Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1975, Blaðsíða 10
Sumir sögðu að afi minn, Friðjón gamli á Sandi, hefði stundum verið dálítið drýginda- legur í röddinni þegar hann minntist á Rauð sinn og sagði bara: Sá rauði. Honum var það líka óhætt. Aldrei tók ég samt eftir því. En það er ekki að marka. Ég tók ekki heldur eftir því vorið 1915, er hann sagði við mig einn daginn upp úr þurru: Þú mátt taka þann rauða ef þig langar til að fara, — að þá var hann að klæða sig úr ferðafötum lífsins. Hógværðin var hans aðals- merki og stillingin. Raunar var þetta þó ekki alveg upp úr þurru, því þá hafði aðalumtalsefnið á okkar bæ í tvær vikur verið úti- samkoma mikil sem halda átti á Breiðumýri í Reykjadal, og var haldin og lengi siðan nefnd Breiðumýrarhátíðin eða héraðs- hátíðin 1915, með greini. Ég var með öðrum orðum ekki orðinn nógu gáfaður til að skilja nema öðrum þræði hvað olli þessu elskulega boði afa míns. Þakk- lætið varð ofar öllum skilningi á sporum þeim, sem gamli maður- inn stóð þá í á efstu dögum ævinnar. Allt fram á þetta vor hafði hann sízt af öllu látið sig vanta á meiriháttar mannamót í héraði. Nú var hann setztur um kyrrt að kalla. Tveim árum seinna hvarf hann úr hópnum, 79 ára gamall. Sá rauði var hans síðasti hestur á lífsleiðinni og líklega sá mesti og bezti þeirra allra og búinn að bera hann margar ferð- irnar á tæpu vaði yfir Laxá hjá Æðarfossum og um allar nær- liggjandi götur í allavega veðrum og myrkri. Og þó ég yrði ekki var við drýgindin f orðum hans þegar hann talaði um þann rauða, leyndu hlýindin sér ekki. Annars var það einkennilegt að Rauður var varla nokkurntima kallaður bara Rauður, þó enginn annar hestur væri á bænum með þeim lit. Vinnufólkið og nágrannarnir kölluðu hann alltaf Friðjóns- Rauð, en við hin Afa-Rauð. Það er eins og eitthvað í hugarins leynum hafi valdið þessu. Engan vil ég þreyta á að tala um tilhlökkun um stóra stund í vændum frammi á Breiðumýri. Þá voru vfst liðin 14 ár frá veru- lega umtalsverðu mannamóti i sýslunni. A þessum dögum voru menn ekki alltaf á skemmti- samkomum. Seint og um síðir, fannst mér, rann dagurinn upp. Þá kom í ljós að ekki voru heimahestar sjáan- legir á næstu grösum og var að vísu ekki ný bóla, því sjaldnast voru þeir í handraða. Bót var þó í máli að aldrei þurfti að leita að þeim nema f eina átt: suður með Skjálfandafljóti, en misjafnlega langt. Ef þeir skyldu nú vera roknir alla leið suður á Sels- mýrarbakka eða lengra! Þá tafði það talsvert að hlaupa þangað á eftir þeim og reka heim. Annars var þetta svo daglegt brauð fyrir unglingana á þessum bæ, að varla tók því að tala um. En tímann sinn tók það að hlaupa þó ekki væri nema 3—8 kílómetra. Og nú lá á. Ekki máttum við verða of seinir. Pabbi þurfti lfka að koma tímanlega til að flytja ræðu. Mitt fyrsta verk þennan dag, svo sem oft áður, var að sækja hrossin. Að þessu sinni taldi ég víst ekki sporin suður fyrir Björg, Syðri- Björg, Dýjalæk, Hjálparnöf, Langavík, Sandvfksnöf, Sandvfk, Merkinöf. Til allrar hamingju sá ég þaðan glitta I hrossahóp sunnan við Sjómannavað, sem svo heitir siðan vermenn riðu sunnan með Fljóti fyrireitthvað 600 árum norður á Sjávarsand, en aldrei á seinni öldum. Alstaðar tala nöfn um horfinn tíma. Nú var það ókostur þessara hrossa, í bland við kostina, að flest voru þau hlaupstygg og sum Ijónstygg, stundum öll nema eitt, Afa-Rauður. Hann var svo mikill barnavinur að hann hjálpaði okkur ævinlega við að koma hestum heim, væri hann á annað borð viðstaddur. Nú var hann þarna, blessaður vinurinn, svo öllu átti að vera