Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 16
Með Afa-Rauð í blíðu og stríðu Framhald af bls. 14 ekkert er eftir því tekið hvað skepnan lætur af mörkum við höfðingja veraldarinnar. Það þykir bara eins og sjálfsagt að hún líði fyrir hann og vinni fyrir hann. Það sé ekki einu sinni þakkarvert. Ef allt ætti upp að telja, það sem miður hefur farið en skyldi af hans hálfu í því efni yrði hallinn ljótur á voginni, þar sem góðverkin og illverkin vega salt á vænum ási eins og í sögunni um Gamla-Lótan f Dýravininum. En vonandi getur skaparinn fyrir gefið mannverunni sem mest af þeim syndum, af því þetta er partur af hans eigin sköpunar- verki. Reglan er auðsæ, að allt líf nærist á öðru Iifi, án þess að valurinn finni til með rjúpunni. Það er sem sagt skröksaga að hann veini með systur sína í klónum, þegar hann kemur inn að hjartanu. Ekki veit ég hvort Afa-Rauður hefði staðið eins lengi yfir mér dauðum og hesturinn á Skarða- hálsi í stórhríðinni yfir séra Stefáni, hefði ég hálsbrotið mig ofan af honum þarna í þúfunum í Árnahvammi og við verið tveir einir. Líklega þó heldur hlaupið heim með tauminn uppi eins og Rauðuskriðuhestiirinn til að segja frá. Víst er að ekki greip hann tækifærið að svíkjast um frá ætlunarverki okkar. Og áreiðan- lega glaðnaði yfir honum þegar ég komst á bak aftur. Það lét hann í Ijós með sínum hætti. Þegar þetta var, 1915, held ég að Rauður hafi verið 16 vetra og því af léttasta skeiði. Enn stendur hann mér fyrir sjónum þar sem hann horfir á mig og nuddar vanganum ögn við ermina á úlpunni minni, þegar ég skjögra til hans, tek í tauminn og stíg í ístaðið. Þá sýndi hann enga minnstu óþolinmæði meðan ég var að komast á bak. Rauður var mikill hestur vexti með mikið hálf klofið fax fram frá miðjum makka og þykkan ennistopp, og skrauthár I tagli, svört á litinn. rtnrfandi: II.f. Anakur. Rcykjavfk Kramkv .slj.: Ilaraldur Swinsson Rilsljórar: Mallhías Juhanni'ssrn Sl> rmir (iunnarsson Rilslj.fllr.: (»lsli Sinurðsson Au^lysinuar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljórn: Aðalslræli 6. Slmi IOKH) Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefni... Með Ajax þvottaefni veróur mísliti þvotturínn alveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera paó híeíft aó pvo jafn vel meó öllum pvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótviræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn 'og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaejni þýéírs gegnumhreínn þvottur meó öllum þvottakerfum. Fjallasýn Framhald af bls.7 Hjá henni lærði ég vísur, sem oft skjóta upp kolli f huga mér. Ég ætla að tilfæra tvær þeirra, önnur þeirra er alkunn, hin ekki. Veit nokkur um höfund þeirra? Margt er sér til gamans gert gleði þungu að kasta. Það er aldrei einskis vert að eyða tíð án Iasta. Tjáir ekki að tala um það þótt timans Ifði stundir. Situr hver á sfnum stað sólartjaldi undir. Dagbókarblöð, f ágúst ’75 Hin langa biö Framhald af bls. 14 þeir hefðu heyrt mikinn hávaða og síðan hefði orðið hljótt. Þegar svo maðurinn minn kom út, hafði Hitler handlegginn um axlir honum. Um hvað höfðu þeir talað? Maðurinn minn er einn til frásagnar um það, og hann skrifar ekki neitt nema hann fái aðgang að skjölum sínum." ,,Við missum ekki vonina. Ég von- aði, að hann yrði látinn laus fyrir áttræðisafmælið, og satt að segja leið mér mjög illa á eftir. Ég hafði sett mér þann dag að markmiði. Maður vonar og skilur hvað vonleysi er." Manni skilst, að fyrir Rússum hafi Hess orðið að hinu síðasta lifandi tákni nazismans, og þeir vilja hefnd fram í rauðan dauðann. Að fyrirgefa honum kynni að gefa til kynna, að þeir hefðu fyrirgefið öllum óvinum sínum, og það myndu þeir aldrei gera. STEF Framhald af bls. 9 þess fjár, sem STEF úthlutar. Hins vegar má fullyrða, að höf- undalaun þau, sem félagið greiðir, hafi orðið mörgu tón- skáldinu, ekkjum látinna tón- skálda og öðrum rétthöfum veru- leg búbót og bjargarauki. Árangur félagsins þakka ég ekki sízt þvi, að tónskáldin hafa fram að þessu borið gæfu til að standa þétt saman um þessi hagsmuna- samtök sín, þannig að mjög er til fyrirmyndar. Þá hefur það verið gifta félagsins alla tíð að hafa haft mjög góðu starfsliði á að skipa svo og samhentri félags- stjórn. Ég er einnig ánægður með þá hagstæðu þróun, sem hér hefur orðið í höfundaréttarmálum hin síðari ár, og nýju höfundaréttar- löggjöfina tel ég eftir atvikum viðunandi. Þá bind ég mikla von við störf svokallaðrar, höfunda- réttarnefndar, en það er föst nefnd, sem fjalla á um höfunda- réttarmál og vera ráðherra til aðstoðar í því efni. Störf þessarar nefndar sem komið var á fót skv. 58. gr. í nýju höfundalögunum, tel ég skapa mikla tryggingu fyrir skynsamlegri höfundaréttarfram- kvæmd og heilbrigðri höfunda- réttarpólitík. H.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.