Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Blaðsíða 2
Svo segir f brezkum blöðum frá
júlfmánuði árið 1908, að fregnir
bárust vfða að um duiarfullan
bjarma á himni og fylgdi svo mik-
il birta, að vfða snarbirti inni í
húsum.
Aðrir greindu frá fullri
dagsbirtu að næturiagi. Sfðar
varð bjarminn daufgulur og slð
sfðast bleikum bjarma á skýin.
Enginn vissi, hvað f ósköpunum
þetta gat verið.
Stjörnufræðingar fóru nú á
stúfana. Röktu þeir sögusagnir
yfir Evrópu þvera. í Hollandi var
þeim sagt, að „öldótt ský“ hefðu
farið um himininn. Mönnum f
Antwerpen virtist sjóndeildar-
hringurinn f norðri loga. Stjörnu-
fræðingur í Heidelberg hafði tek-
ið eftir þvf, að ljósmyndaplötur
urðu óskýrar af ljómanum. Svip-
aðar fregnir bárust frá Dan-
mörku, Austurrfki og Rússlandi,
nema blái liturinn varð æ sterk-
ari og rauðguli bjarminn skærari
er austar dró. Við þetta bættist og
skýrði sfzt málið, að á sérlegum
loftvogum f Cambridge og Peters-
field fundust stórfelldar svipt-
ingar f andrúmsloftinu, svo mikl-
ar, að einhvers staðar hlutu að
hafa orðið ægilegar hamfarir ein-
hvers staðar f Rússlandi. En svo
miklar voru hamfarirnar, að loft-
bylgjurnar frá þeim fóru tvo
hringi um jörðu.
Skógar rifnuðu upp
Rússneskir vísindamenn voru
engu nær um það, sem gerzt
hafði, en starfsbræður þeirra á
Vesturlöndum. Sprengingin virt-
ist hafa orðið einhvers staðar í
Síberíu miðri. En það á fjórða
þúsund kilómetra og nokkurra
vikna ferð frá vísindamiðstöðvun-
um í Moskvu og Pétursborg. Biðu
vfsindamenn þar óþreyjufullir
eftir skýrslum frá Irkútsk og öðr-
um bæjum fyrir norðan.
Ekki reyndist mikil hjálp i
þeim skýrslum. Þar var sagt frá
einhverjum hlut líkum ,,röri“ eða
,,staur“ i laginu. Hann hefði birzt
á himni yfir Síberíu um dögun 30.
júní og stafað miklu, skærbláu
ljósi. Hann hefði þotið með ofsa-
hraða i átt til jarðar, komið niður
um það bil 17 mínútur yfir sjö og
sprungið með blindandi leiftri og
ægilegum gný einhvers staðar í
mýrunum og skógunum við
Tunguskafljót í Noðursíberíu.
Hljóðið heyrðist 800 kílómetra
leið. Eldhnötturinn sást á svo
stóru svæði, að jafnaðist á við
Frakkland og Þýzkaland saman. I
jafnvel 600 km fjarlægð frá
sprengingunni brotnuðu gler-
munir og myndir duttu af veggj-
um en ljósahjálmar sveifluðust
til. Sums staðar nær sprenging-
unni varð svo heitt á fólki, að við
borð lá, að „skyrtur brynnu á bök-
um“ svo, sem einn komst að orði.
í 40 km fjarlægð svipti loftbylgj-
an tjöldum upp og hirðum um
koll. Slíkt varð höggið á Síberíu-
járnbrautinni, að lestarstjóri einn
stöðvaði lest sina af því, að hann
hélt, að einhver vagninn hefði
sprungið í loft upp.
Allt umhverfis sprengingar-
staðinn eru geysivíðlendar mýrar,
lerki- og birkiskógar; þar var jörð
snöggslegin, ef svo má komast að
orði. Á 190 ferkilómetra svæði
rifnuðu tré upp með rótum, sviðn-
uðu og misstu ailt lauf.
Sá sem fyrstur rannsakaði
sprenginguna, dró upp allliflega
mynd af henni handa útlendum
fréttamönnum. Hann sagði, að
hefði sprengingin orðið i Belgiu
miðri „væri nú enginn lifandi
maður eftir í landinu. Hefði
sprungið i London hefðu allir far-
izt og allt að Manchester i norðri
og Bristol í vestri. En hefði
sprungið í New York kynnu
Philadelphiabúar að hafa sloppið
með skrekkinn og brotnar rúð-
ur...“
Tunguskasprengingin er ein-
hver hin mesta, sem skráð er i
sögum. Sprengingarnar í Pompeii
og Thera voru langtum minni.