óhætt. Einhverj- um árum áður, ég held einum þremur, og ég jafnmörgum árum minni, voru hestarnir þarna á sama stað og ég að sækja þá og þurfti að koma þeim heim f log- brenndum ósköpum, þvf þetta var á morgni bindingsdags. Þá var Rauður illa fjárverandi. Þegar ég kom þá að hrossahópnum, skvetti Grána okkar upp endanum og tók rokuna suður alla bakka og hin öll á eftir. Auminginn ég átti engra annarra kosta völ en að elta á hlaupum, og sá hlaupasprettur varð tveggja kflómetra Iangur, eða aila leið suður á Nautanes- bakka. Og þar sem ég er þar loks- ins kominn fyrir þessi óþægðar- dýr, taka þau annan sprett norður alla bakka heim undir tún og taldi ég að þar hlyti sigurinn að verða mín megin með aðstoð annarra heima, sem biðu með reiðingana. En hvað halda menn að forystu- kvendið, hún Grána, hafi þá gert? Ekki annað en það, að þar sneri hún á móti hrossasmalanum og hljóp eins og vitlaus væri á ný alla leið suður í Nautanes og allur hópurinn á eftir henni, og ég, hrossasmalinn þar á eftir. Þar komst ég fyrir þetta óþægðar- hyski eftir tólf kílómetra mara- þonhlaup. Aldrei skal ég neita því að þá hafði verið farið að sfga illilega f stráksa. Og ekki veit ég nema að ég hafi verið í öllu standi að vinna fólskuverk, ef ég hefði náð í eitthvert kvikindið með lurk. En nú skeði það undarleg- asta af öllu. Grána mín stakk fyrir sig fótunum, og ég hafði engan lurk. Svo stóð hún grafkyrr eins og mosaþúfa og dustaði taglið í ósköpum, eins og hún væri að segja: Sá verður að vægja sem vitið hefur meira. Eg hljóp til hennar og hún rótaði sér ekki, batt upp í hana mjúkt snæri upp úr vasa mfnum og henti mér á bak. Og nú var hún reiðubúin að hjálpa mér að reka stóðið til baka á meðan ég var að burðast við að fyrirgefa henni óþægðina. Og þegar sú þraut var unnin, fór ég að hugsa um að mikil raun hlyti það að vera fyrir hross að vera brúkunarhestur og taka öllu þegj- andi, sem herra jarðarinnar hefur á hann lagt á allri sigurgöngu mannskepnunnar yfir dýrum merkurinnar og fuglum himins- ins. En vel að merkja. Ég var að tala um allt annað. Nú stóð allt öðru- vísi á. Að sönnu mátti búast við að hrossin tækju rokur suður með eins og oftsinnis áður. En Rauður minn tók ekki þátt f þess konar sérhlífni og heimskupörum. Hann var ekki með neitt hópsálarupp- lag eða flóttahugarfar frá nauð- synlegum verkum mannanna. Ég held að hann hafi verið mikill einstaklingshyggjuhestur. Hon- um blöskraði aldrei að standa einn þó meiri hlutinn væri á móti honum. Um leið og ég hafði bundið upp í hann bandið mitt og hent mér á bert bakið á honum þarna við Sjómannavaðið, var hann rokinn á sprett. Hann vissi alveg hvað til stóð. Sem sagt það að komast yrði hann fram fyrir félaga sina og hjálpa mér, sveini húsbóndans, til að snúa þeim til réttrar áttar. Þannig tók hann af okkur krökkunum mörg sporin. Og er þá nema von að þau bæru til hans elskulegan hug? Ekki man ég nú fyrir víst hvað við fórum margir á hátíðina miklu af mfnum bæ, þrfr minnir mig samt. Pabbi var á Skjónu, sem um þessar mundir var smala- hross, en Friðbjörn Friðbjarnar- son smalinn. Hann fór á fætur klukkan fimm á morgnana að smala kvíaánum langt austur um Aðaldalshraun og þurfti oft alla leið austur á Breiðeingi við Laxá, sjö kilómetra leið. Við héldum úr hlaði ákaflega hægt og gætilega. Þannig vildi pabbi hafa það. Reyndar tímdi hann varla nokkurntíma að fara verulega hraðara en fót fyrir fót, hestanna vegna, það væri of erfitt fyrir þá. En ekki vorum við langt komnir er okkur náðu tveir Kinn- ungar. Annar var Benedikt Kristjánsson, sem þá var á