Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1977, Side 13
Chapel“ var á plötuspilaranum,
en við höfum mikið yndi af klass-
fskri og kirkjulegri tónlist og
gððum jazz.
„Þá fðr ég að einbeita mér að
laginu og sérstaklega að túlkun
söngvarans á textanum**, segir
Hörður.
„Einhvern veginn sköpuðust
þær aðstæður, Ifklega andlegar,
að ég fór að sjá fyrir mér form og
liti. Um leið og lagið var búið,
slökkti ég á plötuspilaranum og
við fórum að tala saman. Þá kom f
ijós að við höfðum orðið fyrir
samskonar áhrifum og við riss-
uðum niður ákveðin form og lit-
ina, grænan, fjólubláan og
orange. Eftir þrjá klukkutfma
vorum við búnir að ákveða að
hef ja verkið og gerðum það.
Sfðan hefur okkur tekist að ná
betri tökum á efninu sem við
vinnum með, en það er
palisander, vengi, hnota,
mahogny og bæsuð fura.
„Við vorum tvö ár með fyrsta
verkið f smfðum en lukum ekki
við spfruna fyrr en að þrem árum
liðnum, enda er mikil vinna f
henni. Okkur telst tii að vinna við
þetta fyrsta (og einfaldasta) verk
hafi tekið 300 klukkutfma fyrir
tvo.
Vinnunni högum við þannig að
fyrst gerum við drög að hugmynd-
unum, venjulega f vatnslit. Sfðan
skerum við partana út f tré, þeir
eru sfðan felldir saman og spón-
lagðir á eftir.
Tvlburamir Haukur og HörSur
HarSarsynir.
Elín
Guðjónsdóttir
Það sem
tíðkast
er í
tízku
Oft hefur mér ofboðið hversu
oft fataverslanir auglýsa vöru
sína. „Tískuvörur og tiskufatn-
að" þótt um gallabuxnabúðir
sé að raeða, eða verslanir sem
selja óvandaða erlenda fjölda-
framleiðslu, en vilja selja sem
mest og þar af teiðandi koma
fötum sínum í tlsku. Hér á landi
dettur aftur á móti ekki nokkr-
um verslunarmanna í hug að
auglýsa kuldaúlpur eða lopa-
peysur sem tlskuflikur, en það
væri þó sannmæli vegna þess
að þessar skjólgóðu fllkur t(8k-
ast hér og eru þar af leiðandi I
tísku.
En það eru ekki kuldaúlpur
eða lopapeysur eða yfirleitt
þessi hagkvæmu Igangsföt,
sem fólk hugsar um þegar tal-
að er um tísku, heldur eitthvað
nýtt, sem verður vinsælt um
tlma, en þokar þá fyrir ein-
hverju öðru nýju, og þegar
hugsað er um hvað sé nýtt þá
beinist hugurinn til Parlsar,
Stúlkur svipaÖar ( klæöaburöi og þessi á myndinni eru mjög áberandi á
götum Parlsar. Snyrtilegar lausar vi8 öfgar og fremar öllu smekklegar a8
velja saman liti. Þessi klæðnaður er frá Bartson's.
hvað sé nýtt I Parls, þessari
gömlu en þó slungu borg tlsk-
unnar.
Hvert hausf, seint I október,
eru haldnar þar sýningar á
þeim fatnaði sem ætlaður er til
notkunar næsta sumar. Tlsku-
teiknarar teikna sem sé sumar-
fötin að sumrinu, en bara ár
fram I tlmavert tlskuhús sem
vill kallast því nafni hefur sinn
ákveða stíl, sem stundum er
mestmegnis fólginn I litasam-
setningum eða efnisvali.
Guðmundur Karl
Hellensk
Stytta
Vitjaðu mln
barmhvlta gyðja
dóttir nætur;
þú týnda hugsjón
liðinnar aldar.
Vatnadlsir
laugið nekt hennar
(drykk Kfsins:
Og lindin
mun endurspegla fegurðina
er marmarinn mýkist;
breytist I hold; bros;
gneistandi augu:
Og léttfætt
mun hún yfirgefa stall sinn
og hverfa inn ( nóttina
til að dansa; hlæja; elska.
III.
Og Ijóð mitt
mun vakna; heillað;
hellenskra nátta
sendir tóna slna
hvetjandi út I húmið;
þar sem hvltur draumur
ber við dimmbláa lind.
IV.
Vektu mig þá
(fyrir ævalöngu)
þú steinhöggna bros
liðinnar aldar.