Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 13
gerir það málið erfiðara viðfangs, að engin regluleg kínversk spil hafa komið f leitirnar eldri en frá 18. öld. Mjög einkennandi fyrir spil frá Kóreu og Kína er hvað þau eru mjó og oft lítil. I báðum löndun- um eru notaðir mjóir kartonrenn- ingar 1—3,5 cm á breidd og 4—20 cm á lengd. Sortamerkin Hér á landi er oft talað um lit i spilum og að fylgja lit. Er þá átt við hinar fjórar mismunandi sort- ir spilanna. Raunar er hér aðeins um tvo liti að ræða, rauðan og svartan. ÍJr algengustu þýsku spilunum mundu fæstir Islend- ingar þekkja nema kannske eina sort svona fyrst I stað og varla nokkra sort í ítölskum og spænsk- um spilum. Hvaðþáumindverska pakka og sumt enn ólikara? Tákn- in á spilunum, sortamerki eru þráfaldlega prentuð í mörgum lit- um þar sem t.d. svart er jafnvel minnst áberandi litur. Að tala um lit I spilum svona almennt, nær þess vegna alls ekki'því sem hér er um að ræða. Miklu heppilegra virðist að kalla þetta sortir og táknin sem á spilunum eru, þá sortamerki. Litirnir geta sem sagt verið næstum þeir sömu í mörg- um sortum, t.d. i átta sorta spil- um. En merkin eða táknin eru ólik. í Evrópu eru nú a.m.k. fimm allólikar gerðir af sortamerkjum, sem langmest eru notaðar og hef- ur svo verið um langan aldur. Raunar hefur oft verið reynt að breyta til en árangurslaust. Hinar gömlu viðteknu gerðir halda velli með litlum breytingum. Einnig er röðun eða uppsetning sorta- merkjanna oft breytt, en það er þó fremur gert í auglýsingskyni heldur en til að þóknast spila- mönnum. öll slík spil hverfa líka fljótt af markaði eða koma jafn- vel aldrei i búðir. Til glöggvunar set ég hér skrá yfi nöfn á sortamerkjum spilanna i sjö löndum og enda á islandi. Ilalla Coppe Bastoni Danari Spade Spánn Copas Bastos Oros Espadas Svlss Schllden Blumen Schellen Elcheln Þýskaland Herzen Laub Schellen Eicheln Frakkland Ccurs Tréfles Carreaux Piques England Hearts Clubs Diamonds Spades Island HJarta Lauf Tlgull Spaði Eins og áður er getið eru nú 5 gerðir af sortamerkjum i Evrópu, en þær eru: sú ftaslska, sú spænska, sú þýska, sú svissneska og sú franska, sem notuð er bæði hér á landi Norðurlöndunum, Englandi og mjög víða annars staðar. Ef við drögum þetta sam- an má vel segja að aðalsortirnar séu einungis þrjár: Sú spænsk- ftalska, sú þýzk-svissneska og franska gerðin. Spade (flt.) þýðir sverð, sama er með spænska orðið espadas. ítalska orðið bastoni (á spænsku bastos) þýðir kylfa. Sömu merk- ingu hefur enska orðið club sem er sama og kylfa eða barefli. Ein- kennilegt er að Englendingar skyldu ekki kalla laufið sama nafni og Frakkar, tréfles. Tréfles þýðir smári eða smáralauf. Sama má raunar segja um tigulinn. Frakkar kalla hann tígulstein (carreaux). Englendingar segja diamonds, sem þýðir gimsteinar. Um þetta mætti fleira segja. Það þykir líklegt að þessar venjulegu fjórar sortir séu hugs- aðar sem tákn fyrir hinar helstu fjórar stéttir þjóðfélagsins eins og þær voru á miðöldum, nefnilega klerkastétt (bikarar, hjarta), her- menn (spaði), kaupmenn (pen- ingar, tigull) og bændastétt (kylf- ur, lauf). En hvort þetta er nú svona eða ekki, þá virðist það vel geta verið og þá skýrist einnig f eðlilegt samband milli sortanna i -'ppruna þeirra. Tarok Um tarokspilin hefur mikið ver- ið skrifað. Sá sem talið er að hafi rannsakað þau best er franskur maður, Court de Gebelin. Rit hans Le Jeu de Tarots kom út i París árið 1781. Sitt á hvað var talið að spilin hafi borist til Fen- eyja frá íran eða Arabíu en de Gebelin er talinn hafa sannað að þau séu upprunnin í Egyptalandi. Hefur hann fært lfkur fyrir þvf að táknmyndir þeirra eigi sér rætur í egypskri goðafræði. En þrátt fyrir það eru þau talin einna erfiðust viðfangs f allri sögu spilanna, þ.e.a.s. táknmynd- irnar. