Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 24
B6 FORMR ÖLÓÐ/R, 06 5A þ'fl fl£> ROMIÐ VAR B'l-4 - 5TÆÐI þflR £S-M P/Z-ZU-B’AR/NR 5 TÓP TINU 5/AIA/I. ÉG HATÐ! ASTÍÞ BOP/Þ 1//N5TÚLK- UM MÍNUM BG K'JNNT- /6T l/AA/þflKKl/tT/ HBtMS/NS ry/zSTA P/ZIU-BARNUM HANS MACPIAUBUIS í BROONLpN. þAR 1/flR HÆGT AÐ FÁ P/TXU TyRlP SlOO k'R., 2SOKR 06 /0O KR. A/ACWAl/FJ-U , 6TKKÁ M/LU BORÐANNA 06REVND! flÐBUA T/L P/ZTU ÚR LF/FUNUM ' EFT/R ABRA GpST! UNU S/NNI BAUÐ B6 pflNéAP STÚLKU ,06 /CAKflN t'AR Í7HLUTUM, SBM þýPP' 3 'A MANN A6 BINN AUKA. þBTTfl 1/flR MTÖ6 BRF/TT, þi/i ÉG l/AR MTÖ6 SKOT- /NN ÍHBNN/ ól/O BG LOKS ’AK/AÐ Ad 6BFA HBNNI AUKAB/TANN. TJÓRUM ’ARUM öB/NNfl,þB6AR B6 BAP HBNNAK, HRys6- BNAUTHÚN M/6- 06 þBOAK BG MINNTI HANA 'A AUKA- BITANKJ, þÓTnsr HÚN HAFA v,_/, ÓÍByMT HONUM- Dómkirkjan Framhald af bls. 5 eiga sóknarnefnd og prestarnir miklar þakkir skyldar fyrir þaö og allt. sem þeir hafa gert, til þess að tryggja rétt skilyrði i kirkjunni og rétt ástand innanstokksmuna hennar“. „Er ástandið í Dómkrikjunni einsdæmi hérlendis?" „Nei, því miður. Alvarlegar skemmdir svipaðs eðlis má lika sjá með eigin augum í Þjóðminja- safninu og i kirkjujn og byggða- söfnum um land allt, þar sem sögulegar minjar eru geymdar. Fyrir hendi er næg vitneskja til að sanna, að munir úr tré, striga, pappir og leðri, svo dæmi séu nefnd, sem taldir eru vera í öruggri vörzlu, eiga i rauninni sifellt yfirvofandi hægfara en óumflýjanlegar skemmdir. Þegar gamlar Ijósmyndir eru bornar saman við nýjar myndir af þessum munum, leiða þær greini- lega í ljós geigvænlegar breyting- ar, sem átt hafa sér stað. Það er alkunna að þegar hlutir af lífræn- um uppruna eru annað hvort ofurseldir áhrifum þurrks eða raka, eða sifelldum umskiptum þessara áhrifa, þá bregðast þeir við slíkum áhrifum með þvi að skreppa saman, þenjast úl, verp- ast eða springa. Og sé yfirboð þeirra málað, er einungis tíma- spursmál hvenær málningarlagið flagnar af hinum iðandi undir- stöðum. Altaristöflur eða málverk á tré- spjöld eru einatt hengd beint á útveggi, sem eru ekki vel ein- angraðir, þar sem þau -eru ofur- seld hitabreytingum veðurfars og árstiða og verða endanlega ofan- greindum skemmdum að bráð. Aðrar skemmdir eiga upptök sin i velmeintum fyrirætlunum um að verja olíumálverk með því að loka þeim að aftan og glerja að framan. Þetta kemur vitanlega í veg fyrir eðlilega loftrás og skap- ar ákjósanleg skilyrði fyrir þróun myglu með öllum þeim skemmd- um, sem henni eru samfara. Þetta eru fáein þeirra fjölmörgu dæma sem nefna mætti, án þess að farið sé út i þá ógæfu sem mæðir á myndprenti, teikningum og vatns- litamyndum." „Hvað er til bragðs að taka?“ „Fólk, sem hefur sögulegar minjar í sinni vörzlu þarf að fá vitneskju um einfaldar varnar- aðgerðir og hvernig þekkja megi fyrstu hrörnunareinkenni, þann- ig að komizt verði hjá meiri háttar viðgerðum siðar meir. í þessu sambandi gæti það orðið nokkur hjálp, að þeir, sem fylgjast með minjum, sem eru í hættu staddar, semdu á tveggja ára fresti ástandslýsingar sem bærust ábyrgum embættismönnum. Brýnast af öllu væri að koma upp raka og hitastillitækjum I Þjóðminjasafninu svo að hægt verði að halda uppi réttum og stöðugum skilyrðum. Kannske er kominn tími til að yfirvega í al- vöru möguleika á hentugri, nýrri byggingu, sem væri sérstaklega