Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 8
Þingeyrarkirkja í Húnaþingi. Aldarafmœli Þingeyrakirkju THúnaþingi ar, af þeim sökum lengur yfir en skyldi og varö einnig kostnaöar- samari. Var hið erlenda efni ýmist sótt til Borðeyrar, svo sem þakskif- urnar, en kalkiö var flutl á átl- æringi, í tveim feröum utan frá Hólanesi þ.e. Ilöfðakaupstað. Lögðu margir sóknarmenn fram vinnu við efnisflutning og kost- uðu að mestu grunnmúrinn. Þjóðhátíðarárið 1874, var kirkjubyggingin það vel á veg komin, að þjóðhátíð Húnvetninga var haldin i kirkjunni, að vísu öfullgerðri, en þá höföu veggir hennar verið að mestu hlaðnir. Má geta þess að hátíðin hófst með þvi, að hleypt var 12 skotum úr fallstykki, er lengi var til á Þing- eyrum. Kirkjubyggingin varð allkostn- aðarsöm, eins og áður er getið og varð byggingarkostnaðurinn kr. 16 þús. I sjóði átti kirkjan kr. 6 þús., en sjálfur lagði Ásgeir Ein- arsson fram kr. 10. þús. Og eru þetta eigi litlar upphæðir, ef mið- að er við núverandi verðgildi. Asgeir Einarsson var Stranda- maður að ætt og uppruna, sonur Einars Jónssonar, dannebrogs- manns i Kollafjarðarnesi, er þótti á langri ævi fyrir öðrum bændum þar um slöðir. A efri árum hans eftir sr. Arna Sigurösson Um þessar mundir eru rétt hundrað ár, siðan Þingeyrakirkja i Húnaþingi var vígð. Vígsluat- höfnin, sem mun hafa vorið í senn virðuleg og fjölmenn, fór fram 9. september 1877, þá um haustiö 15. s.d.e. trinitatis. Sr. Eiríkur Briem, prófastur Húnvetninga, er sat i Steinnesi, framkvæmdi vigsl- una. Hélt hann eftirminniléga vígsluræðu og lagði út af orðum spámannsins Haggai 2. kap. 9,v. þar sem segir: „Dýrð þessa hins síðara hússins skal meiri vera, en hins fyrra var, og á þessum stað vil eg friö gefa, segir Drottinn allsherjar." Eftir ræðu hans tal- aði eigandi Þingeyra og aðal- hvatamaður að byggingu kirkj- unnar Ásgeir Einarsson, böndi og alþ.m. á Þingeyrum. I formála sínum á lýsingu kirkjunnar segir hann: „Þegar eg kom að Þingeyr- um árið 1890, var þar torfkirkja, er farin var töluvert aö hrörna. Þegar það nú þannig lá fyrir, að hún þyrfti að endurbyggjast áður en langt unt liði, þá langaði mig til að gjöra kirkjuna svo vandaða og prýðilega, sem eg átti kost á, til þess að hún scm best gæti sam- svarað hinu háleita augnamiði.“ — Áður hafði veriö allvegieg timburkirkja á Þingeyrum, reist af Lárusi Gottrup árið 1695 — Og hann Iýkur formála sínum með þessum orðum: „Þá þættist eg þö hafa varið vel ef Drottinn — sem eg vona — leggur blessun sfna til þess, að kirkjubygging þessi verði til. að efla lotningu fyrir honum og ef hún gæti orðiö hvöt fyrir aöra, til þess að gjöra hús, sem Guði eru helguö, svo vönduö, sem kostur er á.