Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Qupperneq 13
| >r **-' «c $2' L IL-IL H Grettisgata 11. íbúðarhús Jens Eyjólfssonar þetta hús reisti hann á árunum 1907—8 HúsiS hefurenn haldið sínu upprunalega útliti og er þaS vissulega að þakka eigendum þess nú. smiðjuna með rafljósi, og er gufuvélin höfð fyrir aflsupp- sprettu. Verksmiðjan kostaði tæpar 100 þúsund krðnur og var sú fyrsta I höfuðstaðnum, en önn- ur i landinu. Hin fyrsta komst á stofn f Hafnarfirði árið 1903.“ Hér mun blaðið eiga við timb- urverksmiðju Jóhanns Reykdals f Hafnarfirðf, en hann virkjaði Hamarslækinn f Hafnarfirði til að knýja vélar verksmiðjunnar. Það má ljóst vera, að tilkoma trésmiðjunnar Völundar hefur verið landsmönnum mikil lyfti- stöng, ekki sfst á höfuðborgar- svæðinu f uppbyggingu bæjarins, sem þá var að stækka úr bæ f borg. Rúmlega 10 árum sfðar eða 1915 var svo stofnuð önnur verk- smiðja. Var það timburverslun Árna Jónssonar, sem byggð var við Hverfisgötu. Jens teiknaði það hús einnig og var einn af stofnendum þess. Bæði þessi fyr- irtæki hafa veitt landsmönnum ómetanlega þjónustu og veitt fjölda manns atvinnu. Augljóst er að Jens hefur notið trausts hjá byggjendum verksmiðjanna þeg- ar þeir fólu honum 25 ára göml- um, þá nýkomnum frá námi, svo vandasamt verk. Verkhyggni hans og áræði að takast verkið á hendur hefur verið honum góður skóli og aukið traust manna á honum sem byggingameistara. Af þvf sem áður er ritað um tfmabilið eftir 1910 hefur um þær mundir hafist vakning og stór- hugur með þjóðinni. Menn hurfu frá torfbyggingum, timburhúsa- byggingar höfðu eignast keppi- naut, steinsteypan sótti á. öld steinsteypu var runnin upp, og er það efni sem við þekkjum best við húsa- og mannvirkjagerð f dag. Það hafa þvf verið mörg verkefni sem biðu ungs bygginga- meistara og mörgu þurfti að ráða fram úr. Eftir þetta rekur hver stórbyggingin aðra, og mun reynt f skrifum þessum að geta aðildar hjins að byggingum húsa f bæn- um, sem heimildir eru til um. Þó Verslunarhúsið Austurstræti 9 Húsið teiknaði Jens Eyjólfsson og byggði fyrir Egil Jakobssen kaupmann. verður hér meira um upptalningu að ræða en heildarlýsingu. Bygging stórhússins Nathan og Olsens, þar sem Reykjavfkur Apótek og Borgarskrifstofurnar eru nú til húsa, hlýtur að hafa verið ungum byggingameistara mikil uppörvun f starfi. Það hús teiknaði prófessor Guðjón Samúelsson. Jens var yfirsmiður við þá byggingu, en Kristinn Sig- urðsson múrarameistari. Húsið er fjórlyft, eins og kunnugt er, með háum turni. Byggingarfram- kvæmdir hófust á árinu 1916 og var lokið á rúmlega tveimur ár- um. Iðnsaga Islands segir okkur, að nokkuð hafi verið f hættu lagt, er farið var að byggja hið mikla fjórlyfta hús án þess að vita með vissu um styrkleika steypunnar. Blöndunarhlutföll eru þó ekki besti mælikvarðinn um gæði steinsteypunnar heldur mæling á styrkleika hennar. Þó voru Iftil- lega að hefjast rannsóknir á gæð- um efnisins, en mæling styrk- leika á steypu byrja ekki fyrr en eftir 1922. — Steypan var slegin saman eða hnölluð. Menn gættu þess vel á þeim árum, að steypan væri ekki of blaut og hefur slfkt aukið mjög styrkleika hennar. En létt verk hefur það ekki verið að koma svo miklu af Iftt blautri steypu f þá miklu veggi. Þvf verður ekki annað sagt en að nokkuð vel hafi tekist, þar sem menn vissu óljóst, eða kannski alis ekki, eins og fyrr segir, um réttan styrkleika steypu á þeim árum. Kom þar margt til, sem of Iangt mál væri að fjalla um hér. Þó er eitt sem verður að tetjast til nýjunga á þeim árum og til mik- ils léttis fyrir verkamenn, en það var lyftiturn, sem þeir félagar byggðu við húsið. Notuð var hrærivél með hreyfli og var steypan sfðan dregin upp eftir turninum f hjólbörum með hreyflinum. Eftir þetta er hræri- vél notuð við flestar meiri háttar byggingar og breiðist notkun hennar ört út. Húsið er allt hið vandaðasta og verður ekki annað séð en það hafi staðið af sér stefn- ur og form nýrra tfma f bygging- arlistinni. Þak hússins er brotið þak sem kallað er og var upphaf- lega með helluplötum, en hefur nú verið endurnýjað með álplöt- um. Marmari er f stigum og vel hefur hann staðist skósóla Reyk- vfkinga, þvf sennilega hafa fleiri átt erindi f þetta hús en nokkurt annað í borginni, sérstaklega á meðan Gjaldheimtan var þar til húsa og fleiri stofnanir sem krefja borgarana um gjald til samfélagsins. 