirði, fyrst stela þeir og síðan brenna þeir ofan af þýfinu og sjálfum sér á eftir“, o.s.frv. Þessi ummæli stóryfirvalds Norðlendinga, og önnur enn verri í sama dúr, flugu viða um héruð, og áttu vafalaust mikinn þátt í að eitra og spilla fyrir Hjálmari í almenningsálit- inu, og ýttu um leið undir óvildarmenn hans, sem nú þóttust eiga öruggan bakhjarl, þar sem var amt- maðurinn sjálfur. Á hinn bóginn virðist Hjálmar að sínu leyti hafa trúað því, að leitarmennirnir sjálfir, eða einhver þeirra, hefðu látið kvikna í, þegar þeir voru að bökta við að innsigla kaggann, með logandi og lekandi tólgarljósi yfir þurrum eldiviðnum. Síðan hafi átt að kenna þeim hjónunum um á eftir, svo sem líka var gert ósleitilega. Og eftir því sem segir í formála að einu kvæði hans virðist Hjálmar jafnvel hafa trúað, að tilgangurinn hafi verið sá, að brenna hann inni. Þó eg vilji ekki nú ræða þá hugdettu sérstaklega, þá var hitt í sjálfu sér ekki óeðlilegt þótt hann léti sér til hugar koma, að þeir hafi kveikt í, jafnvel vísvitandi. Hann þekkti alla þessa menn sem óvildarmenn sína, jafnvel hatursmenn suma hverja, sem einskis kynnu að svíf- ast. Sumir þeirra voru tengdir eða skyldir Austurdals- bændum, sem gert höfðu sig líklega til að sækja eftir lífi hans, veitt honum fyrirsátir og llkamsmeiðingar, og tekist I þá veru að flæma hann þar úr byggð. Jafnvel þótt hann kunni að hafa eitthvað miklað þetta fyrir sér, þá vissi hann, að óvildin var slík, úr þessum áttum og fleirum, að hann gat átt á öllu von. Að minnsta kosti var honum Ijóst, að reynt yrði að hrekja hann af kotinu, og úr hreppnum, ef nokkur tök væru á, en til þess væri beinasta leiðin, að brenna ofan af honum, ef ekki tækist að koma honum í tukthúsið. Hver kveikti í? Hér stendur því staðhæfing gegn staðhæfingu, grun- semd gegn grunsemd, og verður erfitt að skera úr til fullrar hlítar. En óneitanlega hafði Hjálmar mikið til síns máls. Og ef endilega þarf að ganga út frá að um ikveikju hafi verið að ræða, — þá berast böndin miklu frekar að leitarmönnum heldur en Hjálmari og konu hans. Það er ómótmælanlegt, sem verjandi hjónanna, Jón hreppstj. I Miðhúsum, (sjá réttarútskr.), bendir á, að bruninn hafi „af leitinni hlotnast“ ... „hvar fyrir .. . (þeim) ... beri fulikomið endurgjald af leitar- mönnum", o.s.frv. Undarleg er frásögn Brynjólfs frá Minna-Núpi um orðaskipti leitarmanna áður en þeir fóru frá Bólu eftir leitina, en þar eru þeir að gera því skóna, að kofinn brenni, og munu þá Hjálmar kenna þeim um. Hvernig fundu þeir á sér, að kofinn myndi brenna um nóttina? Sama heimild segir ennfremur, að leitarmönnunum hafi lent saman eftir innsiglunina, út af hverju er ekki greint frá nánar. Allt er þetta eitthvað dularfullt, ef satt er, sbr. ennfremur það sem upplýst er um viðskilnað þeirra að öllu leyti. Enn- fremur hlýtur frammistaða Ieitarmanna I réttarhöld- unum síðar að vekja nokkrar grunsemdir. Ekki fyrir það þótt þeir reyni að frla sig af að hafa valdið Ikveikju. Það hlutu þeir eðlilega að gera, til þess að firra sig sök og ámæli, og hugsanlegum skaðabótum. En hitt vekur athygli, að þeir verða tvf- eða margsaga I réttinum, og einmitt um það atriði, sem hér skiptir mestu máli, þ.e. um meðferð eldsins, meðan þeir voru inni I eldiviðarkofanum. Þeir segjast hafa haft „fjórðungspott" undir kertinu og „enginn neisti féll niður", (Eiríkur hrstj. o.fl.), og hafi kertið „aldrei verið úr pottinum tekið meðan á forsigluninni stóð“, (Hjálmar á Kúskerpi, o.fl.). Með þessum framburði átti að sanna, að logandi tólgardropi hafi ekki getað fallið niður I eldiviðinn á gólfinu, og þannig valdið íkveikju. En hér fór leitarmönnum eins og vitnunum hjá Kaffasi forðum, þeim bar ekki saman, þegar á reyndi. Tvö vitna a.m.k. bera það, (Árni á Úlfstöðum, Gfsli á Uppsölum), að ljósið hafi einmitt verið tekið úr pottinum, meðan innsiglað var (með því). Enda hlaut svo að vera, (eldspítur voru ekki á þeim tfma), öðruvísi varð varla