Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 13
Hluti af starsta fyrirlestrasalnum. Bakveggur ar hlaBinn úr múrsteinum. sem snúa á rönd til þess Tengibrú úr Stáli. sem tengir saman álmur á annarri hæð. a8 holrými þeirra eyði endurkasti hljóðbylgna og bæti hljómburð. skólanum með fjölbreyttri þjónustu og fjölskvIduíbúðum (ekki einungis fyrir stúdenta) en greiðfærar göngugötur munu tengja þennan nýja mið- bæjarkjarna við sjálfan skól- ann. Ennþá er litið farið að byggja af nýja bænum enda aðal- áherzla lögð á að koma öllum deildum undir betra þak. Læknadeild er reyndar ekki hugsuð þarna, því hún er í húsnæði í beinum tengslum við svæðissjúkrahúsið nýja í Oulu. Það sem ef til vill vekur mesta athygli manna þegar þeir sjá hina nýju háskólabygg- ingu, er litadýrðin, sér í lagi innan veggja skólans. Margir hafa haft orð á þvf að þeim þvki byggingarnar nokkuð verk- smiðjulegar á að líta, meðal annarra tslendingar er þær hafa skoðað. Flestir lýsa þó yfir aðdáun sinni og undrun þegar inn er komið. Raunar má lita á nútima menntastofnun sem verksmiðju á sinn hátt, þannig að ekki. felst nein mótsögn í útlitinu. Skólabyggingarnar eru settar saman úr einingum (elementum), fremur smáum og þannig löguðum að auðvelt er að breyta frá byggingaráætl- un, bæta við eða sleppa, eftir því sem henta þykir. Burðar- grind er úr súlu- og bfta kerfi og efnið stálstyrkt steinsteypa Allar einingarnar eru fyrir- framgerðar og efnið stálstyrkt steinsteypa Allar einingarnar eru fyrirfram gerðar og settar saman á staðnum. Aðeins vegg- irnir í stóru fyrirlestrasölunum eru steyptir á staðnum. Öll steypa er ómúruð. Byggingarsamstæðan liggur í norður-suður og göngukerfi eftir miðju. Kjarni sam- stæðunnar eru fjórir fyrir- lestrasalir, matsalir og kaffi- stofa. Fyrirlestrasalirnir eru fleyg- myndaðir með sveigðum og upphækkandi bekkjaröðum. Þeir taka allt upp í 600 manns i sæti og eru búnir fullkomnu hátalara- og Ijósakerfi ásamt venjulegum kennslutöflun; og myndvörputjaldi. Þykir hljóm- burður með afbrigðum góður en þar hjálpar mikið að hafa bakvegginn (endavegginn) hlaðinn úr múrsteinum sem snúa á rönd þannig að holrým- in í steinunum evða endurkasti hljóðbv Ignanna. Þá eru í kjarnanum einnig bóka- og ritfangaverzlun. Þarna mætast annars vegar tæknideildirnar, en hins vegar hugvisinda og raunvísindadeil- ir eins og sjá má á mynd sem hér fylgir, en i hvorum þessum hluta eru síðan stórar íbúða- samstæður fyrir stúdenta. Raunar er ekki neitt fvrir þá sem þarna búa „að fara í skól- ann“ því þeir búa í skólanum. Umhverfis kjarnann og göngu- brautirnar eru svo vinnu og rannsóknarstofur ásamt smærri fyrirlestrasölum og kennslustofum. Rannsóknar- stofur eru vfirleitt á fvrstu og annarri hæð en vinnuherbergi ogteiknistofur á jarðhæð. Stáerð fvrsta áfanga sem hýsir m.a. lifræna og ólífræna efnafræði og eðlifræðideild ásamt bókasafni og áðurnefnd- um kjarna er 34500 fermetrar og 150.000 rúmmetrar. Umferð milli álma fer um stigaganga og tengibrýr á annarri hæð, cða jarðhæð. A lóðinni umhverfis skólann eru siðan bilastæði, til- raunavellir og grasgarðar. Undanfarið hafa farið fram umræður um ASÍ og fjölmiðla vegna ummæla forseta ASÍ Björns Jónssonar um þá. Morgunblaðið hefur af því tilefni boðið Birni Jónssyni að skrifa rabbið í Lesbók í dag og fer það hér á eftir. VERKALÝÐSHREYFINGIN 0G FJÖLMIÐLARNIR Á þessum vetri hefur það tvivegis gerst. að útvarpið hefur komið I veg fyrir birtingu auglýsinga frá Alþýðusam- bandi íslands: í fyrra skiptið er auglýstur var útifundur gegn samningnum við V-Þjóðverja og herskipainnrás Breta I nóv. sl . hið slðara er ASÍ vildi svara gegndarlausum áróðri fjölmiðla um afleiðingar kjarasamninga sl. vetur, með þvi að benda á I sjónvarpsauglýsingu, að af 7.3% verðhækkunum 1. feb.— 1. april, mætti rekja aðeins 1.3% til kauphækkana. í framhaldi af þessu hafa nokkrar umræður orðið um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og fjölmiðla. