Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Page 3
Síðar meir kenndi móðir hennar þremur eldri systkinanna að nudda, svo að þau gætu létt undir með henni. Framan af gat Wilma aðeins hopp- að á öðrum fæti og rétt drepið hinum niður. En hann lét undan, ef hún hallaði sér fram á hann. Þar kom þó, að máttur fór að færast í hann. Wilma fékk fótgrind og eftir það gat hún gengið svolítið. Þegar hún fékk sérsmiðuðu skóna mátti hún heita ferðafær. En ekki var göngulagið liðlegt að sjá. Wilma lét það ekki á sig fá. Hún hélt áfram að æfa sig með öllu hugsanlegu móti. Henni þótti körfu- bolti ákaflega skemmtilegur. Var hún í körfubolta við bræður sína öllum stundum, þegar hún komst höndum undir. Þau léku sér í garðinum bak við húsið heima hjá sér. Karfan var gömul ávaxtakarfa fest upp á staur. Oft var Wilma svo áköf í þessum leik, að hún virtist hreinlega búin að gleyma heltinni. Hún hljóp um, rakti boltann og stökk með hann hátt í loft upp. Dag nokkurn var móðir hennar að koma heim frá vinnu og leit rétt aðeins útí bakgarðinn áðuren hún fór inn. Wilma var í körfubolta með strákunum eins og endranær. En nú brá svo við, að hún var skólaus. Hún hafði farið úr báðum skónum og hljóp um berfætt. Hún virtist ekki þurfa lengur á sérsmíðaða skónum að halda; ekki varð annað séð, en báðir fætur væru jafntraustir. Hún gat gengið — hún gat hlaupið. Hún var 1 2 ára gömul, þegar þetta var, Saga hennar eftir þetta er svo alkunn. Wilma varð frægur körfu- boltamaður og spretthlaupari, svo spretthörð, að þjálfarar hennar trúðu vart augum sínum, þegar þeir litu á skeiðklukkuna að hlaupum loknum. Wilma tók fyrst þátt í Olympíuleik- unum 16 ára gömul. Það var i Melbourne árið 1 956. Hún var þá lítt þroskuð enn og átti margt og mikið ólært. Hún vann samt til bronz- verðlaunanna og mátti það heita frá- bært af svo ungri stúlku. En það var Wilmu ekki nóg. Hún fór undir eins að hugsa til næstu Olympíuleika, árið 1960, og var þegar staðráðin i því, að verða þá orðin spretthörðust allra kvenna i heimi. Nú þjálfar Wilma ungar stúlkur, sem dreymir um það að jafna metin, sem hún setti forðum, ..drottning hlaupabrautarinnar". Enn er hún spengileg og falleg, enn hin sama sem fjöldinn tók ástfóstri við forðum daga. Kjarkur Wilmu Rudolph og þolgæði, sigur hennar yfir líkamsgöll- um sinum er þess verður, að iþrótta- menn um ókomin ár hafi hann jafnan í huga og dragi af honum sina lær- dóma. Þeir eru heppnir, sem hafa slikar fyrirmyndir. Heppnastir erum þó við, sem áttum því láni að fagna að sjá hana hlaupa forðum. Þar voru hraðinn og hreyfingin holdi klædd; Og það er vist, að þeir, sem sáu gaselluna hlaupa, þeim mun aldrei liða það úr minni. Heraklion eftir Hrafnhildi Schram í suðrænum kirkjugörðum eru gróðursett kýprustré sem teygja sig til himins eins og ógnandi visifingur guðs og minna á sæluvist sem bíður réttlátra handan við toppinn. Safna árshringjum og mynda skugga sem svalar kirkjuturninum. Þau standa í skipulegum röðum, reyna að komast hjá þvi að snerta hvert annað, hugsa um það eitt að komast sem hæst, eitthvað svo mannleg. Og þarna eru þau tilkomin af einskærri tillitssemi við þá framliðnu, svo að þeir þurfi ekki að skipta of oft um félagsskap. Handan við heitan, hvitan kirkjugarðsvegginn sat svartklædd, gömul kona, með bólgna fætur i flókaskóm, kreppta fingur sem lukust um talnabandið.árshringi i hnúkunum. Það var eins og hún læsi hverja hreyfingu trjánna, festi flöktandi skugga á nethimnunni, kynntist framtiðar vinum og ferðafélögum. Þegar ég ávarpaði hana sagði hún aðeins, ,,Eg er á leið heim til að gefa silkiormunurn minum að borða".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.