Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Blaðsíða 11
heiðalönd, sem gætu verið á íslandi. Á leiðinni til Bergen verður að fara yfir Harðangursfjörð með ferju, en fjörðurinn er mjór og það tekur ekki langan tíma. Við gistum siðustu nóttina á farfugla- heimili í Bergen og notuðum sfðasta hálfa daginn til að skoða Bergen; þar var rigning og hafði verið rigningasumar eins og á sunnanverðu íslandi. Smyrill fór frá bryggju um þrjúleytið síðdegis og aftur hafði hann við- komu i Færeyjum. Þá var aðeins síðasti áfanginn eftir: Frá Seyðisfirði til Reykja- vlkur. Við ókum sunnan jökla í dýrlegu veðri og gott var heilum vagni heim að aka. Við höfðum þá ekið samtals 9.356 km, keypt bensín fyrir 37.300 krónur, tjald- stæðin höfðu kostað 12.300 kr. i vegatolla höfðum við greitt 6.325 kr. og 13.142 fyrir ferjur. Farið báðar leiðir með Smyrli fyrir okkur og bilinn kostaði 80 þúsund og við töldum okkur hafa keypt mat fyrir 25 þús. kr. Þessi beini kostnaður var samtals 175 þúsund, en eitthvað örlitið var verzlað og einhverja vasapeninga fórum við með að auki. Og ætlunin er að sjálfsögðu að fara einhverntíma aftpr á svipaðan hátt.“ Rétt hjá Ziirich er lltið þorp, sem heitir Weesen. Þar er ævin- týralega fallegt og við héldum að mestu leyti kyrru fyrir þar hjá vinum I eina viku. Það er upplagt að hafa aðsetur á einhverjum slik- um stað og svo kannar maður umhverfið þaðan. Við fórum til dæmis I stutta ferð frá Weesen til furstadæmisins Lichtenstein; þangað er skemmtilegt að koma einn dag. Við heimsóttum líka vini okkar I Zurich, en það var verst að allir vor hálf lamaðir af hita. En ZUrich er falleg borg og það er allsstaðar svo hreinlegt I Sviss, að við höfðum aldrei séð annað eins. En Sviss er dýrt land, enda launakjörin þar um það bil að vera þau beztu I heiminum. Verðlagið kemur þó ekki bein- iínis að sök, þegar ekki er verið I verzlunarferð, sem við ekki vorum I. Engu að síður er skemmtilegt að koma I svissnesk- ar verzlanir og sjá vöruvalið og fráganginn á öllu. Ég fékk þá hugmynd, að Svissarar séu ágætisfólk, en litla hugmynd hafa þeir um ísland.“ „Sfðan hélduð þið norður með Rín“. „Já, okkur hafði lengi langað til að já Rínardalinn, enda hefur upprunalega verið mikil náttúru- fegurð þar. En ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum; Rinarfljót er eins og drullupollur og allsstaðar er mikil iðnaðarmengun. Þetta var róleg ferð; aldrei farið mjög hratt. Það tók aðeins tvo daga að fara þessa leið norður til Belgfu, en við gistum I Rudesheim, sem er gamall og skemmtilegur ferða- mannabær. Og tvo daga var stanz- að i Bonn. Alltaf hélst þessi mikli hiti og við fórum heldur minna um vegna þess. Áfram héldum við til Briissel, sem er falleg borg og vel þess virði að skoða hana. Siðan lá leiðin til Amsterdam I Hollandi og þar var billinn skilinn eftir i höndum umboðsmanna skipa- félagsins, sem átti að flytja hann til íslands. Við tókum aftur á móti lest til Luxemburg og flugum það- an heim. Þegar heim kom, vorum við búin að vera tæpan mánuð í ferð- inni. Við vorum margs vísari og þetta hafði verið ódýr ferð. Þegar miðað er við verðlag á tslandi, fannst okkur að matur á veitinga- húsum væri ekki dýr. Nokkrar nætur höfðum við gist hjá vinum okkar og þessvegna fór minna í hótelkostnað. Mín skoðun er sú, þegar ailt er saman tekið, að þetta sé eitthvert albezta sumarleyfi, sem við höfum farið í. Við höfum lfka i huga að gera þetta aftur og miðum þá við að geta sofið I tjaldi þegar svo ber undir. Um allar trissur eru húsvagna- og tjald- stæði með margskonar þjónustu. Þá er líkiegt að við förum aðra leið, jafnvel austur fyrir Járn- tjald. — og væri vel hugsanlegt að aka til Italiu þaðan inn í Júgó- slayiu, Ungverjaland og Tékkó- slóvakiu. En samkvæmt fenginni reynslu verður maður að hafa rikt í huga að fara ekki of hratt yfir og ætla sér ekki of mikið. Auk þess skipuleggja ferðina með margra mánaða fyrirvara." til Sviss A8 ofan: Jón Hðkon hvílir lúin bein ð torgi framan viS nokkrar hinna fögru bygginga sem prýSa miShluta Brússel. Til vinstri: Svona góSan barnastól er hægt a8 fð I bilinn enda Iei8 þeirri litlu vel allan timann. Til hægri: Vi8 bæinn Weesen nðlægt Zúrich t Sviss er einstæS nðttúru- fegurS. Framhaid af bls. 9 — „Verður maður ekki fljótt uppgefinn á svona hraða?“ ,,— Nei, ekki fann ég til þess. Maður fer útaf hraðbrautinni öðru hvoru til þess að þreyta sig ekki um of, og eins til þess að sjá borgir og bæi á leiðinni. Hrað- brautina notar maður til að kom- ast fljótt milli staða. Skemmtileg- ast er að þurfa ekki að fara mjög langt á degi hverjum; aka til dæmis i 4—5 tima á dag, stanza oft og geta skoðað sig um. Einu sinni ók ég i 10 tima samfleitt á autobahn. Samt var ég ekki bein- línis þreyttur að kvöldi, aðeins dálitið spenntur vegna langvar- andi einbeitingar. Meðfram þessum hraðbrautum eru víða hvíldarstaðir, þar sem hægt er að koma út og fá sér hressingu. Hægt er að fara í búð og kaupa sér nesti, eða þá að maður finnur veitingahús. Allt er gert eftir þvi sem andinn inngef- ur i hvert skipti; maður er engum háður og öll hugsanleg þjónusta er fyrir hendi. hvert sem farið er.“ „Og engin hætta að fá ekki hótelherbergi þótt ekkert sé pant- að?“ „Það er alltaf erfiðast að fá hótelherbergi á háannatíma sum- arsins og þá allrahelzt í stærri borgunum. Farið maður hinsveg- ar eitthvað út frá alfara leiðum, er yfirleitt auðvelt að finna lítil hótel eða gististaði og morgun- verð eins og Bretinn er svo mikið með. Ýmist er það í litlum gisti- húsum eða i einkaheimilum og venjulega er það ekki dýrt. Vegurinn eftir hollenzka stlflugarSinum, sem frá er sagt I greininni. LeiSin M um Udine á NorSur ftallu. þar sem heilir bæir voru I rústum eftir jarBskjálftana miklu. KomiS á norBlægar slóBir aB nýju. Myndin er tekin vi8 þjóSveginn Oslóar og Bergen. Ekið frá París W*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.