Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 6
Vestur
íslenzk
fjölskylda í
Kaliforníu
/
Texti: Þuríður Arnadóttir
Sagt er að þeir sem upp-
vaxnir eru á eylöndum séu öðr-
um fremur haldnir þeirri kennd
er útþrá nefnist Þetta hefur
sannast í íslendingum bæði
fyrr og síðar Að vísu hafa aðrar
ástæður en útþrá og ævintýra-
löngun knúið landsmenn til að
yfirgefa ættlandið; fátækt átti
stærstan hlut að máli þegar
heilar fjölskyldur tóku þá ör-
lagaríku ákvörðun að flytja bú-
ferlum af landi sinu og stefna
þvert yfir úfið Atlantshafið til
Vesturheims og brjóta þar nýtt
land fyrir sig og afkomendur
sína. Sársaukalaust hefur það
ekki verið, hvorki fyrir þá sem
lögðu frá landinu, margir án
þess að eiga afturkvaémt, né
hina sem eftir sátu í jafnvel
ennþá meira fásinni en áður
eftir brottför ættmenna og
sveitunga Þessa sársauka gæt-
ir enn í ræðu og riti
í hugum margra manna
táknar sá hópur fólks, sem yfir-
gefur ættjörðina, glataðan fjár-
sjóð sem lítið eða ekkert gildi
hafi eftir það fyrir land og þjóð.
Mýmörg dæmi eru þó um hið
gagnstæða. Augljósasta sönn-
un þess eru vináttu- og menn-
ingartengsl Vestur-lslendinga
við sína gömlu landsmenn
Margir eiga ómetanlegar minn-
ingar um alúð ög gestrisni
þeirra við ferðalanga heiman
frá Fróni, eins og glöggt kom
fram í máli og myndum á
hundraðasta afmælisári land-
náms íslendinga í Vesturheimi
árið 1975. Upphaflega áttu
þessi minnisbrot að lita dagsins
Ijós á þeim timamótum þó ekki
hafi orðið af því fyrr en.nú. En
betra er geymt en gleymt að
fuiiu
Brottflutningur
fjölskyldunnar
á Kelduskógum
til Vesturheims
Meðal þeirra er brugðu búi
sínu á íslandi árið 1881 og
héldu til Vesturheims var fjöl-
skyldan að Kelduskógum í
Beruneshreppi. Þar höfðu hjón-
in, Vilborg Jónsdóttir, fædd og
uppalin að Kelduskógum, og
Þoryaldur Stigsson, ættaður af
Fljótsdalshéraði, búið ásamt
börnum sinum í langt að þrjá
áratugi eða þar til heimilisfaðir-
inn lést aðeins 47 ára að aldri
árið 1878 Mun það áfall hafa
ráðið miklu um vesturförina
ásamt þvi að elsti sonurinn,
Stigur hafði lengi haft hug á að
leita hamingjunnar í Vestur-
heimi Hann var þá fulltiða
maður og sá um búið með
móður sinni eftir að faðir hans
lést
Fátækt knúði þau ekki til
fararinnar, heimilið var
bjargálna Fjölskyldan var að
visu ekki auðug af fé en þeim
mun ríkari að manndómi og
vinsældum eins og glöggt má
ráða af vegabréfi þvi er sóknar-
presturinn, sr. Þorsteinn Þórar-
insson ritaði með fjölskyldunni
við brottförina. En bréf þetta
gefur einnig Ijósa hugmynd um
hvernig heimamönnum hefur
verið innan brjósts á kveðju-
stund og ekki síst lýsir það
hugarfari prestsins og þeim
fyrirbænum hans er fylgdu
sóknarbörnum hans úr hlaði.
Bæði vegna þessa og hins hvað
ólíkt það er þeim vegabréfum,
sem nútimafólk tekur með sér
landa á milli, læt ég bréfíð
fylgja hér með. Að undanskyld-
um fæðingardögum og ártölum
svo og skírnardagsetningum
barnanna, sem tekið er fram
um i vegabrefinu, er það svo
hljóðandi:
„Ár 1881, 5. ágústmánaS-
ar, fara þessir eftirfylgjandi
frá Kelduskógum í Suður-
Múlasýslu áleiðis til Dakota í
Vesturheimi:
1 Vilborg Jónsdóttir,
ekkja, fædd 1830."
Síðan eru talin börn hennar:
Stígur, Þorvaldína Antonía,
Guðný Þorbjörg, Elis, Hóseas,
©
Stígur Þorvaldsson frá Kelduskógum og kona hans Þórunn Björnsdóttir ásamt börnum sfnum. Fremri röð
frá vinstri: Jennie Eli/.abeth, Guðný Þorbjörg, Þórunn Björnsdóttir, Ólaffa Pálfna, Aleph Sigrfður. Aftari
röð frá vinstri: Ólafur Kristinn, Björn, Stigur Þorvaldsson, Vilmar Pétur og Þorvaldur. Fjögur þessara
systkina eru enn á lífi: Aleph, sem býr í Seattle og Guðný, Ólafur og Jennie en þau eru öll búsett f
Kalifornfu.
Pálfna og Egill Shield ásamt börnum sfnum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndin er tekin við heimili
þeirra í Los Angeles um 1955—6. Fyrir miðju eru Egill og Pálfna, næst til vjnstri Sigrid dóttir þeirra og
maður hennar, Gail Haphacl, þá Jolin Shield og kona hans, Marguerite; til hægri við Egil og Pálinu á
myndinni eru Theodor sonur þeirra og kona hans, Charlcen og lengst til hægri Þorvaldur og kona hans,
Laura.
Þórstína Sigríður, Þorvaldur og
Sveinn.
Ennfremur segir i bréfinu:
„Þessi héðan af landi sárt
saknaða ágætiskona, ásamt
sínum 8 mjög mannvænlegu
börnUm, vikur nú héðan úr
Berufjarðarprestakalli, sem
hún hefir með mestu prýði og
sóma alið allan sinn aldur í,
til Dakota í Vesturheimi, og
hefir hún ásamt sínum heitt-
elskaða og ágæta manni, sem
sálaðist í Kaupmannahöfn
26 dag júlim. 1878, og börn-
um sínum, verið að verðug-
leikum elskuð og virt af öllum
nær og fjær, sem höfðu nokk-
ur kynni af þeim og þekktu
þau.
Allir sem hafa þvi kynst við
og þektu þessa ágætu konu,
hennar framliðna ágæta
mann, þeirra elzta mjög
mannvænlega og ágæta son,
og hin önnur börn þeirra,
sakna þeirra sárlega, og finna
og sjá skarð fyrir skildi, og
þeir munu af hjarta senda
bæði Ijóst og leynt, hamingu
og blessunaróskir upp til al-
föðursins um að þeim gangi
hamingjusamlega ferðin til
hins ákvarðaða staðar í Vest-
urheimi, og að hamingja.
blessun, ánægja og gleði,
fylgi þeim þar ávalt, og niðj-
um þeirra; allir munu óska
þess af hjarta, að guðs föður-
hönd hvíli yfir þeim, og að
þau treysti, trúi og voni á
hinn algóða og almáttuga
himnaföðurinn, - ufvaeinlægu
hjarta, alla sína æfidaga.
Þessari hjartans ósk bið ég
hinn algóða, himneska föður
að veita bænheyrslu.
Berufirði 5. ágústm. 1881.
Þ. Þórarinsson
Prestur í Berufjarðar-
prestakalli."
Geta má þess að þetta nær