Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 8
Mynd á korti, sem SoroptomstakluDOur Keflavfkur gaf út. Konumynd eftir Höllu Haraldsdóttur. Halia Haraldsdóttir. MYNDLIST Höllu Haraldsdóttur boðið til Linnich og verk eftir hana unnið hjá hinum víðkunnu Oidtmann-bræðrum Nýlega var frá því greint í þýzka blaðinu Jiilicher Nach- richten, að hið kunna listfyrir- tæki Oidtmann-bræðra í Linnich í Þýzkaiandi hefði unnið í stein verk eftir íslenzkan listmálara, Höllu Haraldsdóttur, sem þá dvaldi í Linnich í boði fyrirtækis- ins. Gerði fyrirtækið tvær myndir eftir sömu frummyndinni. Önnur fór á einkasafn í Þýzkalandi en hin var seld tii Isiands. í grein hins þýzka blaðs, sem ber fyrirsögnina „Betri samskipti við ísland", er m.a. greint frá jólamerkjum, sem gefin vóru út í Þýzkalandi, með myndum úr steindum gluggum úr Þjóðminja- safninu í Reykjavík. Þær myndir vóru unnar eftir teikningum Nínu heitinnar Tryggvadótlur, og minnir blaðið á fyrri skrif um listaverk úr steindu gleri og mósa- ik í opinberum byggingum í höfuðborg íslands. Þá er fjallað um verkefni Oidtmann- fyrirtækisins eftir teikningum Svövu Björnsdóttur „ungrar lista- konu, sem fetar í fótspor Gerðar Helgadóttur í list sinni. Gerður lézt fyrir skömmu. Hún var jafn- kunn í Linnich sem í ættlandi sínu“, segir blaðið. Þá er fjallað um samskipti Höllu Haraldsdótt- ur við fyrirtæki Oidtmanns- Framhald á bis. 14 Skilningurá bókmenntalegu eða myndrænu listaverki fæst sjaldan eða aldrei af orði eða mynd sitt i hvoru lagi. Orðið í líkingu myndar, myndin sem orð — þar eru þeir aðiljar í órofa samleik, sem efla mönnum unaðaf list. Þessvegna er náttúrlegt og vel tilfundið að láta rithöfund og listamann gera félags- bú á blöðum einnar myndabókar og skilja eftir för sín hlið við hlið á sama pappirnum. Steinprentuð útgáfa Sögunnar af brauðinu dýra var gerð í Sviss á árunum 1969—72 af Halldóri Laxness i samvinnu við danska listamanninn Asger Jorn að tilhlut- un Franz Larese sem rekur sýningarsali, forlag og listprent í Sankt Gallen. Þessi texti var ritaður beint á stein, en hann varð seinna miðþyngdarstaður í skaldsögunni Innansveitarkroniku. Spássiukrot, lýsingar og aðrar fylgimyndir Asgers Jorns, svo sem steinprentin sjö, urðu til á næstu misserum; hinum steinprentaða skriftexta var snarað á þýsku jafnframt, og auk þess gerð grammófónsplata eftir v lestri höfundará sögunni og stungið inni bókarspjöldin; og er það öll bókin. Erker-Galerie & Verlag gaf siðan út 195 eintök af bókinni árituð og tölusett. (NB Innansveitarkronika sjálf kom út i hedd hjá þessu forlagi árið sem leið, 1976, undir titlinum Kirchspielchronik). A tvær minnisútgáfur forlagsins um vini þess og skjólstæðinga, og hér liggja frammi, hafa þessir rit- höfundar lagt gjörva hönd: Pound, lonesco, Frisch Heidegger, Cassou, Junger, Huchel, Schmied, Laxness Mitscherlich-hjónin, en auk þess af halfu myndlistarmanna Hartung, Tobey, Tapies, Lam, Dorazio, Jorn, Santomaso, Bergman, Stadler, Bill, Wotruba, Rickey og Heiliger. Þessar útgáfur voru prentaðar 1972 — 74, í 200 eintökum hvor, árituðum og tölusettum. Það er alkunna að vinnuvöndun svissneskra handiðnaðarmanna á þessu sviði hefur gert þá að for- gangsmönnum í heiminum. Prent- list af þessu tagi veitir fagur- skygnum mönnum margfalda ánægju á mörgum sviðum í senn; sist furða þó þessi dýra vinna sé eftirsótt af listsöfnurum um allan heim. Ánægjan sem svona safn- gripir eru liklegir til að veita ekki aðeins bundin undirfurðulegum fleygrúnum skálds og listamanns, heldur beinist athygli skoðandans einnig að snild, dómgreind og smekk hinna sérfróðu handverks- manna, pappírsmeistara, bókþrykkjara og útgefenda sem hér lögðu hönd að verki. Frank Ponzi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.