1 veggjum eins hringstigans hafa verið steyptir skápar, þar sem myndastyttum hefur verið komið fyrir. Stytturn- ar eru sex að tölu og munu vera eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, sem var fjölhæfur lista- maður. Á stalli listaverkanna er höfðaletur þar sem hægt er að lesa sér til um listaverkin. llm útlit hússins þarf ekki að fara mörgum orðum, þvf þar er sjón sögu rfkari, og geta þeir sem leið eiga um Austurstræti best um það dæmt. Við aðalinngang fyrstu hæðar, þar sem Reykjavfk- ur Apótek er, gefur að Ifta burð- arsúlu allmikla. Ofarlega út úr súlunni blasir við okkur við okk- ur tröllmenni sem fljótt á litið virðist bera uppi hluta af bygg- ingunni. Fest á einni hlið hússins séð frá Pósthússtræti hefur merki frfmúrarareglunnar verið múrað f vegg þess, en reglan mun hafa verið þar til húsa á fyrstu árum sfnum. Spölkorn frá húsi Nathans og Olsens er hús Egils Jakobsens, þar sem sonur hans (Ilfar Jakob- sen rekur umfangsmikla ferða- skrifstofu. Það hús byggði Jens árið 1920 og teiknaði einnig. Set- ur það skemmtilegan svip é Aust- urstræti og ber vott um mikið listfengi, svo sem sjá má á fram- hlið þess og er þar sjón sögu rfkari eins og ævinlega. En eitt getum við nútfmamenn ályktað, þegar við virðum þessi hús fyrir okkur, að ekki verður annað séð en að gott samstarf hafi rfkt milli eigenda þessara stór- bygginga og teiknara, því vissu- lega hefur allur slfkur fburður komið við pyngju eigenda. En hvað var það sem kom mönnum til að sameinast um að reisa slfk listaverk sem þessi hús eru? Ekki var þar um ótakmarkað rfkidæmi að ræða, þó þeir ættu það allir sammerkt að hafa með dugnaði unnið sig upp f nokkur efni. En vissulega væri gamli miðbærinn fátækari ef þessara bygginga nytu ekki við. Eins og fyrr segir rekur hver stórbyggingin aðra, sem Jens Eyjólfsson byggir: Edinborgar- húsið, sem Seðlabanki Islands er nú til húsa, Pósthúsið, Laugavegs- Apótek, Landakotskirkja, Gas- stöðin, Sláturfélag Suðurlands, hús Sambands lslenskra Sam- vinnufélaga, Landakotsspftalinn og Eimskipafélagshúsið, auk fjölda annarra smárra og stórra bygginga. Það má þvf ljóst vera, að drjúgan þátt hefur hann átt f byggingu stórhýsa f Reykjavfk á þeim árum, og hann meiri en Iðnsagan getur um. Eins og áður er getið byggði Jens Gasstöðina við Hlemmtorg. Saga hennar er vel kunn og hefur sá mikli björgunarmaður f sögu- ritun, Arni Óla, lýst henni skemmtilega f'einni af Reykja- vfkurbókum sfnum, en Gasstöðin var sem kunnugt er deilumál á sfnum tfma. Verksmiðjuhúsið kostaði 45 þúsund krónur og ibúð- arhús stöðvarstjóra 12 þúsund. Voru húsin umgirt hárri girð- ingu, sem ég hygg að margir eldri Reykvfkingar muni eftir. Verk- smiðjuhúsið hefur vikið fyrir nýrri Lögreglustöð, en fbúðarhús stöðvarstjóra stendur enn, glæsi- legt sem fyrr, og minnir okkur á þá tfma þegar gasið sigraði raf- orkuna, en valið var á milli þess- ara orkugjafa. — Ekki get ég lok- ið svo við þessa stuttta lýsingu á Gasstöðinni, að ég fari ekki nokkrum orðum um girðingu þá sem umlukti verksmiðjuhúsið og hús stöðvarstjóra. Var hún há og mikil með þéttum oddlaga riml- um og þvf ekki árennileg yfir- ferðar nema fuglinum fljúgandi. Asgeir Jónsson fræðimaður frá Gottorp kemst þó f kynni við eina slfka girðingu, eftir þvf sem ráða má af lýsingu hans f bókinni „Horfnir góðhestar“. Þó skal ekki um það dæmt hér, hvort hér sé um að ræða hina miklu Gasstöðv- argirðingu eða einhverja aðra girðingu. Segist honum svo frá veru sinni f Reykjavfk: „Sfðasta kvöldið sem ég var f Reykjavfk skapp ég upp að Ell- iðaám með góðkunningja mlnum, Eggert Jónssyni frá Nautabúi, sem þá var búsettur f Reykjavfk. Eggert reið brúnum góðhesti, sem kona hans átti og kallaður var Trausti. Við höfðum hesta- skipti nokkuð af leiðinni, en þeg- ar við héldum á bakaleið frá Tungu ofan Laugaveginn, reið hvor sfnum hesti. — Eg hef ekki Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.