Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 7
stendur „græjufólkið" í marga tuga metra langri biðröð (biðin getur farið upp f hálftíma) til þess svo að renna sér niður í ferð, sem tekur 2—3 mfnutur. En fúslega kyngdi ég heimsku minni, þegar ég fékk þá skýringu á stað- setningu lyftanna, að þarna héldist snjór lengst frameftir vori. Ég byrjaði minn skíða- feril á þessum slóðum í „Samkvæmisbrekkunni". Þar hittast mjög margir bæði þeir, sem koma ofan úr hæstu hæðum „Djörfu- brekku", þeir, sem renna sér I „Samkvæmisbrekku" svo og þeir, sem stunda skíðagöngur eða einungis fótgöngur. Oft er kátt f „Samkvæmisbrekku". Þar hittast gamlir vinir, sem ekki hafa sézt svo árum skiptir f einangruninni f Reykjavfk. En þar sem kjarkur minn jókst undarlega Iftið með tfmanum og ég var sffellt hrædd um að „stfma" á annað fólk eða það á mig þarna f fjölmenninu, gaf ég allt brekkurennsli upp á bátinn. Ég fór að voga mér lengra og lengra inn á „ Bankastjórabringur", þangað sem merkta göngubrautin liggur, þó að enn hafi ég ekki komizt alla leið upp á „Suðurhæð- ir", þar sem ég sé fjarlæg- ustu merkjaflöggin bera við loft. En ég uni mér alveg yndislega þarna inni á „Sunnuflötum" undir „Sólarhlíðum" og f „Sælu- dal", þar sem sólskinið hefur svo oft glitrað á fönninni þennan milda vet- ur, Esjan og önnur „smá- fjöll" liggja sem næst fyrir fótum manns og vfðáttan og kyrrðin hafa orðið þess valdandi, að mér finnst ég eiga að minnsta kosti hálf- an heiminn. Anna Marfa Þórisdóttir. Halldór Pétursson var meðal þeirra myndlistarmanna fslenzkra, sem blöSin — og þar á meðal Lesbókin — leituSu til. Hann var einn af fáum, sem gat teiknaS hvað sem uppá kom og gert það svo að segja á stundinni. Hann myndskreytti hin sundurleitustu efni og f þeirri erfiSu list aS ná fullkomlega andlitssvip meS örfáum strikum, var hann ókrýndur fslandsmeistari. Meðal verka hans, sem f seinni tíð vöktu sérstaka athygli, voru teikningarnar frá heimsmeistaraeinvlginu f skák. Lesbókin minnist Halldórs Péturssonar með virðingu og þakklæti með meðfylgjandi Ijóði og einni af teikningum hans af þeim Spasski og Fischer. Orn Snorrason Og svo er það hjartað, hjartað f brjóstinu. Heimur og skynsemi segja: — Endilega þetta, alls ekki hitt. annars muntu deyja! En veikt er hjarta og hlýtt, og hlýjast það veika. Er dauðinn Iff eða Iffið dauði? En nú er þér ekki spurn. — Þú veizt. Einn kynntist öðrum á ævi seint. Það marraði f arni mannlegrar glettni. Ég harma enn að hafa ekki fyrr Halldór að vini eignazt. Sú breiða vfk varð á milli Og öll kurl komust aldrei til grafar. Snauðust alls eru orð, sem enginn heyrir, rétt eins og von, sem vissa rekur á dyr. En sé eitthvert efra Iff ég sé þig f huga. Þú heldur á blýanti, — búinn að teikna Pétur. Hlýr er húmor f augum, heilsan skfnandi. Þá verður haustið vor og vetur sumri betri. Brosandi dæmdi hann vægt veika og seka. Hreinskiptinn sjálfur, hugði aðra Ifka sér. Viðhlæjendur vildi sfzt sjá. Vinur heill vinum. Hafði fð orð um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.