Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Page 7
því hundrað ára vegabréf er
enn vel geymt og varðveitt hjá
afkomendum þeirra sem þar
eru nefndir.
Landnámsár
Vilborgar Jóns-
dóttur í Dakota
Þau Þorvaldur Stígsson og
Vilborg Jónsdóttir höfðu eign-
ast 1 4 börn. Fimm þeirradóu ung
en átta fóru með móður sinni
til Ameríku, það elsta 28 ára
en hið yngsta 6 ára. Elsta dóttir
þeirra, Guðrún Jónina var þá
gift og varð um kyrrt þar til
síðar. Vilborg settist að í
Dakota, tók þar land en bjó
stutt. í hinum nýju heinkynn-
um beið hennar sú sára sorg að
missa allar þrjár dætur sínar,
sem með henni fóru, á þremur
fyrstu árunum. Strax eftir kom-
una til Dakota hafði elsti sonur
hennar, Stígur kvænst heitmey
sinni, Þórunni Björnsdóttur en
hún hafði flutst með foreldrum
sínum til Kanada nokkrum ár*
um áður. Þau voru búsett þar
sem byggðin Akra var að rísa.
Vilborg fluttist nú til þeirra og
dvaldist hjá þeim til æviloka.
Hún andaðist árið 1896. Vil-
borg var hin ágætasta kona,
óþreytandi að innræta börnum
sínum þær dyggðir sem hún
kunni bestar og mat mest. Hún
var einlæglega trúuð, og þeim
sem kynni hafa haft af afkom-
endum hennar getur vissulega
til hugar komið að trú hennar
og bænhiti hafi fylgt þeim
áfram inn i ókomna tíð.
Stígur Þorvalds-
son og Þórunn
Bjömsdóttir
Sama ár og Stigur Þorvalds-
son frá Kelduskógum kom til
Dakota gekk hann að eiga heit-
mey sína, Þórunni Björnsdóttur
eins og áður var getið. Foreldr-
ar hennar voru Björn Péturs-
son, fyrrum alþingismaður frá
Eiðum og fyrri kona hans Ólavia
Ólafsdóttir frá Kolfreyjustað en
hún var alsystir Páls Ólafssonar
skálds og hálfsystir Jóns Ólafs-
sonar ritstjóra. Var hún álitin
mikilhæf gáfukona og tóku börn
hennar það að erfðum.
Eins og vænta mátti urðu þau
Stígur og Þórunn dugandi og
farsælir landnemar og tóku
virkan þátt i uppbyggingu
byggðarinnar að Akra en þar
bjuggu þau í 40 ár. Stígur
stofnaði veslun, sá um póstaf-
greiðlsu, var féhirðir og frið-
dómari, vegaverkstjóri auk
annara ábyrgðarstarfa er hann
sinnti fyrir byggðarlagið á með-
an þau bjuggu búi sinu að
Akra, á árunum 1 881 til 1921.
En þá brugðu þau búi og flutt-
ust til dóttur sinnar i Kaliforníu
og dvöldu þar til æviloka. Þar
andaðist Stígur árið 1 926 og
Þórunn kona hans ári siðar.
Farsæld þeirra Stigs og Þór-
unnar kom ekki síst fram í
fjölskyldulífi. Þau eignuðust 10
börn og komust 8 þeirra til
fullorðinsára. (Sjá mynd). Þeir
sem kynntust börnum þeirra
geta dæmt um að á meira
barnalán verður ekki kosið;
Hinir bestu kostir islensks þjóð-
ernis og menningaráltfifa urðu
rikust einkenni i fari þeirra.
Af frásögnum foreldra sinna
kynntust þau ættlandinu. Og
svo nákvæmlega hafði Stigur
Þorvaldsson lýst æskuheimili
sinu á Kelduskógum fyrir börn-
um sínum og barnabörnum, að
dóttursonur hans þekkti gömul
mannvirki og afstöðu á staðn-
um þegar hann kom þangað í
heimsókn fyrir nokkrum árum.
Má af því marka að oft hefur
hugur landnemans dvalið
heima á æskustöðvunum þótt
sjálfur ætti hann þangað ekki
afturkvæmt.
Viða liggja
vegamót
Sama ár og fjölskyldan á
Kelduskógum fluttí alfarin frá
Austurlandi til annarar heims-
álfu, settu afi minn og amma
saman bú á Vesturlandi og
bjuggu þar allan sinn búskap i
sömu sveit. Hverfandi likur
voru því til þess að brottflutn-
ingur Kelduskógafjölskyldunn-
ar skipti nokkru máli fyrir afa
minn og ömmu eða afkomend-
ur þeirra. En víða liggja vega-
mót. Sjö áratugum siðar var
sonardóttir þeirra, sú er þessa
minnispunkta ritar á forvitnis-
ferð um Kaliforniu. Eftir nokk-
urra mánaða dvöl í Fresno, hjá
vestur-íslenskri konu, Hildu
Sveinsdóttur Bristow, var ferð-
inni heitið til Los Angeles. A
leiðinni í járnbrautarlest á sól
heitum aprildegi velti ég þvi
fyrir mér hvernig ég gæti þekkt
konu þá, sem ákveðið hafði
verið að tæki á móti mér við
komuna til Los Angeles en þar
þekkti ég ekki nokkurn mann.
