Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 6
Tennesee Wílliams Teikning eftir David Levine. Williams hefur ýmsu kynnst um dagana, sem siSan hefur or8i8 honum efniviBur I hin viSfrægu leikrit. Gore Vidal Hann ladaði að sér ferlegar konur Um ævisögu Tennesee Williams Nýlega kom út í Bandarfkjunum sjálfsævisaga rit- höfundarins Tennessy Williams, sem hann kallar „Memoirs". Hefur bókin vakið rnikla athygli og fengið lofsamlega dóma. I grein sem Stanley Kaufmann skrifar í Saturday Review skipar hann Tennessy Williams á bekk hið næsta O’Neill, sem löngum hefur verið talinn fremstur í flokki leikritahöfunda vestan hafs. 1 bókinni rekur Tennessy Williams rithöfundarferil sinn og er bersögulli um sjálfan sig en hann hefur áður kosið að vera. M.a. kemur þar fram að hann hefur hneigzt til kynvillu frá ungum aldri og það frávik hans frá því sem álitið er almennt velsæmi hefur valdið honum stöðugri sektarkennd, eða eins og hann segir sjálfur f endurminningunum: „Þessi bók er mér nokkurs konar hreinsunareldur vegna þeirrar sektarkenndar, sem brot mín á viður- kenndum siðalögmálum hafa valdið mér. „Bersögli er fylgifiskur listarinnar”, stendur einhversstaðar skrifað. Ég get ekki staðhæft að þessi bók sé listaverk, en ég hlýt að tala af hreinskilni um sjálfan rnig, þar sem hún f jallar um fullorðinsár min. Auðvitað gæti ég látið hana fjalla eingöngu um listina að skrifa leikrit. En yrði sú bók ekki með afbrigðum leiðinleg? Það þætti mér að minnsta kosti. Auk þess yrði hún afar stutt. . . þrjár setningar á síðu eða svo með mjög breiðum spássíum. Nei, leikritin mín tala sjálf sínu máli.“ Bandariski rithöfundurinn Gore Vidal skrifar langa grein í New York Review um vin sinn Tennessy Williams vegna útkomu bókarinnar og tekur undir þessi orð höfundarins . . . leikritin standi fyllilega fyrir sínu. Hann segir að Tennessy Williams sé margt til lista lagl. Hann hafi óviðjafnanlegt skopskyn og næma tilfinningu fyrir leikrænni túlkun. Hann geti látið hversdagslegt tal meðalmennskunnar hljóma sem skáldlegar yfirlýsingar. Þá fyrst verði honum fótaskortur, þegar hann leggi orð í munn hámenntaðs yfirstéttarfólks. Orðaforði hans leyfi það ekki. En orðin á blaðinu séu honum heldur ekki aðalatriði . . . hann heyri þau fyrir eyrum sér og þegar hann hafi náð tökum á persónunum, sem hann vill koma til skila þá fatist honum aldrei orðavalið. Vidal tekur ekki sérlega mjúkum höndum á vini sínum i þessari grein, enda þótt finna megi að hann ber mikla virðingu fyrir honum undir niðri sem rithöfundi og manni. T.d. finnst honum hann umgang- ast sannieikann stundum af nokkurri léttúð. Hann segir að Tennessy Williams hafi alltaf verið það mikið í mun að vera dáður og hann hafi þurft að grípa til ólíklegustu ráða til að halda sæti sínu á goðastallinum meðal ritdómara. „Honum dugar tæpast minna en einróma lof og óskipt athygli," segir Vidal, „og viður- kennir sjálfur að í blaðaviðtölum hafi hann oft „Iagað til“ staðreyndir svo útkoman gæti orðið honum til lofs. Ástæðuna segir hann vera þá að hann þurfi stöðugt að sannfæra umheiminn um það að hann sé enn á lífi og að hann sé áhugaverð persóna sem hafa megi gaman af. Hins vegar er það ekki nema innantómt hjal, þegar Tennessy Williams heldur því fram í formálanum að þessi minningabók sé fyrsta verkið, sem hann skrifi í fjáröflunarskyni. Sá kjökurtónn getur átt við hjá Sankti Teresu, ef hún hefði þurft að lúta Svo lágt að bregða sér í gólfþvott. En fyrir útkomu hverrar bókar hefur Tennessy Wiiliams alitaf slegið á strengi með- aumkunar í þeirri von að vinna hylli harðskeyttra gagnrýnenda." Og Gore Vidal heldur áfram: „Tennessy Williams var oft beðinn um að skrifa pistla í leiklistardálk sunnudagsblaðs New York Times áður en frumsýna átti leikrit eftir hann. Greinarnar voru bráðskemmti- legar en oft hálfgerð hrollvekja um leið. Hann lýsti því þá þar, hvernig hann hefði spýtt blóði með munn- vatninu, en hefði þó haldið áfram að skrifa, fullviss þess að þetta yrði hans allra síðasta leikrit. Eftir slikar yfirlýsingar þorði enginn gagnrýnenda að hallmæla leikritinu, nema í mesta lagi einn. Nú er hins vegar andleg og likamleg heilsa Tennessy Williams alveg upp á