Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 9
við lýði. í sama streng tóku öll blöðin í Kaupmannahöfn. Gagnrýni blaðanna varð stúdentunum lyftistöng, svo þeir ákváðu að halda flokknum saman. Haustið 1902 réðst kórinn í það stórvirki að halda sjálfstæða tón- leika og fékk sér til aðstoðar konunglegu kammersöngkonuna Ellen Bech, sem þá var talin glæsilegasta söngkona í Dan- mörku. Tónleikarnir voru haldnir i litla salnum í Oddfellowhöllinni og rúmar hann 700 manns í sæti, þá fengu þeir sömu viðtökur, sem áður og nú streymdu beiðnir um aðstoð frá ýmsum menningar- félögum, þar á meðal frá prófessor Joachim Andersen, sem meðal annars stjórnaði hinum svonefndu Palækonsertum, þar sem aðeins var boðið það bezta, sem völ var á, á tónleikasviðinu. Þegar Mylius Erichsen reifaði málið fyrst við stúdentana og þeir létu til leiðast, kom fljótt i ljós að aðeins örfá islenzk lög voru til fyrir karlakór. Eitt eða tvö eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, álíka eftir Árna Thorsteinsson og nokk- ur eftir Sigfús, en ekkert islenzkt þjóðlag fannst i karlakörsútsetn- ingu. Segist-Sigfús út af vand- ræðum hafa farið að raddsetja nokkur þjóðlög, sm hann kunni, Bára blá — Ólafur reið með björgum fram — Hrafninn flýgur um aftaninn o.fl. Þarna er upphaf þess dýrmæta fjársjóðar, sem við eigum af þjóðlögum í raddsetn- ingu Sigfúsar Einarssonar. í umræðum á alþingi 1905 i sambandi við styrkveitingu til Sigfúsar samkvæmt alþingistíö- indum þess árs, kemst Guðmund- ur Björnsson landlæknir svo að orði: „Jú —, við höfum átt marga góða lagasmiði, en Sigfús er eina islenzka söngskáldið. Við eigum urmul af þjóðlögum. En þau hafa legið i öskustónni — þau hafa öll verið talin ljót og leiðinleg. En lokst kemur Sigfús til sögunnar. Hann leysir þjóðlögin úr álögum, reisir þau úr öskustónni — dustar af þeim rýkið, svo að nú sjá allir, að þarna höfum við átt ófágaða gimsteina, dýrindisgripi, sem eng- inn kunni að meta, en nú eru að verða þjóðinni til yndis og ánægju — af því Sigfús hefur fágað þá.“ Þegar Sigfús varð sextugur var Emil Thoroddsen falið að flytja erindi um hann f útvarpið. Segir þar meðal annars: „Það er sögð sú saga um Mózart að hann hafi einu sinni tileinkað Franz Joseph keisara fyrstu Sinfóníu eftir sig og fært honum hana að gjöf. Hátignin ieit á handritið, humm- aði og mælti: „Ósköp eru þetta margar nótur Mozart minn“. Þá hneigði Mozart sig og svaraði: „Nákvæmlega eins margar og þær eiga að vera, yðar hátign“. Emil heldur áfram: „Þessi setning get- ur átt við tónsmíðar Sigfúsar Einarssonar. Vandvirknin við frá- gang þeirra er svo mikil — þær eru fágaðar og slípaðar eins og dýrindisgripur eftir listasmið. Annað atriði, sem einkennir verk Sigfúsar, er látleysið í yfirbragði þeirra, hin eðlilega svikalausa framsetning; hjáróma fjálgleikur eða innantómar aflraunir eiga sér þar hvergi stað, þó skortir Sigfús hvorki kraft né viðkvæmni, hinn óbilandi norræni kraftur lýsir sér einna bezt i laginu Island — og viðkvæmnin i ótal smálögum, sem sum eru hreinar perlur og mörg þeirra allt of lítið kunn, — þar er engum tón ofaukið og ekkert þó látið ósagt. Vorið 1928 var Sigfús skipaður söngmálastjóri á Alþingishátið- inni 1930. Ekki er vafi á því, að til þessa starfs hefur verið valinn færasti maður. Skarpskyggni hans á kjarna viðfangsefna ásamt hljóðlátri yfirvegun til úrlausnar Framhald á bls. 21 læknisskoðun Á árunum 1320-1085 f.kr. ríktu i Egyptalandi faraóar af 19. og 20. konungsætt. Þeir hétu Ramses allir sem einn. Til hægðarauka hafa þeir verið númeraðir frá fyrsta til ellefta manns. Sá annar I röðinni rikti árin 1304 — 1237 f. Kr. Hann hefur verið nefndur Ramses mikli, aðallega vegna mikil- fenglegra bygginga, sem hann lét reisa sér til dýrðar. Byrjaði hann að byggja undir eins, er hann vann sinn fyrsta sigur i orrustu, og hélt áfram út stjórnartfð sfna. Hún varð óvanalega löng, enda skiptu minnismerkin hundruðum. Þetta voru hof prýdd glæstum lágmyndum af hetjudáðum faráós, himingnæfir einstein- ungar, og tröllauknar styttur f mynd karlsins. Voru nafn og sæmdarheiti hans jafnan graf- in á minnisvarðana svo, að ekkert færi á milli mála, og allir þeir, sem varðveitzt hafa eru rækilega merktir honum. Á milli minnismerkja lét Ramses II rcisa borgir og vfgi á landamærum Egyptalands og Lfbýu. A ættarslóðum sín- um f austurhluta landsins lét hann reisa margar hallir. Pi- Ramessu hét hin glæstasta; það þýðir „hús Ramsesar", eins og vænta mátti. 