Hið eina sem ég vissi þá um
þessa konu var það, að á heim-
ilinu þar sem ég dvaldist í
Fresno var hún kölluð Polly
frænka og að hún var náskyld
húsfreyjunni.
Þegar ég kom á áfangastað
og leit yfir fólkið, sem beið á
brautarstöðinni í Los Angeles,
kom ég auga á sviphreina, hvít-
hærða eldri konu í blárri kápu.
Ekki veit ég hvort við þekkt-
umst á þjóðerninu en samtimis
og án þess að hika gengum við
til móts við hvor aðra og heils-
uðumst, ekki eins og þeir sem
sjást í fyrsta skipti, heldur var
viðmót hennar likt og ég hefði
skroppið sem snöggvast bæjar-
leið og væri komin aftur. Þetta
var Pálína, dóttir Stígs Þor-
valdssonar frá Kelduskógum.
Mér var ekki Ijóst á þeirri
stundu að þessi kona mundi
hafa varanlegri áhrif á lífsskoð-
anir mínar en flest annað sam-
ferðafólk mitt. En að því ætla
ég að koma síðar. En því er
skemmst frá að segja, að
næsta ár hafði ég bækistöð og
athvarf á heimili hennar og
manns hennar, Egils Shield.
Þótt ég dveldist við vinnu mina
í öðrum borgarhluta stóð heim-
ili þeirra mér ævinlega opið á
nóttu sem degi, og fengi ég
óvænt frí frá störfum, fannst
þeim ekki umtalsvert að aka
nál. 1 '/2 kl.st. til að sækja mig
Pálína og Egill Shield ásamt dóttur sinni, Sigrid. Myndin var tekin þegar þau komu síðast f heimsókn til
hennar f New York.
Pálína og
Egill Shield
Pálina og Egill Shield ólust
bæði upp í Norður-Dakota.
Hann hét'fullu nafni Egill Jón
Skjöld, en faðir hans tók sér
það ættarnafn. (Egill breytti
nafninu í samræmi við enska
stafsetningu þegar þau fluttu
frá Dakota til Kaliforníu). Egill
var fæddur þ 15 júli 1880,
að Berunesi á Berufjarðar-
strönd. Þriggja ára fluttist hann
með foreldrum sinum til Da-
kota, en þau voru: Jón Péturs-
son frá Valþjófsstað og siðari
kona hans, Sigríður Sigurðar-
dóttir frá Berunesi. Þau settust
að i Hallson og þar ólst Egill
upp til 17 ára aldurs. Þá fór
hann til Winnipeg og lærði
lyfjafræði Að loknu námi vann
hann sem lyfjafræðingur bæði i
Norður-Dakota og Winnipeg.
Þrjú alsystkin átti Egill en þau
dóu öll ung. Föður sinn missti
hann þegar hann var 13 ára,
en móðir hans lifði i nokkur ár
eftir það. Þótt landnámsdvöl
þeirra hjóna yrði ekki löng,
höfðu þau og heimili þeirra
mikil áhrif á frumbýlinga ný-
lendunnar með framúrskarandi
dugnaði, hjálpsemi og örlæti
við þá sem þurftu þess með
Pálina (Pauline) var fædd þ
1 5 mars 1 887 að Akra en þar
bjuggu foreldrar hennar þau
Stigur Þorvaldsson frá Keldu-
skógum og kona hans Þórunn
Björnsdóttir eins og fyrr var frá
sagt Fullu nafni hét hún Ólavia
Pálína. Hún ólst upp í föður-
húsum þar til hún fór til náms
við háskólann i Grand Forks.
Þar lauk hún kennaraprófi og
kenndi eftir það við skóla i
Norður-Dakota -og var~einnig
fulltrúi fræðslustjóra i Pembína
héraði þar til er hún giftist.
Pálina og Egill voru náskyld;
Jóú faðir hans og Björn Péturs-
son móðurafi hennar voru
Framhald á bls. 13
John Shield sem Þorfinnur Karlsefni; hann var smurður bronsi og var
nákvæm eftirlfking styttunnar, sem tákn fyrsta hvíta landnemans í
Ameríku á hátíð Islendinga f Los Angeles f tilefni Dags Leifs heppna.
svo ég gæti notið frjálsræðis og
hvíldar sem best. Þannig var
einlæg velvild og gestrisni
þessara ágætu islensku hjóna.
Um heimili þeirra mátti segja.
að það væri byggt um þjóð
braut þvera, að þjóðlegum is-
lenskum sveitasið