Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 11
Séra Bolli Gústafsson í Laufási „Þrjóti aldrei skyr né mjólk” Ekki er ósennilegt, að þannig hafi verið umhorfs á (Jttúni forðum. Horft yfir Ærhús að Garðhúsum og inn f Dalsmynni. Veður hefur harðnað. Fyrst varð heiðskírt og gerði frost, en ekki leið á löngu unz glöggir menn veittu athygli mórillubliku I heiðrikjunni yfir Leirdalsheiði og Hvammsheiði. Senn hurfu efstu kollar Kaldbaks f dökk og uggvænleg kólguský. Hriðarleið- ingar steyptust fram af Blámannshatti og niður af Hnjúkum og teygðu sig brátt eins og hvitar slæður niður klettaþil, snarbrattar skriður og hlíðar, allt niður undir bæi I Höfðahverfi. Vindhviður af norðaustri þyrluðu lausamjöll uppi í ásnum og nú skóf stöðugt suður af Laufás- hnjúki eins og þar væri hafið gufugos. Bezt var að hraða sér í fjárhúsin, likast til gengi nú að með ósvikna, norðlenzka stórhrið. öll peningshús frá fyrri tíð i Laufási eru nú horfin: Garðhús, Ærhús, Dilkhús, Benediktshús og Brekkuhús, sem öll stóðu nyrzt á úttúni. Og úttúninu hefi ég látið bylta og breyta í kartöfluakur og kom þá upp mikið grjót, þar sem hús þessi hafa staðið. Þó hefi ég gætt þess að hrófla ekki við göml- um minjum eins og (Itgarði, forn- um, grónum hleðslum um matjurtargarð og svonefndri Líkmannalaut, þar sem þau lík voru borin upp, sem flutt voru hingað af sjó. Landslagið hefur ekki breytt um svip, aðeins hlut- verk. Steinsteypt fjárhús og hlaða eru nú nyrzt og efst í akrinum, næst þvi, sem Garðhús hafa staðið. Þar heitir Bekkur og enn- þá stendur þar garðbrot hlaðið úr grjóti. Þarna eru nú hýstar sjötiu ær, raunar sama tala og i tið séra Gunnars Hallgrímssonar um 1820, en hann átti að auki 20—26 gamla sauði, mestu robba, og allt að 30 veturgamla, og 66 lömb, eða 180—190 ær, svo fjáreign mín verður ekki borin saman við hjörð þessa gamla frænda mins. En sá er munurinn, að hann hafði fjár- menn til að hirða um fé sitt og var ekki daglegur gestur í útihúsum, enda átti hann óhægt um vik að hreyfa sig vegna offitu, en á hinn bóginn veita kindurnar mér bæði heilsubót og ómælda ánægju, vegna þess að enginn kostur er á fjármönnum nú, og þá verður ekki metið það uppeldisgildi, sem fjárhússferðir hafa fyrir börnin — Aldrei hefi ég orðið var við hann Benza eða Benedikt þann, sem munnmælin herma að hafi verið fjármaður i Laufási og hengt sig i þeim fjárhússkofa, er síðan bar nafn hans. Það hefur líklega gerst fyrir tíð þeirra klerka, sem hér hefur verið minnst á, en munnmælin minna eigi að síður á sorgarsögu, þar sem harmsefnin eru týnd. Ekki er ólíklegt að hann hafi komist að raun um „grugg í gæðunum og gamanleikavinnu", eins og gamall Þingeyingur kvað „tiðum fals i faðmlögum fagurleitrar kvinnu". Framtiðarvonir vel gefinna alþýðumanna voru heldur ekki ævinlega sem bjartastar og ekki hafa kærleiksblómin ávallt sprott- ið betur í kringum prestsetrin en önnur heimili, þegar djúp var staðfest milli lærðra höfðingja og almúgans. En séra Björn Hall- dórsson gerði ekki mannamun eins og ýmsar sagnir, er varðveizt hafa benda til. í sögu Einars i Nesi eru, þær rifjaðar upp, m.a. þessi: „Saga er og til um það, að prestur hafi eitt sinn séð Jóhann- es bónda á Nolli, fátækan barna- mann, skjóta fugl úti á firðinum. Presti var að vonum sárt um æðarfuglinn, söðlaði því hest sinn, mætti Jóhannesi i landtök- unni og mælti: „Sæll vertu þú nú, Jóhannes minn, og dreptu nú svo lítið af æðarfuglinum, sem þú kemst af með.