Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 6
Þegar ég var á barnsaldri, hugsaði ég oft um það, hvað væri á bak við Mælifellshnjúkinn, þennan himingnæfandi fjallstind, t vestur norð- vesturfrá bænum, þar sem ég ólst upp. Ég hugsaði mérað þar væri hafsauga, endimörk heimsins dularfull og óræð. Þegar ég var 1 0 ára gamall haustið 1915 fór ég ! fyrsta sinn ríðandi vestur að Stafnsrétt og sá hvað var á bak við Hnjúkinn, það var ekki hafsauga heldur fjöll og dalir: Mælifellsdalur og Kálfadalir, Reykjafjall og Kiðaskarð. Ég vissi að vísu áður að hafsauga var ekki á bak við Mælifells- hnjúkinn, en ! norðri fannst mérað það hlyti að vera, af því að hafið var í norður frá Króknum. Það var líka mikil opinberun fyrir mig þegar ég sá landið á bak við fjöllin í suðvestri: Vatnafellið og írafellsbunguna. Það var í maímánuði vorið 191 5 að ég fór í stóðrekstur suður í Guðlaugs- tungur i fyrsta sinn. Það er löng leið, sólarhrings- ferð. Útsýn til jökla í suðri af flatlendi Eyvindarstaða varð mér ógleymanleg. Þaðvoru: Hofsjökull, Kerlingarfjöll, Hrútfelliðog Langjökull. Mest varð ég hrifinn af Hrútfellinu i þessu tröllaukna stapa- felli, með jökulskalla hiðefra og skriðjökulstungur niður í brattar hliðar, það sýndist vera nærri sér úr Guðlaugstungum, en var langt í burtu og gnæfði yfirfellin á Kili og tungumyndað Kjalhraunið, þar sem Strýtur bera hæzt. Þá þegar dreymdi mig um að sjá og skoða landið sunnan jökla og ekki alllöngu síðar rættist sá draumur. Þegar ég var 1 5 ára vorið 1 920 fluttist ég að Mælifelli og var þar í 5 ár. Þá var séra Tryggvi Kvaran orðinn prestur þar. Kona hans var Anna dóttir Gríms Thorarensen bónda á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Frú Anna vargæðakona, vinsæl og vel virt af öllum, sem kynntust henni. Heimilishald hennar var með miklum myndarbrag og þar þurfti mikils með þvi heimilisfólk var margt, gestkvæmt mjög og gestrisni mikil. Frú Anna vann mikið sjálf, gekk að hverju sem var og hlýfði sér hvergi, kunni vel til verka, Hún mun hafa verið á Kvenna- skólanum i Reykjavík og siðar í Kaupmannahöfn. Þessi prestfrú á Mælifelli var prúðmannleg i framgöngu og viðmóti, skipti ekki skapi svo tekið væri eftir, yfirlætislaus og vildi hverjum manni gott gera . Séra Tryggvi Kvaran var prestur á Mælifelli alla prestskpartíð sina frá 1918 til dánar- dægurs árið 1 940. Hann var gáfumaður mikill og skáldmæltur vel. Hann færði svo mikla persónu, að eftir honum var tekið, hvar sem hann fór, en ölkær um of, eins og Sigurður á Nautabúi komst aðorði I minningargrein um hann. Vorið og sumarið 1 923 var byggð brú á Jökuls- á-vestari hjá Goðdölum. Þar hafði verið timburbrú áður frá 1 896, en fúnað og fokið þegar árin liðu. Hin nýja brú var stálbitabrú með sperrusniði eins og þá tíðkaðist. Þessi brú hefur gert sitt gagn í hálfa öld, en nú er hún hætt að fullnægja umferðinni. Jarðýtur komast ekki þar yfir og nú i sumar var brúnni ekki treyst til að bera malarbila, sem voru 24 tonn að þyngd. Brúin er 1 8 metrar að lengd milli stöðla. Efnið í brúna var flutt frá Sauðárkróki um vorið. Það kom ekki nógu snemma til þess að hægt væri að flytja það á sleðum eftir ísnum. Indriði Magnússon bóndi á Hömrum sá um flutning á efninu, sem var flutt á hestvögnum og mjög erfitt í aurbleytu á vori yfir gilskorninga og brekkur. Tveir smiðir úr Reykjavík unnu