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur boðið mér rúm hér til að gera nánari grein fyrir sjónarmiðum ASÍ og þakka ég þaðágæta boð. 1. Umræðugrundvöllurinn. Það fer ekki á milli mála, að af þeim blaðakosti, sem nú er gefinn út á íslandi, eru aðeins tvö dagblóð með innan við 1 5 þúsund eintakafjölda af ca. 100 þúsund. sem fyrir fram taka yfirleitt vinsamlega afstöðu með verkalýðshreyfingunni. Hér á ég ekki sérstak- iega við fréttir. Fréttamennska hefur yfirleitt skánað hin slðari ár, og er ekki jafnrlgbundin þeim stjórnmálaflokkum, sem að blöðunum standa, og áður fyrr. En andinn I leiðaraskrifum, pólitfskum greinaskrifum og pólitlskum fréttaskrifum. er yfirleitt verkalýðshreyfingunni óvinsam- legur, og oft beinllnis fjandsamlegur. Það er þvl hin borgaralega pressa, sem haslar allri umræðu völl, og þótt verkalýðshreyfingunni kunni að vera gefið tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum slnum og athugasemdum, þá er þess vandlega gætt, að hún leiði ekki eða móti umræðuna. Þess hefði þvl mátt vænta, að rfkisfjólmiðlarnir — sjónvarp og útvarp — legðu sitt af mörkum til að jafna hér metin. En útvarpsráð hefur þvert á móti fjandskapast við verkalýðshreyfinguna um árabil, neitað henni um að fá að móta dagskrá, einu sinni á ári á hátlðisdegi slnum, 1. mal, og nú hefur keyrt svo um þverbak, að meira að segja auglýsingar eru bannaðareða ritskoðaðar. 2. Hvernig er sú mynd, sem fjölmiðlar gefa af verkalýðs hreyfingunni, dagsdaglega? í sem stystu máli að þar ráði lögum og lofum örfámenn kllka hálaunaðra pólitlskra ævintýramanna og skriffinna, sem slitnir séu úr öllum tengslum við almennt launafólk. Þeir láti flokkshagsmuni móta gerðir sinar, haldi að sér höndum þegar ríkisstjórn sé þeim geðfelld, etji fólki I vinnudeilur og verkföll gegn vilja þess, þegar þeim llki ekki sú rlkisstjórn sem með völdin fer. Þannig reki þeir visvitandi skemmdarstarfsemi gegn efna- hagsuppbyggingu þjóðfélagsins, sem bitni á lifskjörum þeirra launþega. sem þeir þykist vera að berjast fyrir. Í sumum tilfellum stafar þessi mynd fréttamanna eflaust af fáfræði um eðli og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar, og er þá enginn fjölmiðill undanskilinn. í öðrum tilfellum er ekki hægt að verjast þeirri tilfinningu, að visvitandi sé hallað réttu máli eða valið úr staðreyndum til þess að lesandi / hlustandi / áhorfandi fái þessa mynd af starfi hreyfingarinnar. Þannig er stöðugt reynt að grafa undan trausti og tiltrú hinna almennu félaga á forystumönnum sinum, sá fræjum tortryggni og sundurlyndis. En grund- völlur alls starfs hreyfingarinnar er einmitt gagnkvæmur skilningur og traust milli þeirra sem valist hafa til trúnaðar- starfa og þeirra sem velja þá. Eðlileg afleiðing þessa er þvl sú, að forystumenn verkalýðsins fyllist tortryggni út I fjölmiðla og fréttamenn þeirra, og vilji sem minnst hafa saman við þá að sælda. 3. Með þessu er ég ekki að vlkjast undan heilbrigðri og réttmætri gagnrýni. Undan henni getur verkalýðshreyfing- in ekki vikist fremur en aðrir. En oft er fréttamaðurinn misjafnlega gagnrýninn á heimildir. Hann gleypir e.t.v. við fullyrðingum eða sögusögnum, sem hann heyrir á förnum vegi og birtir hráar, eða, ef hann ber heimild slna undir aðra, leggur allt kapp á að „sanna" hana með þvi að haga spurningum slnum og framsetningu svara með þeim hætti. að falli að fyrirframmyndaðri skoðun hans. Með segul bandstækninni má segja að möguleikar skapist fyrir frétta- menn að leika sér með efnið að vild. klippa út eigin spurningar eða setja aðrar I staðinn, breyta niðurröðun og samhengi — og hafa þó alltaf orðrétt eftir. M.ö.o. MÖGU- LEIKAR óheiðarlegrar fréttamennsku eru alltaf að aukast, jafnframt þvl sem möguleikar „fórnarlamba" hennar til leiðréttingar minkar. 4. Ég neita þvi ekki, að verkalýðshreyfingin á hér nokkra sök sjálf, hún hefur dregist aftur úr i fjölmiðlunarsamfélagi nútlmans. Hún þarf sjálf að eiga meira frumkvæði að dreifingu upplýsinga um starfsemi slna. Vonandi eflist skilningur á mikilvægi þessa þáttar innan hreyfingarinnar sjálfrar. þannig að til hans fáist aukið fjármagn. Einnig er óskandi, að fjölmiðlarnir leiti eftir batnandi sambúð við verkalýðshreyfinguna. En til þess þarf skilningur fjölmiðl- anna sjálfra á hlutverki sinu og mikilvægi að aukast: Annars vegar að miðla þeim upplýsingum, sem erindi eiga við almenning, á þann hátt sem heimildarmaðurinn vill koma þeim á framfæri. hins vegar að gagnrýna þær, gera við þær athugasemdir, kafa dýpra. Að lokum: Fjörutiuþúsund manna Samtök Islenzkrar alþýðu, sem innan sinna vébanda hefur fólk af öllum stjórnmálaskoðunum, eiga fulla heimtingu á þviaðstærstu fjölmiðlar landsins fjalli um mál þeirra af fyllstu sanngirni, heiðarleika og réttsýni — og án fyrirframmyndaðra hleypi- dóma. Björn Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.