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þau, þar sem táknin eru ýmist lofuð eða löstuð. Vilja sumir segja að þau séu aðeins skrumtæki spámennskunnar, en aðrir að þau séu einn af þremur leyndardómum veraldarinnar ásamt biblíunni og pýramidanum mikla. Ekkert minna. Það er raunar áreiðanlegt að trompspil sem eru með þessum gömlu táknmyndum hafa m.a. verið höfð til spádóma. Einnig er liklegt að þau hafi verið notuð I sambandi við dulspeki miðalda. Og næsta ólfklegt er að sá sem upphaflega gerði myndirnar hafi teiknað þær út í loftið. Miklu sennilegra er að þær byggist á einhverjum menningararfi. Skýr- ingar á myndunum eru stundum mjög ýtarlegar eða langdregar og jafnvel hástemmdar. Til eru radd- ir um að tarokspilin séu ekki kom- in frá Egyptalandi heldur löngu seinna til komin og fundin upp á Norður-ltaliu. Þótt trompspilin (tarokspilin) séu 22 er venjan sú, að Le Mat sé án númers, stundum þó með 0-22 en hin eru með hlaupandi númeri 1—21, oftast rómverskum tölum. Er talið að þau séu margfeldi af 7, en sjö var hin leyndardómsfulla tala, a.m.k í nálægum Austurlönd- um. Þegar tarokspilin voru sam- einuð 52ja spila pakkanum, hefur verið nauðsynlegt að bæta 4 spil- um i pakkann einhverra hluta vegna, en í þessum tarok-pökkum eru 56 spil og auk þeirra trompsil- in sem eins konar fimmta sort. Spilið, sem bætt var í, er riddari i öllum sortum. Fæst þannig marg- feldi af sjö en það er sagt að spilið hafi verið byggt á flóknum regl- um í sambandi við margfeldi af þeirri tölu. Nöfnin á trompspilunum eru venjulega þessi: Le Mat —fíflið (skúsinn) 1. Le bateleur — sjónhverfingamaðurinn 2. La papesse — kvenpáfinn 3. L’imperatriee — keisaradrottningin 4. L’empereur — keisarinn 5. Le pape — páfinn 6. L’amoureux — ástin 7. Le chariot — vagninn 8. La justice — réttlætið 9. L'ermite — einsetumaðurinn 10. La roue de fortune — hamingjuhjólið 11. La force — krafturinn 12. Le pendu — hangandi 13. (oftast nafnlaust) — dauðinn 14. La tempérance — hófsemin 15. Le diable — djöfullinn 16. La maison Dieu — hús Drottins 17. L’estoile — stjarnan 18. La lune — máninn 19. Le soleil — sólin 20. Le jugement — dómurinn 21. Le monde — jörðin Spænsk spil og portúgölsk Þessi tvö lönd eru nefnd sam- tímis þegar rætt er um spil og .pilagerðir. Talsvert hefur verið skrifað um tilkomu hinnar þjóð- legu spænsku spilagerðar og yrði langt mál að rekja það að nokkru ráði. ítalskur höfundur í Flórens skrifar snemma á 18. öld að mjög lfklegt megi telja að Márar hafi fyrstir komið með spil til Spánar, eins og manntaflið. Hinar ara- bisku þjóðir sem ýmist eru kallað- ar Márar eða Serkir, lögðu undir sig mörg lönd i vestanverðri Asiu og N.-Afriku snemma á öldum. A 7. öld voru Arabar farnir að þreifa fyrir sér á hafinu og árið 832 höfðu þeir t.d. náð algerum yfirráðum á Sikiley. Til Spánar komu þeir árið 710 og eitthvað 20 árum siðar náðu þeir fótfestu í S.-Frakklandi. Þeir voru til og frá á Italiu þar til á 10. öld, en lengst voru þeir á S.-Spáni eða allt til 1492, þar sem áhrifa þeirra gætti mjög mikið. Sagt er að þeir hafi verið miklu glaðlyndara fólk en Evrópuþjóðirnar. Og með þeim er talið að ýmsar visindagreinar taki að blómgast I Evrópu, einkum i stærðfræði og náttúrufræði líka taflmennsku. 