Aftur á móti mun sprengingin í
Krakatoa 1883 hafa verið álíka
öflug Tunguskasprengingunni.
Bandariski Nóbelsverðlaunaþeg-
inn, William Libby, taldi, að ork-
an I sprengingunni hefði verið
álíka og leystist úr læðingi, er 30
megalesta kjarorkusprengja
springur. Það er 1500 fimmtán-
hundruð sinnum stærri sprengja
en sú, sem sprakk i Hiroshima
forðum.
Leitað að loftsteini
Varla getur meiri eyðifláka en
freðmýrarnar norður í Síberiu.
Sífelldir blindbyljir geisa þ:r á
vetrum, og veturinn stendur mest
allt árið, nema fáeinar vikur um
sumartímann, þegar jörð þiðnar
ofurlitið og yfirborð’ð verður að
endalausum mýraflákum undir-
lögðum af moskltóvargi. Varla
nokkur óvitlaus maður fór þarna
norður eftir; það var ekki heigl-
um hent. Það var ekki fyrr en
Leonid nokkur Kulik kom til
skjalanna, að farið var að rann-
saka Tunguskasprenginguna að
marki. Kulik var frásagnarverður
maður. Hann brauzt óravegu um
illfært land, barðist gegn fárviðr-
um og lét ekki tefja sig þótt hjá-
trúafullir sveitamenn norður frá
reyndu að leyna fyrir honum
sprengingarstaðnum, sem þeir
höfðu helgað eldguð einum, er
þeir nefndu Ogdy. En auk allra
þessar tálma var mikil ringulreið
i landini* 'eftir október byltinguna
og borgarastyrjöldina.
Kulik var maður sérfróður um
loftsteina og það var þess vegna,
að hann fór að rannsaka
sprenginguna. Kulik varð siðar
þjóðhetja í Sovétrikjunum, fjöldi
bóka hefur verið ritaður um
rannsóknarferðir hans. Hann var
sannfærður um það, að einhvers-
staðar i auðnum Síberíu væri að
finna gríðarmikinn loftstein graf-
inn í jörðu. Á ferðum sínum var
hann hvað eftir annað kominn að
dauða. Félagar hans drógu kenn-
ingu hans um loftsteininn mjög í
efa. En hann styrktist einungis í
trúnni. Hann lézt i fangelsi hjá
nasistum árið 1942, 58 ára að aldri
(hafði með einhverjum hætti
komizt í herdeild i eldlinunni) og
var þá enn fuliviss um það, að
norður í freðmýrunum lægi sá
stærsti loftsteinn, sem nokkurn
tíma hefði komið til jarðar, og
hefði hann valdið sprengingunni.
Þegar i upphafi töldu margir
kenningar hans vafasamar i
meira lagi. Hann hafði komizt
norður i mýrarnar fyrsta sinni
árið 1927, að undangengum þrem-
ur tilraunum, og skýrslur hans úr
þeirri ferð þóttu ekki benda til
þess, að loftsteinn hefði fallið.
í fysta lagi var engan gig að
finna, aðeins voru nokkrar grunn-
ar dældir; hafði jörðin sigið þar,
er hún þiðnaði á svipstundu af
hitanum frá sprengingunni.
Kulik og aðstoðarmenn hans
grófu um allar jarðir en fundu þó
aldrei eina örðu úr loftsteini.
Trén, sem rifnað höfðu upp voru
ekki klofin og brotin svo, sem
orðið hefði, ef loftsteinsbrotum
hefði rignt yfir þau. Trén rifnuðu
bara upp og klesstust í jörðina.
Jörðin var sviðin af gríðarlegum
hita -að ofan. Hitinn hafði verið
slíkur, að kviknaði jafnvel i al-
grænum skógi.
Því fremur, sem Kulik rannsak-
aði málið, þeim mun dularfyllra
varð það. Að þvi er hann sagði
höfðu ný tré, er laufguðust eftir
sprenginguna, „þotið upp, sótt í
sólina og lífið af miklum ofsa“.
Sum reyndust vaxa fjórum sinn-
um hraðar en vant var -og þau
hafa haldið þeim vaxtarhraða sið-
an. Um mitt sprengisvæðið þar,
sem Kulik hélt hann fyndi loft-
steininn, fannst trjáþyrping, er
enn stóð uppi en trén greinalaus
með öllu og stofnarnir sviönir bik-
svartir.
Sprengingin sem ölti sér stað í Síberiu 30. júní 1908, er talin hafa verið 1500 sinnum sterkari en
kjarnorkusprengingin, sem eyddi Hiroshima. En hvað var það sem sprakk? Eftir John Baxter
©