“ Til viðbótar sögunum ritar Arnór Sigurjóns- son: „Þó að sr. Björn væri hverj- um manni mildari við þá, er lítið máttu sin, gat hann verið illur og harður í horn að taka, er við steigurlætismenn var að eiga. Er kvæði hans um konungskjörnu þingmennina þjóðkunnugt fyrir hlifðarleysi, og i deilum þeirra Höfðhverfunga við amtmann sinn gekk hann i fylkingarbrjósti og var bæði ófyrirleitinn og illvíg- ur.“ En síra Björn gerði vel við sitt heimafólk og minntist þess með hlýhug í brag þeim, sem frá var greint í síðasta þætti. í fyrstu þrem vísunum, sem þar birtust, var getið prestsekkju, prests, maddömu hans og barna, en í þeirri fjórðu er röðin einmitt komin að fjármanninum og honum borin vel sagan: Einari ferst vel fjármennskan, svo fæstir jafnast á við hann, Sigrfður heitir kona hans kná, þó karlmönnunum þyki hún smá. Ingibjörg þeirra afkvæmi eitthvað verður með tíðinni. Einar þessi var Erlendsson og réðst ungur smali til prestsins í Laufási árið 1841, en Sigríður Þorsteinsdóttir hafði þá þegar verið þar þjónustustúlka í sex ár. Þau felldu hugi saman og giftust. Ingibjörg litla mun hafa verið elst barna þeirra. en þau fæddust fleiri í Laufási. Er fram liðu stundir fól síra Gunnar Einari mikil ábyrgðarstörf og séra Björn hafði mikið álit á þeim hjónum, enda urðu þau sjálfstæðari, er fram liðu stundir og eignuðust eigin kindur. Sagt er að þau hafi búið í Laufási árin 1854—55, móti sira Birni Halldórssyni, en flutt- ust þaðan 1855 og reistu bú í Nesi i Fnjóskadal. Liklegt er að séra Björn hafi fremur hvatt þau en latt til sjálfstæðis. En mörg spor hefur Einar fjármaður átt hér út túnið og á milli húsanna, er þar stóðu, og þá ekki síður inn hlíðina fyrir ofan, inn I Dalsmynnið. Hérna megin árinnar upp frá Skarðsbreiðu í svonefndu Sel- landi voru þá beitarhús Laufáss og sjást tættur þeirra vestarlega i Sellandinu. — Þegar ég kem frá þvi að hára kindunum að þessu sinni og hef notið þess að sitja um stund á garðabandinu og hlustað á þennan þægilega klið, er þær reka saman hornin og háma í sig vel verkaðan umfeðming og ilm- andi töðu frá sólríku sumri, þá finn ég að norðaustan svelja næð- ir úti og þegar slítur úr loftinu með illhryssingi. Ég sé réti niður fyrir brekkuna þar sem Fnjósk- áin liggur nú sofandi undir rnarg- faldri ábreiðu vetrarins, en lengra sést ekki, því fjörðurinn er með öllu horfinn í hriðarkólguna. Sá daufi glórubjarmi, sem skömmu áður sást yfir Vind- heimajökli í suðri er nú með öllu horfinn og ég hraða göngu minni heim í stofuhlýjuna. Á vetrardög- um sem þessum er liklegt að sr. Björn Halldórsson hafi stigið vef- stólinn, en mikið orð fór af hon- um sem vefara. Æfðri hendi hef- ur hann skotið skyttunni með ívafsspólunni gegnum skilið á voðinni. Og þá er ekki ósennilegt, að presturinn hafi tekið sér smá- hvíldir til þess kveða nýortar vis- ur um það, sem honum var efst í huga. Þegar yngri börn frú Jóhönnu, sem fyrr var sagt frá, og Vilhjálmur litli Bjarnason og Jóhanna sú, sem frá er greint í næstu visu, réttu honum þráðar- endann, er hann var að draga vef í höföld, þá hefur hann brosað til þeirra, þar sem þau sátu i hnipri aftan við höföldin og kveðið: Jóhanna verður að vera með, þó varla sé hún stærri en peð.