hönnuð til að geyma og varðveita listmuni þjóðarinnar, og hefði nægilegt húsrými til að sýna for- tið þjóðarinnar með árangursrik- ari hætti en nú á sér stað. Þvi miður er ekki enn til neitt safn hér, sem uppfyllir þær kröf- ur sem gerðar eru til safns í nútíðarmerkingu orðsins. Til þess er dapurlegt að vita, að ein nýj- asta byggingin sem reist hefur verið til að sýna listaverk, er búin tækjum til að stilla hita og raka en þar er ekki hægt að hagnýta þau eins og til var ætlast vegna rangra hugmynda um hönnun byggingarinnar, þannig að bún- aðurinn liggur niðri i kjallara eins og dauður fill. Ekkert erlent safn með snefil af sjálfsvirðingu mundi Iána veigamikil listaverk til safna sem geta ekki tryggt við- l'tgcfaixli: II.f. Arvakur. Rcykjavfk Kramk\.slj.: IlaraldurSvrinssun Rilstjórar: IVIatthías Johanncssen Styrinir (íunnarsson Ritstj.fltr.: (ílsli Sij,’urðsson Au«l.vsinnar: Arni (iarðar Kristínsson Ritstjórn: Aðalstræti « Simi 10100 unandi aðstæður. Ef slikt tillit er tekið til safngripa annars staðar, hvers vegna ættu þá innlendir gripir að verðskulda minni um- hyggju? Sú ábyrgð hvilir á ykkur að sýna meiri umhyggju. Þið standið i þeirri skuld við ykkur sjálf, niðja ykkar og ekki sist for- feðurna, sem hafa falið ykkur arf- leifð sína til varðveizlu." Suður Kjöl 1923 Framhald af bls. 22. Tungufelli. Þegar kom að því, að búa um rúmin sagði húsfreyja í kuldalegum tón: „Samferða- mennirnir vekja hann". Næsta dag, laugardag, lögðum víð upp frá Tungufelli. Séra Tryggvi mun hafa borgað hús- freyju vel fyrir veittan beina. Einn þeirra Tungu- fellsbræðra, sem heima voru, hét Filipus, síðar bóndi I Háholti. Séra Tryggvi réði hann til að fylgja okkur og fór hann með okkur norður í Gránunes og þar með fengum við miklu betri veg, en á leið suður. Filipus sagði mér löngu síðar, að hann hefði farið heim um nóttina og riðið hart. Úr Gránunesi fórum við eftir gamla veginum yfir Kjalhraun og að Seyðisá. Þá var komið miðnætti og héldum við þar kyrru fyrir í fjóra tíma, veður var ágætt og urðu menn og hestar hvíldinni fegnir. Það passaði nokkuð, að við sváfum i mjúku grasinu við Seyðisárrétt, meðan skuggsýnt var. Það hafði farið skeifa urtdan framfæti á Blesu, mínu ágæta reiðhrossi, en merarskömmin var köld í skapi og beit mig í lærið, þegar ég hélt uppi fætinum. Séra Tryggvi keypti nesti af Guðmundu Níel- sen, sem hélt Tryggvaskála. Það voru 1 5 brauð- sneiðar smurðar með einhverju áleggi og kostaði eina krónu sneiðin, sem már þótti óguðlega dýrt, en gott var að neyta þessa brauðs á leiðinni Við munum hafa lagt af stað frá Seyðisá um kl. 4 árdegis og segir ekki af ferð okkar nema að hestarnir vissu áttina og voru viljugir og Þórður úrsm gartaði um eymsli i lærum. Veður var ágætt, sólskin þegar kom framundir hádegi. Við Mos- hólagil á Mælifellsdal opnast útsýn yfir Skaga- fjörð, yfir Hólminn og Hegranes, eyjar og sund. Við komum heim að Mælifelli laust eftir hádegi, sunnudag 1 2. ágúst. Það var gott að vera kominn heim, en þessi ferð var mikil opinberun fyrir mig. Ég hafði ferðast um og skoðað landið sunnan jökla, sem ég hafði svo oft hugsað um og ég veit ekki, hvort Kólumbus hefur verið glaðari i hjarta, þegar hann stóðá strönd Ameríku. í janúar 1977. Björn Egilsson Sveinsstöðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.