Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Page 5
Í túnjaðrinum á Neðra-Dal mætir fréttamaðurinn ungmennum sem sennilega eru börn eða barnabörn Óspaks hins hugumstóra.
Óspakur til að útvega sér enn ný lán til
kaupa á enn fullkomnari veiðitækjum,
— en Spakur i Efra-Dal gerði sig ánægð-
an með veiðiaukann, sem hann þóttist
geta tekið án aukins tilkostnaðar og
lagði ágóðann í nýjar iðnstöðvar og rækt-
un.
En nú taka málin i Neðra-Dal nýja
stefnu. Allt í einu fer veiðin að minnka í
Neðra-Dalsá. Fiskarnir fóru að smækka.
En Óspakur fann ráð við því. Hann
keypti sér nýjar gerðir veiðarfæra, sem
náðu öllum smáfiskum og þannig tókst
að halda uppi veiðimagni i tvö ár i við-
bót, en það þótti Óspaki leitt, að nú var
farið að uppnefna hann og kalla hann
sila-Óspak og hans góðu veiðiá Sílalæk í
háðungartón.
Og svo dundu ósköpin yfir: veiðin
brást svo til alveg. Heimilisfólkið gerði
kröfur og hreytti ónotum.
Óspakur æðir nú til bankastjóra síns
og biður uni lán og hyggst nú fá enn ný
veiðarfæri til að geta sópað hvern hyl
árinnar af ennþá meiri nákvæmni en
fyrr.
En nú gekk verr að ná i bankastjórann
góða heldur en vandi var til. Loksins
heppnaðist það þó og Rauður ráðgjafi
var hafður með í ráðum eins og fyrr. En
nú sýndi framreikningstölvan alltaf
rautt ljós og Óspaki virtist hún geifla sig
framan i hann, og ýmsar aðrar tölvur
gáfu honum langt nef. Rauður ráðgjafi
var nú eilitið sperrbrýndari en hann
hafði áður verið — án þess þó að missa
hið minnsta af virðuleika sínum.
Aftur á móti var bankastjórinn ljúfur
og samúðarfullur. Sagðist gjarnan vilja
hjálpa. En taldi þó ýmiss vandkvæði á.
Sagði hart í ári, og verst af öllu væri þó,
að þau hin úrræðalausu dusilmenni, sem
réðu peningaprentunarmaskinu þjóðar-
búsins, væru nú búnir að eyða allri
prentsvertu þjóðarinnar, og óvist, hve-
nær úr þvi rættist.
Og heim sneri vinur okkar Óspakur
niðurbrotinn maður. G jaldþrot vofir yfir
og allt í óvissu um framtíðina. sum af
systkinum hans eru stokkin úr landi í
fússi. Ekkert nema kraftaverk getur
bjargað og í þeirri von, að kraftaverkið
gerist skiljum við hér vfð vin okkar
Óspak hinn framtakssama.
En eins og jafnan á sér stað, þar sem
tiðinda er von, skýtur nú upp frétta-
nianni i sögunni, og nú er stefnan tekin
af Neðra-Dalshlaði og ferðinni heitið yf-
ir Árdalafjallgarð yfir til Efra-Dals.
í túnjaðrinum á Neðra-Dal mætir
fréttamaður nokkrum ungmennum, sem
sennilega eru börn eða barnabörn
Óspaks hins hugumstóra veiðistjóra.
Ungmenni þessi eru mjóslegin og
rengluleg, bláþústuð og kuldaleit i gjól-
unni, enda illa klædd, utan það að þau
eru öll með stúdentshúfur, sem þau hafa
spennt niður fyrir eytu til skjóls.
í baksýn við unglingaflokkinn blasir
við hópur af rollum, sem eru betur bún-
ar, þvi þær eru allar í fjórum reifum.
„Hvað er titt?“ spyr fréttamaður.
Menntafólkið svarar allt i kór: „Skóla-
setan er bezta fjárfestingin“.
„Hvaða rök hafið þið fyrir því“, spyr
fréttamaður af klókindum og hugsar sér
að reyna nú að nokkru þolrifin í mennta-
fólkinu.
Þau svara öll samstundis: „Fimm mán-
aða skóli á ári gafst vel. Fyrir því er
reynsla. Tuttugu mánaða skóli helm-
ingi betri en það. Kennarar okkar ætla
þvi að skora á ríkisstjórnina að lengja
árið í 20 mánuði, svo 20 mánaöa skóli
komist þar fyrir.“
„Og hvað hyggist þið svo fyrir i fram-
tíðinni," spyr fréttamaður. „Viö ætlum
öll að verða sálfræðingar", og nú tala
ekki allir i kór lengur, því sumir ætla að
verða unglinga sálfræðingar, aðrir sál-
fræðingar handa sálfræðingum og suniir
ætla að leggja sérstaklega fyrir sig for-
stjórasálfræði. Telja t.d. fullkomna
nauðsyn aó veita honum Óspaki sál-
fræðilega hjálp, þvi hann sé greinilega
að verða eitthvað órór á taugum i seinni
tið og miður sin.“
„En hvað er að sjá“, segir fréttamaður-
inn, „þið eruð öll gangandi. Hvar eru
tryllitækin“?
„Blessaður vertu, við erum öll löngu
orðin benzínlaus. Tékkarnir frá honum
Óspaki hafa ekki verið teknir gildir upp
á siðkastið, það er sagt það sé svo mikil
gúmmilykt ai þeim. Það eitt sýnir nú
bezt, að honum Öspaki veitir ekki af
sálfræðilegri þjónustu. En þetta með
tékkana hlýtur að lagast fljótlega, þvi
Óspakur kemur bráðurn að sunnan“.