við brúarsmíðina: Einar Bjarnason yfirsmiður og Guðmundur Guðmunds- son. Snemma um vorið var Guðmundur Stefáns- son bóndi á Lýtingsstöðum verkstjóri í vegavinnu með flokk manna, sem voru flestir bændur i sveitinni. Guðmundur var beðinn að lána menn úr vinnuflokki sínum að brúarbyggingunni, en neit- aði því nema vinnuflokkurinn yrði allur tekinn í brúarvinnuna og það varð. Bændur í Vesturdal, sem næstir voru vinnustað voru ekki í vinnuflokki Guðmundar, og fengu þvi ekki vinnu við brúna og þótti súrt i broti, því þessi vinna var borguð með beinhörðum peningum úr rikissjóði og kaupið var ein króna á tímann. Guðmundurá Lýtingsstöðum varstórbóndi og smiður og nágranni hans Ingólfur Daníelsson bóndi i Efra-Lýtingsstaðakoti var líka smiður og smíðaði bæði tré og járn. Þeir Guðmundur og Ingólfur unnu mikið saman við smíðar, smíðuðu hús og allar líkkistur, sem þörf var fyrir í sveitinni. Ingólfur var eldsmiður við brúarbygginguna og þar var eldur uppi allan timann, sem brúarsmiðin stóð yfir, en það var ekki „hinn eilífi eldur", heldur kolaeldur. Athafnasvæði við brúarsmíðina var vestan árinnar á litlu plássi undir bröttum malar- kömbum og þar var eldsmiðja Ingólfs. Stálbolta sem brúin var negld saman með varð að hita svo sauð á endum og hafa siðan hröð handtök að koma þeim á sinn stað og hnoða eða hnykkja meðan suða var á. Brúarsmíðinni var lokið 1 5 vikur af sumri og sumir einyrkjabændur, sem voru I brúarvinnunni byrjuðu ekki að slá fyrr en hálfum mánuði seinna, en aðrir til þess að geta stundað vinnuna, en það gerði ekki mikið til, þvi töðuþurrkur var enginn á þessu sumri. Ákveðið var að hafa samkomu, brúarvígslu, sunnudaginn 5. ágúst sem var 1 6. sunnudagur i sumri og mun það hafa verið fyrsta samkoma þeirrar tegundar hér i sveit. Á þessu ári voru engir bílar til í Skagafirði, þeir komu ekki norður fyrr en þrem árum síðar 1 926. Þessvegna var það að séra Tryggvi tók að sér að flytja brúarsmiðina Einar og Guðmund á hestum suður Kjöl, að Ölfusárbrú, en bilar gengu þó austur yfir fjall frá Reykjavík Séra Tryggvi þurfti að hafa aðstoðarmann i þessa ferð — hestasvein. Þetta sumar var piltur á Mælifelli, Ástvaldur Eydal Kristinsson. Hann var alinn upp i sveitinni en kominn í skóla: gekk menntaveginn og stundaði síðar háskólanám í náttúrufræði. Nú var um það að ræða, hvor okkar Eydals fengi að fara þessa langferð með prestinum. Það var siðan ákveðið að eg fengi að fara og gerði það gæfumuninn, að faðir minn, sem þá var á Mælifelli átti tvö hross, sem hann vildi lána í ferðina, ef eg færi. Þegar eg var á Mælifelli var það löngum mitt starf að fara kaupstaðarferðir með hest og kerru. Á þessum árum voru hestaferðir að leggjast niður, en kerrur og vagnar komu í staðinri fyrir bagga- hesta. Ef vegurinn var ekki þvi verri, voru hafðir fjórir hestburðirá kerru eða vagni og mátti það ekki meira vera á blautum vegi yfir gilskorninga og brekkur. Frá Mælifelli eru um 40 km. út á Krók og var það 1 0 tima ferð með hest og kerru með fullu æki. Kerruhestarnir fundu það upp að vera þungir í taumi og stíga stutt og hraðinn varð þvi ekki nema 4 km. á klukkutíma. Baggahestar i lest stigu þriðjungi hraðar og hestagangur gat þvi orðið allt að 6 km. á klukkustund hjá lagnum hestamönn- um, án þess að hestarnir brokkuðu. Það var kallað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.