það bezta (sjálfur mundi hann aldrei viðurkenna það) og þess vegna grípur hann nú til þess ráðs að barma sér yfir fjár- hagnum til að tryggja vinsamleg ummæli í blöðum um bókina. En hvatinn er ekki ritlaunin, sem voru greidd fyrirfram, heldur eins og alltaf áður, frægðarljóminn . . . „Rithöfundaferill Tennessy Williams á sér enga þróunarsögu," segir Gore Vidal. „Strax á unglingsár- unum hafði hann valið sér viðfangsefnin og þar við situr. Enn hefur hann sömu hrifandi spilin og þá, á hendi og hann leikur þeim út af mikilii list. Ég veit ekki til þess að T.W. hafi tileinkað sér nokkra nýja skoðun né að tilfinningalíf hans hafi dýpkað hætis hót síðustu 28 árin . . . ég er hins vegar stöðugt leitandi að nýjum viðhorfum og nýrri reynslu. I einu af mörgum blaðaviðtölum sínum segir Tenn- essy: „Gore Vidal vill ekki umgangast mig lengur, . . . og gefur í skyn, að ég kjósi mér fremur annan og glæstari félagsskap. En ástæðan fyrir því að við höfum orðið viðskila er eingöngu sú, að við höfum gerólíka skapgerð." A öðrum stað í greininni segir Vidal: „í endurminningum sínum verður Tennessy tíðrætt um kynlíf sitt, en það er ein af mörgum leiðum til að segja lítið um sjálfan sig . . . Tennessy átti ekki ástarsamband við karlmann fyrr en hann var kominn undir þrítugt og átti þá að baki sér töluverða og ,farsæla“ reynslu í ástamálum við hitt kynið. En ósamkynja ástamök voru honumþó aldrei eftirsóknar- verð. Hins vegar vöktu karlmenn oft með honum svo sterka þrá að taugar hans fóru í hnút. En hvers vegna bæidi hann þessar kenndir sínar svo langt fram eftir aldri? Jú, nú er hálf öld um liðin og Tennessy var afsprengi hreintrúarhugmynda Suður- rikjanna, þar sem allt kynferðislíf er talið synd og afbrigðilegar kynferðishneigðir blátt áfram forkastan- legar. Ég held að mismunandi afstaða okkar til þessara- mála hafi verið hindrun í samskiptum okkar. Ég hef aldrei haft nokkra sektarkennd gagnvart því sem ég tel eðlilegan mannlegan lífsþorsta. Hann þjáist hins vegar af stöðugri sektarkennd. Enda þótt hann segi okkur að hann trúi ekki á framhaldslif, þá er hann svo mikill púritani í lífsskoðun sinni, að hann óttast a.m.k. syndina. Tennessy trúir þvi statt og stöðugt að homo- seksúalismi sé af hinu illa, heterosexualismi ekki. Þess vegna leitar hann stöðugt, bæði í lífi sínu og list að friðþægingu — að algerum dauða. . . . . . Tennessy segir frá ástarsambandi sinu við dans- ara, sem hann kallar Kip. En Kip yfirgaf hann. Önafngreindur náungi í New Orleans tók við af honum. Því ævintýri lauk með ofdrykkju og ósköpum. I mörg ár bjó hann með Bandaríkjamanni af ítölskum ættum, Frank Merlo. Þeir skildu að skiptum en tóku upp samband að nýju, þegar Frank var orðinn dauð- vona af krabbameini. Síðustu dagar Franks voru nógu hörmuleg reynsla til að létta á samvízku hvaða púrí- tanasemværi . . .“ „Enn er það eitt, sem mér finnst ganga eins og rauður þráður i skáldskap og lífi Tennessy Williams," segir Gore Vidal, „og það er „ferlikið í konumynd", sem ég kalla . . . staðgengill móðurinnar, gæti ég sagt, ef Miss Edwina, móðir skáldsins, væri ekki enn á lífi. Miss Edwina birtist okkur ljóslifandi í hlutverki Amöndu í Glerdýrunum og svo sterklega hefur sú mynd greypst í hug okkar að í návist hennar heyrum við ekki það sem hún segir en þekkjum hana því betur af því sem hann hefur sagt okkur um hana. „Eg tók á móti 40 heldri mönnum í dag,“ segir hún með velþóknun. Við sitjum að snæðingi á Robert Clay-hótelinu i Miami. Hún heldur á gaffli með einni rækju. Gaffallinn og rækjan færast hægt í áttina að munni hennar en við Tennessy horfum á sem steini lostnir. Ekki vegna orðaflaumsins sem stöðugt streymir af vörum hennar, heldur vegna rækjunnar sem aldrei kemst á leiðarenda, því stöðugt hefta nýjar sögur för hennar, og gaffallinn með rækjunni sígur aftur niður á diskinn. „Tom, manstu þegar litli hundurinn tók hattinn með plómunni og hljóp með hann marga hringi í garðinum?" Þessi setning er lika úr Glerdýrunum. Tennessy iðar i sætinu og ræskir sig. Aftur er lagt af stað með rækjuna að þunnum vörunum. Munnurinn er lítill og minnir einna helzt á bréflúgu í smækkaðri ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.