Fréttamaðurinn leggur kollhúfur, því
að hann veit betur, en nú spyr hann um
áhugamálin, eins og fréttamanna er sið-
ur:
„Hærri námslán", segja öll i kór.
„Hvers vegna rýið þið ekki kindurnar
og búið til föt handa ykkur úr ullinni?",
spyr fréttamaðurinn?
„Ertu eitthvað ruglaður", segir
menntafólkið.
„Kanntu ekki reikníng"? „Formúlan
er: Eitt reifi utan um hverja kind er
gott, tvo reifi helmingi betra, fjögur reifi
helmingi betra en það.“
. Auk þess er margsannað hagfræðilega,
að maður hefur ekki timakaup við að rýa
fé. Hér miðast allt tímakaup við það, sem
vinnan gefur af sér, þegar bezt veiðist í
Neðra-Dalsá. Að vinna fyrir lægra kaupi,
er undansláttur frá réttum töxtum — og
ekki mannsæmandi".
„Já, en ullina mætti nota sem hráefni
'i iðnað, sem gæti kannski borgað sig,“
segir fréttamaðurinn.
„Það er auðséð, að þú hefur ekki lært
mikið i háskóla", segir menntafólkið.
„Svo mikið höfum við þó lært í háskóla-
hagfræðum, aó við vitum, að iðnaður,
sem verið er að byrja á, er alltaf lágþró-
aður, og þess vegna á aldrei að byrja á
neinum iðnaði. Auk þess vitum við lika,
að allur iðnaður þarf að vera i svo stór-
urn stíl, til þess að hann borgi sig, að
verksmiðjurnar kæmust ekki einu sinni
fyrir i dalnum hérna. Þar að auki erum
.,ía t)ér á laxveiðijörð og hér á því ekkert
að gera nema veiða„-lax-lax-lax, lax-lax“.
Þetta er alþjóðleg hagfræðiformúla.
Hálf niðurdreginn vegna tilsvara
menntafólksins unga, sem honum list
ekki meir en svo á, arkar nú fréttamað-
urinn upp eftir hlíö dalsins og í þvi að
hann ranglar fram hjá rolluhópnum,
segir hann svona eins og við sjálfan sig,
en þó svo hátt, að rollurnar máttu vel
heyra: „Er ekki bölvað að vera í öllum
þessum reifum"?
Keniur þá ekki upp úr dúrnum, að
rolluskjáturnar svara á skýru máli, því
að þetta voru þá pólitískar rollur:
„Minnstu ekki á það, segja þær. „Þetta
er skepnuniðsla af versta tagi“, og svo
jarma þær ámátlega til áherzlu.
„Hefur ykkur ekki dottið í hug að fara
i hungurverkfall í mótmælaskyni" spyr
fréttamaðurinn?
„Hungurverkfair, segja rollurnar
með fyrirlitningu. „Nei, það er nú ekki á
hungrið bætándi hjá okkur. Það er ekk-
ert sinnt um liagana hér. Nú erum við
búnar að éta hverja hríslu og lyngtætlu
og alltaf stækka rofabörðin eins og þú
sérð. Það er verið að láta okkur éta
landið í bókstaflegri nterkingu. Næst
skapi okkar væri að éta eigendur okkar
líka, þvi að þeir hugsa hvort sem er ekki
um neitt nema lax og stúdentshúfur.
Mest langar okkur þó til að éta suma þá,
sem kallaðir eru ráðamenn og sem við
höfum heyrt að búi til reglur sem valda
því að sifellt verða til stærri og stærri
fjárbú, sem þýðir færri og færri strá
handa hverri kind i sumarhögum. Okkur
langar svo til að éta þessa menn af þvi að
við höldum að þeir hljóti að vera grænir
innan“.
Spyrlinum sýnist, að rollurnar slefi af
græðgi og setur að honum óhug, svo að
hann hraðar nú för upp Árdalafjallgarð.
Ekki er hann fyrr kominn yfir vatna-
skil, en allt ber annan svip.
Vetrarrúið fé unir sælt í grösugum
högum og brátt stendur hann á hlaði í
Efra-Dal og varpar kveðju á Spak, veiði-
bónda þar.
Hjá Spak bónda er allt í bezta gengi.
Fréttamaður biður. hann að sýna sér
staðinn og spyr hvernig gangi.
„Ekki undan neinu að kvarta", segir
Spakur bóndi. „Veiðín hefur aldrei verið
meiri en einmit nú síðustu árin“, segir
hann. „Ég held veiðarfærum i góðu lagi,
en gæti þess að hafa ekki of mikið af
þeim, svo að ég eða menn mínir freistist
ekki til að ofveiða ána. Veiðiáin er undir-
staðan hér, og þess vegna allt undir því
komið að haga sér rétt gagnvart Henni.
Röng framkoma við ána myndi fljótt
hefna sin. Tekjur af ánni fara sífellt
vaxandi, bæði að magni og gæðum, enda
er hér allt framkvæmt samkvæmt áætl-
un, sem er stranglega framfylgt. Annað
hvort væri nú, þar sem þetta er sjálf
gullæðin."
„En hér er svo margt fleira. Byggingar
gnæfa hér allt umhverfis. Hvernig ligg-
■ r í þvi? “, spyr fréttamaðurinn
„Jú, við hér“, segir Spakur, „höfum
arið árlegum afrekstri af auðlindunum,
þ.e.a.s. ánni, til að byggja upp alls konar
verkstöðvar".
„Og hvernig hefur þetta gengið? Hafa
þessar verkstöðvar i raun og veru borið
sig, t.d. i samkeppni við veiðiskapinn í
Framhald á bls. 12