Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Qupperneq 6
SAVALAS 1 Þýzkalandi er hann nefndur „makkalausa ljónid" og 18 milljónir Þjóðverja fylgjast samvizkusam lega með afrekum hans f sjónvarpinu. t Vene- zúela krota unglingar nafn hans á húsveggi, rétt eins og pólitfsk slagorð. Átta milljónir fjölskyldna f Japan horfa á þætti hans og nærri þriðjungur allra Englendinga — drottning- in meðtalin. Og það er sama sagan hvarvetna annars staðar (nema auðvitað á tslandi. — þýö.). Söguhetja vor heitir Theo- crates Kojak fullu nafni. Hann er lögregluforingi f New York. Hann er harður f horn að taka, en velviljaður inni við beinið, slóttugur og einskis manns meðfæri — og bersköllóttur. Maðurinn, sem leikur hann heitir aftur á móti Telly Saval- as. Og Telly Savalas er fysti maðurinn, sem verður alþjóð- leg stórstjarna í sjónvarpinu. Nú hafa margir orðið heimsþ'ekktir t sjónvarpi. Það færist æ f vöxt, að sjónvarpsstöðvar skipti á efni, enda er sjónvarps- dagskráin vfða um lönd orðin mjög svo f jölþjóðlegur grautur. Þau lönd eru t.d. orðin sárafá þar, er sjónvarpsáhorfendur eru ekki gagnkunnugir villta vestrinu bandarfska; margir f Bangkok eru engu sfður að sér um „Bonanza" en sannir Bandarfkjamenn. Áhorfendur f Lenfngrad kunna „Sögu For- syteættarinnar“ jafnvel og fólk f London eða New York. Þrátt fyrir þetta heimsgengi sjón- varps virtist svo til skamms tfma, að sjónvarpsþættir væru einhvern veginn ekki fallnir til þess að skapa stórstirni á borð við þau, sem komu frá Holly- wood. Telly Savalas varð fyrsta stórstjarna sjónvarpsins. Talið er, að fleiri en 100 milljónir manna f rúmum 70 þjóðlöndum fylgist með honum reglulega. Margir láta sér ekki nægja að horfa á hann f sjón- varpinu, en votta honum virð- ingu sfna og aðdáun með greinilegri hætti; þeir ganga f skyrtubolum með mynd hans á bringunni, sjúga seint og snemma sleikipinna slfka, sem hann hefur ævinlega f hendi, og alltaf er hann umkringdur aðdáendum, hvar sem hann fer. Kemst hann nær hvergi ferða sinna á almannafæri fyrir ókunnum, aðgangshörðum aldavinum. „Það er þvf lfkast, að ég sé segulmagnaður", segir hann. „Fólk flykkist svo að mér. En ég hef svo sem gaman af...“ HVERNIG STENDUR A VINSÆLDUM KOJAKS? Um það er erfitt að segja. En hitt er vfst, að vinsældir hans eru ekki bundnar stöðum; þeg- ar hann birtist á skjánum þekk- ir fólk sundurleitustu þjóða þar sinn mann. Opinber starfs- maður f Kafró f Egyptalandi sagði um hann: „Hann er alveg eðlilegur. Manni verður strax Ijóst, að hann er hreinn og beinn Iögregluþjónn“. Kaup- sýslumaður f Tel Aviv f tsrael komst aftur á móti svo að orði: „Kojak er ósvikinn tsraelsmað- ur. Hann kemur þvf f verk, sem'hann ætlar sér og lætur engan tefja sig eða hindra." En ung, japönsk kona kvaðst finna f Kojak þann „fjölskyldusamhug" sem „Austurlandabúum er eiginl- Iegur.“ Savalas sjálfur telur vinsæld- ir Kojaks þvf að þakka, hve hann sé vanalegur; áhorfendur felli sig strax við hann af þvf, að hann lfkist þeim. Þetta sé óvanalegt; flestir þeir, sem leikilögregluþjóna komi þann- ig til dyranna að þeim finnist þeir ekkert eiga sameiginlegt með þeim. En nú er það heldur fátftt, að menn verði heims- frægir af þvf einu að leika al- genga hversdagsmenn.Enda er ástæðan til vinsælda Kojaks Ifklega önnur, en Savalas telur. Hún er trúlega sú, að þegar menn sjá til Savalas og Kojaks finnst þeim að einnig þeir, gætu orðið hetjur — ef aðstæð- ur væru aðrar. Ætli flestir hafi ekki þá hugmynd um hetju- skap, að hann sé f senn stolt, dálftill kjarkur og réttlætis- hugur. Áhorfendum þykir Kojak gæddur öllu þessu og þeir þykjast kannast við þetta Ihjá sjálfum sér. Nú er Kojak hetja — þeir gætu þvf orðiðhetjur Ifka með smáheppni. ÓVANALEGUR LEIKUR VANALEGAN Við skulum setja svo, að Kojak sé alvanalegur maður. Það verður hins vegar ekki sagt um Savalas. Hann heitir Áristoteles Savalas (Telly er stytt úr skfrnarnafninu). For- eldrar hans fluttust til Banda- rfkjanna frá Grikklandi á sfn- um tfma. Telly fæddist f Man- hattan. Fram að þessu hefur hann ekki fengizt til að láta aldur sinn uppi, en hann er svo sem 50—55 ára gamall. Hann ólst upp f Garden City f New York. Cristina, móðir hans, var kjörin Ungfrú Grikkland á heimssýningunni f New York árið 1939 — og var þá fimm barna móðir. Hef ur Telly alla tfð haft hana f miklum heiðri. „Hún er ffnasta stelpa f heim- inum“, sagði hann um hana. Faðir Tellys, Nicholas, var engu sfður frásagnarverður en kona hans. FeriII hans varð hinn fjölbreyttasti áður lauk. Hann var margsinnis stórefnað- ur, en hafði fyrir sið að tapa fénu alltaf áður en það fór að baga hann. Hann lagði gjörva hönd á margt og má nefna veit- ingasölu og verðbréfaviðskipti. „Vlð vorum annað hvort stórrfk eða bláfátæk“, segir Telly. „Það var aldrei meðalhóf f neinu“. Nicholas lézt árið 1948. Christina, kona hans, lifði hann og lifir enn, stórvel gefin kona og skemmtileg, og slyngur list- málari. Hún hefur nú einn um sjötugt. KOMST SEINT A RÉTTA HILLU... Ileimsstyrjöldin skall á um það bil, sem Telly lauk mennta- skólanámi. Hann gekk f herinn. Hann vill sem minnst um her- Framhald á bls. 15 Hann ekur leynilög- reglumanninn KOJAK og ertalin frœg- asta sjönvarpsstjarna í heiminum núna - ení Tslenzka sjönvarpinu hef- urhannekkiséztennþö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.