1 frönsku riti sem út kom i Lyon 1757 og svo öðru riti einnig frönsku, Paris 1780, sem bæði eru um uppruna og sögu spilanna, er þvi haldið fram, að þau hafi fyrst borist til Spánar en ekki Italiu og þá með Aröbum. Sagt er að i 1001 nótt sé þó hvergi minnst á spil en talið að það mundi áreiðanlega hafa verið gert ef þau hefðu þá yfirleitt þekkst. Alitið er að sögurnar í 1001 nótt séu skráðar á 12:—14. öld. I skrá um spil i British Museum eftir Mr. Willshire 1878, heldur hann þvi fram I formála að spil séu upprunnin i Evrópu. Engin spönsk spil hafa fundist eldri en frá um 1600. Ágætur franskur höfundur, R.H. d’Alle- magne, telur mjög lfklegt að spil- in hafi borist til Spánar frá Frakklandi sennilega um 1367. Annars telur hann ýmislegt benda til þess, að þau hafi borist til Spánar frá Flandern i Belgiu. Milli landanna hafi verið mikil viðskipti og að nafnið á spænsk- um spilum sé mikilvæg sönnun, en þau voru og eru enn kölluð naipes. Spænskur orðabókarhöf- undur einn segir einnig, að spænska akademían telji líklegt að naí sé dregið af flæmska orð- inu knaep, sem þýðir pappir. Auk þess er vitað að t.d. í Frakklandi voru spil áður fyrr kölluð papier á jouerog víðarvoru þau kölluðiblöð eða pappfr, t.d. blátter í Þýzka- landi. Ekki væri þó rétt að ganga al- veg fram hjá þvi, að ýmsir halda Sig við arabískan uppruna þeirra á Spáni og segja að heiti þeirra sé dregið af serkneska orðinu naib sem þýðir tækifæri, möguleiki eða eitthvað slíkt. Bæði Arabar og Spánverjar spila mikið lomber, sem virðist mjög algengt spil á Spáni, eftir því sem bækur herma en ómögu- legt er að segja nokkuð um hvorir hafi kennt hinum. Og þó að nafn- ið á spænsku spilunum sé i fyllsta máta einkennilegt og hin þjóðlega spilagerð þeirra næsta sérstæð, verður liklega aldrei hægt að slá neinu föstu um þróun hennar. En þau líkjast mest ítölsku gerðinni, eins og ljóst er af samanburði. Sortamerkin á spænsku gerð- inni eru miklu betur aðgreind en á þeirri itölsku og þess vegna er siðar hætt á mistökum við spila- borðið. Þau eru þannig auðveld- ari „aflestrar”. En þeir nota I sjálfu sér sömu táknin og ítalir: sverð eða espadas, peninga eða oros, lurka eða bastos og bikara eða vopas. Á spænskum spilum er ævinlega strik utan með sorta- merkjunum, lika á mannspilun- um. Og það er föst regla að strikin að ofan og neðan eru sundurslitin á þremur sortanna svo þau mynda bil. Er þannig eitt bil á bikarsortinni, tvö á sverðasort- inni, þrjú á lurkasortinni en ekkert á denarsortinni. Á mann- spilunum er kóngurinn (rey) Prjú trompspil úr jafnmörgum tarok-pökkum. Þau eru öll nr. 14. Það sem enga myndina hefur er úr dönskum pakka (ca. 1945). Spilið sem stendur á B. Dondorf er úr þýzkum pakka (ca. 1887) og það með rómversku tölunum er frá Austurríki (ca. 1885). Spil frá spilaverksmiðjunni f Vitoria á Spáni. 1. Pólitfsk spil. H. Fournier, Vit., 1973. Þetta eru tveir pakkar með 104 skopmyndum af fyrirfðlki og stjórnmálamönnum um vfða veröld. Listilegt samsafn. 2. Europe: Eftir þvf sem Homer segir var Fönix nokkur faðir gyðjunnar Evrópu. Seifur rændi henni og átti við henni tvo sonu. H. Fournier Vitoria 1962. 3. Trajes Regionales de Espana. Á þessum spilum eru spænskir þjóðbúningar og þau voru gerð á 100 ára afmæli Fournier-spilaverksmiðjunnar 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.