kveikt á innsiglinu, (lakkinu). Sjálfur pottberinn upplýsir að kertið hafi ekki verið „fast“ I pottinum, heldur hafi annar maður haldið á því! Allt virðist þetta hafa gengið eitthvað klúðurslega fyrir sig, enda þrengsli („miðað við fólksfjölda"), eldiviðnum hrönglað um gólfið, og algert myrkur að kalla í kofanum. Hér var þessvegna augljós íkviknunarhætta annaðhvort af logandi tólgardropa, eða logandi lakki, sem dropið hafi niður í þurrann eldiviðinn, þegar potturinn var ekki lengur til öryggis. Yfirgnæfandi lfkur eru þessvegna fyrir þvi, að hér hafi fkviknunin átt sér stað. Það athugast sérstaklega, að neistinn gat leynst f þurru taðinu langan tfma, áður en eldur næði að brjótast út, og eru dæmi slíks alþekkt, sérstaklega þegar loftsúgur er enginn eins og hér mun hafa verið. Hinsvegar vil eg ekki, — þrátt fyrir að ýmsu leyti grunsamlegt framferði leitarmanna, og mótsagnir þeirra og missagnir f yfirheyrslunum, — trúa þvf fyrir mitt leyti, að þeir hafi kveikt í að yfirlögðu ráði. Ganga vérður út frá að það hafi verið óviljaverk eða óhappatilviljun. En það breytir engu að þvf leyti, að þeir aðfararmenn voru ábyrgir fyrir brunann, eins og verjandinn benti á, hann var þeirra verk, þótt óviljandi væri, og þeir báru skaðabótaábyrgð, ef nokkrum lögum eða réttlæti hefði verið komið yfir þá. Ot yfir tók þó hitt, að bera það á saklaust fólk, hjónin í Bólu, að þau hefðu kveikt í. Er þar f rauninni lftill munur á, þó.tt leitarmenn héfðu sjálfir kveikt í, vfsvit- andi, eða hinu, að reyna að koma þvf yfir á annað fólk Sem þeir vita að var saklaust. Auðvitað hlaut þeim að vera fullljóst að hjónin hefðu aldrei getað séð sér hag í slíku tiltæki, á neinn hátt, og ef það var kjötkagginn, sem þau ætluðu að skjóta undan rannsókn þá hefði slikt verið bæði heimskulegt og vonlaust, því vitanlega var hgæt að telja upp úr honum, þótt eitthvað brynni eða sviðnaði af efsta laginu. Það er auðséð á bókunum sýslumanns sfðar, að yfirheyrslur hans hafa verið mjög harðsnúnar, einkum gagnvart konunni, sem segja má að dómari og kærendur hafi beinlínis gert aðsúg að í réttinum. Mun þeim hafa þótt sem þar væri á lægri garð að sækja. En það er skemmst þar frá að segja, að bæði hjónin, — hvort í .sínu lagi, — neituðu afdráttarlaust öllum sakargiptum, bæði um fjártöku og fkveikju. Fram- burðir þeirra voru skýrir og eindregnir, og hvergi höggstað að finna. Sérstaklega var reynt að þjarma að konunni f réttinum, ef takast mætti að flækja hana í mótsagnir. En algerlega án árangurs, hún lét hvergi haggast. Var þó öllum kærendum saman í hóp stefnt gegn henni, og má telja næstum óhugsandi að hún hefði staðið slíka atlögu af sér, nema af því hún vissi sig segja sannleikann. Mikið þvarg varð f réttinum út af jötufjöl úr kofanum, sem Guðný tók til þess að stia af lömbin í baðstofunni, og átti það að vekja sérstakar grunsemdir um fkveikju, að hún hafi ekki viljað láta fjölina brenna! Sömuleiðis var mikið veður gert út af smávægilegum mismun (4 kindur), sem leitarmenn töldu Guðnýju hafa gefið upp lægri tölu þess fjár, sem slátrað var, heldur en Hjálmar, sem vitaskuld vissi það betur. En jafnvel þó það væri rétt, að Guðný hafi nefnt þessa tölu, — sem hún viðurkenndi aldrei, („þrætti ákaft“ er bókað), — þá er mismunurinn svo óverulegur, að engu breytir, en gefur þó með nokkr- um hætti framburðum hjónanna aukið gildi almennt, þar sem hann sýnir að þau hafa ekki borið sig saman, sem þó hefir verið látið liggja að. Sama verður hins- vegar ekki sagt um kærendur og framburði þeirra, ýmist voru þeir allir f hóp, (eins og áður segir), eða að lesnir voru upp fyrir þeim framburðir hinna næstu á undan. Til dæmis gefur Eiríkur hreppstjóri aðal- skýrsluna í réttinum, þvfnæst mætti „hreppstjóri Pétur Jónsson... honum var lesin framburur hrepp- stjóra E. Eirfkssonar, sagðist hann allt hið sama, o.s.frv.“. Vitanlega er slík skýrslutaka óleyfileg, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.