Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Síða 4
FJÓRÐI tugur þessarar aldar mun verða mörgum þeim minn- isstæður, sem þá voru komnir til fullorðinsára; einkum vegna hins mikla atvinnuleysis, sem hér rfkti. Til þess að forða við algerri upplausn og jafnvel hungursneyð fjölda manna fundu rfki og bær upp á þvf að efna til atvinnubótavinnu, sem svo var nefnd. Þetta var skipti- vinna: fjölskyldufeður, þriggja barna eða fleiri, fengu einnar eða tveggja vikna vinnu á mán- uði; aðrir fengu minna, og ein- hleypingar eina viku á fimm eða sjö vikna fresti. Þetta dugði að sjálfsögðu ekki langt, en menn gátu þó dregið fram lífið á því. Unnið var við ýmislegar fram- kvæmdir. Má nefna gatnagerð, skurðgröft og holræsalagnir. Eittverkið á vegum rfkisins var skurðgröftur austur á Árnes- sýslu. Það var milli Selfoss og Eyrarbakka. Stað þeim hafði verið gefið nafnið Sfberfa. Ekki veit ég hver tók upp á þvf, en ástæðan hefur eflaust verið sú, að vinnuflokkarnir þarna voru ákaflega einangraðir, lffið fá- breytt, húsakynni léleg og svo allur aðbúnaður. Eg fékk nú kort upp á hálfs mánaða vinnu þarna snemma árs 1938. Sá háttur var hafður á atvinnubótavinnu utan bæjar, að menn fengu hálfan mánuð f senn. Það var til þess að spara flutninga. Þegar mér bauðst þetta stóð hálfilla á fyrir mér. Konan lá f sjúkrahúsi með blóðeitrun og 40 stiga hita. Þðtti óvfst, að nokkuð yrði við það ráðið. (Þá var penisillfnið ekki komið til sögunnar). Eitt barn áttum við og urðum við að koma þvf fyrir hjá venzlafólki. Eg sjáif- ur var með háisbólgu og nærri 39 stiga hita. En ég gat ekki sleppt vinnunni. Það gat orðið til þess, að ég fengi ekki at- vinnubótavinnu aftur um veturinn. Mjög var sótt að þeim sem réðu vinn- unni, og margir vinnufúsir menn reiðu- búnir að fara f stað þeirra, er forfölluð- ust. Eg reif mig þvf upp, fór til læknis og fékk hjá honum meðul. Tfminn var naumur ég átti að fara eftir tvo daga. Læknirinn sagði mér að liggja úr mér hitann og fara vel með mig fyrst um sinn á eftir. Ekkert minntist ég á austurferð- ina við hann. En ég sótti meðulin og var svo við rúmið tvo næstu dagana. Þá var hitinn dottinn niður f 38 stig. Það átti að fara austur á laugardag. Eg bjó mig til ferðar eins og ekkert hefði f skorizt. Hugsaði ég með mér, að ég gæti hvflt mig á sunnudaginn fyrir austan og yrði ég orðinn góður á mánudagsmorg- uninn, þegar vinna hæfist. Þetta gekk eftir. Að vfsu var ég slakur fyrstu dag- ana, en það rjátlaðist af mér smám sam- an. Austur fórum við á tveimur vörubfl- um með farþegaskýlum, en farangurinn á þriðja bflnum. Allir urðu að hafa með sér viðlegubúnað og var þetta nokkur farangur þvf, að við vorum 20 eða 30 manns. En vinnuflokkurinn, sem var fyrir austan, átti svo að fara með bflun- um f bæinn. Var skipt svona hálfsmánað- arlega, eins og áður sagði. Okkur gekk ferðin greiðlega þvf færð var góð á heið- inni. Þeir voru svo ferðbúnir fyrir aust- an, þegar við komum þangað. Þar höfðu verið reistir skúrar yfir vinnuflokkana. Verkamenn höfðu stór- an sal fyrir sig. Voru þar tveggja hæða kojur með veggjum, langborð f miðju og © f.. Jóhannes Jönsson Atvinnu- bötavinna TFIöanum ariö Um þessar mundir voru þeir áhugasömustu I pólitfkinni annað- hvort nasistar eða kommúnistar og bðBar fylkingarnar sfna fulltrúa vi8 skurSgröftinn austur f Flóa. Stundum ur8u svo harBvftugar deilur milli þessara fylkinga, a8 lá vi8 handalögmálum. bekkir beggja vegna við. En afþiljað var fyrir verkstjóra og matseljur. Eldhús var einnig afþiljað. Salerni voru hins vegar úti. Kom það sér oft illa, einkum á nóttum, þegar eitthvað var að veðri. Þegar búið var að taka af bflunum bar hver sitt dót inn f skála og valdi sér koju. Gekk það árekstralftið; reyndust þeir nokkurn veginn jafnmargir, sem vildu efri og neðri koju. Þarna voru saman komnir menn úr ýmsum stéttum. Það voru verzlunarmenn, rithöfundar, iðnað- armenn, ljóðskáld og venjulegir verka- menn. Ailir stjórnmálaflokkar munu hafa átt þarna fulltrúa. Mest bar þó á nokkrum ungum mönnum úr nasista- og kommúnistaflokknum. Varð oft hátt á milli þeirra; héldu hverjir fram sfnum læriföður og sinni kenningu. Fullorðinn maður, sem þarna var, hafði afskaplega gaman af þvf að eggja strákana. Studdi hann þá svo á vfxl eftir þvf, hversu leikurinn stóð. Oft varð af þessu hin mesta háreysti og stundum lá við handa- lögmálum. Eitt kvöldið, þegar allt ætlaði um koll að keyra og gamli maðurinn eggjaði strákana fast, kom einn verkstjórinn inn. Fór hann með allmergjaða vfsu, og beindi henní til gamla mannsins. Ekki lærði ég vfsuna, En hún var einhvern veginn á þá leið, að sá, sem efldi úlfúð meðal manna skyldu alls staðar burt- rækur og sál hans kveijast f eilffum eidi. Gamli maðurinn steinþagnaði við þetta og brá litum. Sfðan gekk hann að rúmi sfnu og sneri sér til veggjar. Ekki mælti hann orð um kvöldið, og ekki um daginn eftir. En þá um kvöldið, er við vorum á leið heim f mat, mælti hann, meir við sjálfan sig en hina: ég skil ekkert f manninum að láta þetta út úr sér. Þetta gæti orðið að áhrfnsorðum. Verkstjórinn ■ ............................

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.