Björgum, áður bóndi í Arbót og seinna bóndi f Haganesvík í Fljót um. Hann var á Faxa sfnum, sem sumir álitu mesta fjörhest sýsl- unnar um þetta leyti. Aðrir nefndu til Friðjóns-Rauð og enn aðrir einhverja aðra gæðinga. Þeir Bjargamenn höfðu lagt hesta sfna f Skjálfandafljót á eftir prammi, sem óvanalegt var á þessum árstíma. Vestanmenn riðu greitt. Alla daga verður mér í minni viðbragðið, sem Rauður minn tók, þegar Benedikt á Faxa var kominn rétt að segja upp að hliðinni á honum. „Það var eins og blessuð skepnan skildi,“ segir Grimur um Sörla. Ekki segi ég að þeir Faxi og Rauður hafi skilið mannamál, nema þá orð og orð. En áreiðanlega skildu þeir þarna báðir að Benedikt vildi gjarnan að Faxi yrði þeim rauða drýgri á spretti, og Rauður að sízt af öllu vildi höfðingi hans að Friðjóns- Rauður léti f minni pokann fyrir hinum. Slettar götur voru þar sem við vorum staddir þegar vestanmenn heilsuðu okkur með orðum á stuttu færi. Þar heitir Ós og var þetta rétt austan við Ósinn. Rauður trylltist gjörsamlega af nærveru Faxa. Um stund runnu þeir samsfða á skeiði þarna eftir götunum. Og þó ég hefði allur verið af vilja gerður að þóknast föður mínum og ríða hægt, var mér með öllu ómögulegt að halda aftur af Rauð. Fljótt beygði gatan upp á hraunbrún hjá Guðrúnar- staðatjörn og veit ég aldrei á hvaða gangi Rauður reif sig fram úr Faxa og tók götuna inn á hraunið á síðustu stundu. Gatan er þar í ótal krókum. Það var ekki mér að þakka að hann varð þarna á undan á þeim eina spretti, sem þeir reyndu með sér á ævinni, þessir dásamlegu hestar. Og varla get ég sagt að ég fengi hann til að hægja neitt verulega ferðina fyrr en suður hjá Mannhól og er það býsna löng leið og illa grýtt og krókótt. Þar leit ég við og sá að Faxi var orðinn langt á eftir. Hinir samferðamennirnir sáust hvergi og gæti ég trúað að pabba hefði ekki litizt á svona reiðlag. Ennfremur er það svo að segja af ferð okkar Rauðs, að við fórum hægt upp yfir Hellur og Skógar- holt og bjuggumst við að sam- ferðamenn næðu okkur þá og þegar. En þeir náðu okkur aldrei, þvf þegar á nýja akveginn kom nálægt Knútsstöðum komu til nýir samferðamenn á leið til sama staðar og við. Og hvar sem Rauður hitti viljugan hest, var það segin saga, að fram úr honum varð hann að fara. Svo mikið skap hafði í honum vaknað með til- komu Faxa fyrir neðan hraunið. Lengur var eiginlega ekki um neina stjórn á honum að ræða af minni hendi, svo frækilegt sem það er að segja frá annarri eins tillitsmennsku. Á meðal þess samferðafólks, sem við hittum á leið ’suður dal- inn, voru tvær heimasætur utan af Tjörnesi. Þær voru ekkert mjög vel ríðandi, svo við áttiyn rólega stund suður hjá Syðra- Fjalli. Þar komu í hópinn aðrar tvær meyjar, Signý og Helga, ungar og frfskar og höfðu gaman af að spretta vel úr spori. Og nú logaði Rauður minn aftur upp. Hvað vildu þeir þessir Syðra- Fjalls gæðingar? Ekki skyldi þeim verða kápan úr því klæðinu að fara fram úr honum. Ætluðu þeir sér þá dul að fara fram úr Friðjóns-Rauð í samreið suður Reykjadal? Nei, takk. Ekki voru þetta mín orð eða hugrenningar. En mér fannst Rauður segja þetta með hverri sinni hreyfingu eftir að þessar fallegu stúlkur voru til okkar komnar. Og enn gerðist sama sagan af minni skussalegu hestamennsku. Rauður tók öll ráð af mér, svo að eftir litla stund er ég búinn að sýna stúlkunum þann mann, sem ríður þær af sér orða- laust eins og þær væru ekki til. Var það nú riddaramennska! Svo nærgætnar voru þessar stúlkur allar saman að aldrei ýjuðu þær í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.