1 17 ár stóð Ramses f ströngu strfði við Ilittfta. Vann hann frægan sigur á þeim við Kadesh árið 1299 f. Kr., og var sigurhrósið meitlað á fiest hof, sem uppi stóðu. Seinna kvæntist Ramses svo konungsdóttur af Hittfta- kyni og samdi þá sátt við Hittíta. Þvf má bæta við, að Ramses II er talinn sá Ramses, er kemur við sögu f 2. Mósebók í Biblfunni; og hafi það verið snemma f hans stjórnartfð, að tsraelsmenn flúðu úr ánauð- inni í Egyptalandi og lögðu f eyðimörkina. Þegar Ramses andaðist var hann smurður og reifaður til geymslu, eins og siður var með Egyptum. Var svo vel um hann búið, að hann hangir enn sam- an — og hefur meira að segja haldið hárinu. Er þetta mesta furða þvf, hann lá lengi falinn f gröf sinni og fannst fyrir mannsaldri, eða nærri þvi. Hefur hann verið tii sýnis upp frá þvf og átt misjafna daga. Til dæmis að nefna voru rakt- ar utan af honum reifarnar og jafnvel var honum stillt upp á endann. En hann hefur tekið þvf öllu með konunglegri still- ingu og aldrei látið bugast. Ramses hefur verið heima- kær um dagana. Hefur hann unað heima f Egyptalandi til skamms tfma — f 3300 ár. A stjórnarárum hans tfðkaðist ekki, að þjóðhöfðingjar væru á kurteisisflandri milli rfkja. Hefur hann hafnað öllum heimboðum fram að þessu og lfka þvf, er Frakkar buðu hon- um f fyrra. Þar kom þó, að hann lét verða af þvf að bregða sér út yfir pollinn. Það kom ekki til af góðu: hann varð að leita sér lækninga. Þannig var, að Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti kom til Egypta- lands og sagði Sadat Egypta- landsforseta það f trúnaði, að franskir vfsindamenn hefðu fundið merki um skaðvæna sveppi, gerla og skorkvikindi á Ramsesi. Sadati varð svo mikið um, að honum hugkvæmdist ekki einu sinni að spyrja hvað Frakkarnir hefðu verið að kássast upp á gamla manninn. Féllst Sadat undir eins á það að Ramses færi til Frakklands, ef það mætti verða til þess að hann heimti heilsu sfna. Og Ramses reisti til P'arísar. En þá byrjaði ballið. Hinir egypzku heimilislæknar Ramsesar urðu sármóðgaðir. Manni getur nú sárnað. Þeir þóttust jafnokar franskra lækna og rúmlega það og kváð- ust auk þess þekkja heilsufar Ramsesar manna bezt þvf, að þeir hefðu stundað hann alla sfna læknisævi. Sögðu þeir, að ekkert amaði að honum, nema hvað hann væri tábrotinn. Reis af þessu mikil úlfúð á báða bóga. Egyptarnir hafa ekki staðið einir f þrætu þessari: Banda- rfkjamenn hafa lagt þeim lið sitt, einkum James nokkur Harris f Michiganháskóla. Harris leggur stund á vfsinda- grein, sem lfklega verður seint gerð að skyldugrein f skólum: hann er sérfróður um smyrl- Ramses II í ingatennur. Hefur hann sakað Frakkana um fals og pretti f málinu og segir þá hafa narrað Ramses til Parfsar undir fölsku yfirskini. Þeir fyrir sitt leyti eru hinir hortugustu og segja Egyptana og Bandaríkja- mennina bara öfundsjúka af þvf, að franskir vfsindamenn einir kunni svo vel til verka, að þeir geti gefið Ramsesi heilsuna, „varið hann skemmdum og tryggt honum eilfft lff“. Þykir þetta all- borginmannlega mælt og telja sumir, að Frakkarnir hafi lof- að þarna upp f ermar sér. Sfðustu fregnir herma, að Frakkarnir hafi bætt gráu of- an á svart. Gerðust þeir svo djarfir að segja, að veikindi Ramsesar væru öll Banda- rfkjamönnum að kenna. Þeir hefðu gegnumlýst hann og röntgengeislarnir farið svona f hann. Urðu Bandarfkjamenn og Egyptar orðlausir við þessa ósvffni. En Ramses sjálfur hefur færzt undan þvf að taka afstöðu til málsins. Ramses II f læknisskoðun f Musée de l’Homme f Parfs. Franskir vfsindamenn segja hann haldinn sveppum, gerl- um og skorkvikindum. Egypzkir vfsindamenn segja hins vegar ekkert að Ramsesi nema hann sé tábrotinn...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.