“ Þessum stórhuga búhöldi og kirkjubönda á Þingeyrum varð að ósk sinni. Kirkjan reis af grunni eftir 13 ára þrotlaust starf við hina erfiöustu aðstæður og er enn i dag éitt af fegurstu og tiikomu- mestu Guðshúsum þessa lands. Ilafði hann þegar í upphafi ákveðið, að kirkjan yrði byggð úr íslensku grjóti, þött á þvi væru allmiklir erfiðleikar, þar sem hentugt grjöt var eigi að fá í land- areigninni eða nokkurs staðar i nánd. Engu að síður er hafist handa vcturinn 1864—1865, að draga grjót á sleðum til bygging- arinnar og var það sótt yfir llópið, á ís vestur í svo kölluð Ásbjarnar- nesbjörg, sem er frek vika til sjáv- ar og var því síðan ekið á kerrum, er uxar drógu 8 km veg. Höfðu uxarnir verið skaflajárnaðii- í því skyni. Var kirkjunni valinn staö- ur á hæð í ailmikilli fjarlægð frá gamla kirkjustæðinu i norðvestur frá bænuni og má sjá kirkjuna víða úr 7 hreppum sýslunnar. Þeir, er unnu að kirkjubygging- unni voru allir valinkunnir iðnað- armenn, er fengist höfðu við margar merkar b.vggingar á þeirri tíð. Yfirsmiður yfir steinbygging- unni var Sverrir Runólfsson, steinhöggvari, en að grindinni vann Halldór Friðriksson, yfir- smiður. Þakskifurnar lagói Guðmundur Jónsson, trésm. í Reykjavík. Við kirkjuna að innan unnu Þorgrimur Austmann frá Gilsárteigi i Breiðdal í Múlasýslu, en hann hafði unniö við smíðar um mörg ár í K.höfn. svo og Frið- rik Pétursson, trésmiður en hann málaði kirkjuna aö innan. Hann var faðir sr. Friðriks Friðriksson- ar, æskulýðsleiðtogans mikla. Eins og áður er sagt var allmikl- um erfiöleikum bundið, aö viða að efni til kirkjubyggingarinnar. Einkum var erfitt, að afla efnis erlendis frá, vegna erfiðra sam- gangna og stóð bygging kirkjunn- og eftir lát hans árið 1845, bjó Ásgeir á Kollafjarðarnesi um 20 ára skeið. Kom hann mjög við sögu félags- og menningarmála á þessum árum, var lengi þingmað- ur Strandamanna og sat Þjóð- fundinn 1851, af þeirra hálfu. Hann var mikill stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar innan þings og utan! Síðar fluttist hann að Ás- bjarnarnesi og að Þingeyrum vor- ið 1860 eftir lát Runólfs Magnúsar Ólsens, alþm. og klausturhaldara, er þar haföi búið um 10 ára skeið, en hann og Ásgeir voru svilar. Ásgeiri Einarssyni er þannig lýst, að hann hafi veriö' stórbrotinn framkvæmdamaöur, búhöldur mikill og auösæll, sem faðir hans. Hann var 1. þingm. Húnvetninga á árunum 1875—1879 og lét mjög að sér kveða á Alþingi. Kona hans var Guðlaug dóttir Jóns kammer- ráðs á Melum í Hrútafirði. Ásgeir lést á Þingeyrum 15. nóv. 1885 og kona hans Guölaug rúmu ári síð- ar. Eignuðust þau einn son, Jón er tók við búi föður síns á Þingeyr- um. Fyrst er getið byggðar á Þing- eyrum upp úr 1100, er Þorkell trandill byggði þar bæ. Um líkt leyti var kirkja reist og segir frá því í Jöns sögu helga. Um það leyti gengu mikil harðindi yfir Norðurland og geröu þá Húnvetn- ingar áheit, að áeggjan Jóns biskups Ögmundarsonar á Hólum, að reisa kirkju á staðnum, ef til betra brygði. Jón biskup varð helgur niaður og þóttu kraftaverk gerast fyrir bænir hans. Ilét Jón biskup til árs með samþykki bænda. Fór biskup úr skikkju sinni og markaði sjálfur grund- völl undir kirkjuna. Við bænir biskups breyttist skyndilega til hins betra, svo að sauðgrös þutu upp og í sömu viku hafði fénaður allur nægilegt fóður. Með þessum atburði var grundvöllur lagður að hinni miklu trúar- og menningar- stöð, er Þingeyrar urðu síðar. Var kirkjan helguð hinum heilaga Nikulási. Svo er um aðrar kirkjur í Þingeyraklausturprestakalli. (!) Altarið og hin fagra altarisbrík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.