— Sigurður þykir þarflegur það er nú góður ráðsmaður Rósa, sem við hann áföst er er nógu rækalls vel að sér. Ekki er vitað hvar vefstóll sira Björns hefur staðið, en ennþá er til vefstóll i gamla bænum og hef- ur honum verið komið fyrir i svo- nefndu pilthúsi eða skólahúsi, sem er dálitil stofa gegn mjólkur- búri. Er gengið í þær vistarverur í innri göngum, mjólkurbúr á hægri hönd en pilthús til vinstri. Nafngiftin skólahús á sér nokkra sögu, er gerðist meðai. Guðmund- ur Hjaltason átti viðdvöl í Laufási í tið síra Björns og er efni í lang- an þátt. En um vefstól þann, sem þarna stendur úti í horni eins og i frægu kvæði segir, „sem voðinni er sviptur, af ryki og elli grár“, er fátt að segja og óvist hvort nokkr- ir vefjalistarmenn hafa við hann setið. Engum sögum fer af sr. Birni sem vefjalistarmanni. Ekki er ólíklegt að hann hafi ofið listi- leg söðuláklæði, en þau segja sér- fræðingar að telja megi til lista- verka, ef vel eru gerð, ásamt kirkjuteppum, sem engin urðu til í Laufási á 19. öld. En sr. Björn hefur líklega verið að vefa hvers- dagslegt ytrifatavaðmál, þegar peðið hún Jóhanna hefur and- varpað aftan við höföldin, tilbú- inn með þráðarendann. Hver Jóhanna var, er mér ekki kunn- ugt um, en Sigurður láðsmaður, sem gekk þarna um göngin giftist Rósu þeirri, sem hann var trúlof- aður og sagði Sigrún á Skarði mér, að þau hafi siðar búið á Akurbakka við Grenivik. í skýrslu, sem sr. Björn gaf Tryggva Gunnarssyni i bréfi, um varpið I Laufási vorið 1853, þá segist hann hafa gengið með föður hans og Egga br'óður hans um Bótólfseyjarhólma, Bótólfsey, Kringluhólma og í Nýjanef. „Svo gengum við í gær, Sigurður snar- fari og ég“, bætir hann við og mun þar átt við Sigurð þenna ráðsmann, sem hann gefur viður- nafnið snarfari og býr þar ein- hver gamansemi, jafnvel háðsbroddur, að baki, sem Tryggva er ætlað að skilja. Háðið var sr. Birni ekki fjarlægt, en var yfirleitt eingum til meins og gat komið þeim, sem minna máttu sin eða áttu undir högg að sækja, til bjargar eins og eftirfarandi saga hermir.,, Eitt sinn varð maður í sveitinni uppvis að þjófnaði. Þegar sveitugnarnir vildu láta hann sæta harðri refsingu, sagði sr. Björn: „Þá drepst konan og krakkarnir, refsingin hittir þá, sem saklausir eru, og hverju erum við þá bættari?" Féll málið niður og og maðurinn bætti ráð sitt eftir að prestur hafði talað mildilega um fyrir honum. —Jón Þorgrimsson, aldurhniginn frændi sr. Gunnars sigur á rúmi sinu ekki fjarri vefstól séra Björns og þæfir vettling . Gamli maðurinn hefur verið blindur um árabil og farinn að heilsu, en þarna situr hann undir skarsúð- inni hærugrár og svipmikill og heiðrik rósemi hvilir yfir ásjónu hans. Prestinum verður hugsað til þess, hvert karlmenni hann hefur verið og næsta visa verður til: Getid ersvo um gamla J6n gerpilegur I raun og sjön. Þorsteinn krækir f þorskana; þeir missa likaöndina. Árni mínn þumbast þarna viA þtegilegur vii kvenfólkið. Þorsteinn þessi hefur sótt sjó og verið fiskinn. Það var venja í Laufási haust og öndverðan vet- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.