Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Side 14
(
Þeir hljöta övallt aö vera mestu skaörœöisgripir.
Hér er sýnishorn af nokkrum -
því miður munu þeir þö hafa verið til miklu fleiri -
1. Calicula (37—41 e. Kr.) var rómversk-
ur einræðisherra. Hann tók við völdum af
Tiberíusi. Honum farnaðist vel á fyrstu
stjórnarárum sfnum en framferði hans
tók skjótt aljíerum stakkaskiptum svo
honum virtist ekki sjálfrátt (ef til vill
eftir sjúkdóm?). Hann neyddi ömmu sína
og fleiri ættingja til að fremja sjálfsmorð.
Einu sinni lét hann fleygja áhorfendum í
hringleikahúsi í Kóm f.vrir öskrandi Ijón.
Hann bjó hersveitir sínar til þess að hefja
innrás i Bretland en varð skyndilega af-
huga alllri innras og skipaði hermönnun-
um að tína skeljar í fjörunni. Frægastur
er hann þó fyrir að gera hest sinn að
ráðherra. Kunn er líka sú ósk hans að
höfuð allra Rómverja sætu á einum háls
svo hægt væri að höggva þá alla í einu
höggi. Hann var myrtur.
2. Páll I. Rússakeisari (1796 — 1809)
var sonur Katrínar miklu. Hún dró það á
langinn að afhenda honum völdin en lét
halda honum í hálfgerðri cinangrun úti f
sveit þar sem hann fékk að ieika sér með
sínar eigin hersveitir fram til fertugs.
Allar þjóðfélagsumbætur sem hann hafði
ráðgert á yngri árum urðu að engu. Hann
var ráðvilltur og hikandi í stjórnaraðgerð-
um, ákvað eitt í dag og annað á morgun.
M.a. átti hann í útistöðum við Austurríkis-
menn, í opinheru stríði við Frakka en
óopinhcru við Englendinga.
Hann gerði sér það að leik að fjandskap-
ast við þegna sína, þar með taldar eigin-
konur aðalsmanna. Þær voru skyldar til
að hneigja sig djúpt hvenær sem þær
komu í námunda við hann, urðu t.d. að
stöðva vagna sína á götunum f Moskvu og
krjúpa þar á kné í aur og leðju. Honum
var ráðinn bani þegar hann var um það bil
að hefja innrás í Indland án þess þó að
hafa nokkurt kort af því landi í fórum
sfnum.
4. Lúðvík II. í Bavaríu (1864 — 1886).
Geðveiki var ættgeng bæði í föðurætt
hans og móðurætt. Draumakóngurinn var
hann kallaður í niðurlægjandi merkingu
þess orðs. Hann var orðlagður fyrir öhóf-
lega eyðslu til skrautbygginga og lista.
M.a. lét hann byggja sér sérkennilega höll
uppi í fjöllum Bavaríu. Henni er tyllt þar
á háan klett. Hún er byggð í „brúðar-
köku“ stíl og skreytt er hún sviðsmyndum
úr óperum eftirlætishöfundar hans
Riehards Wagners. Loks var hann settur í
algera einangrun þegar læknar höfðu úr-
skurðað hann geðveikan og falinn þar
umsjá geðlæknis. Báðir drukknuðu. Alitið
var að Lúðvík hefði viljað drekkja sér en
lækninum mistekist björgunin.
3. Teódór II. í Eþíópíu (1855 — 1868)
var herskár ættbálkahöfðingi og tók til
sín völdin í krafti þess að hann væri
afkomandi Salómons konungs. Hugrakk-
ur var hann sagður með afbrigðum, hafði
mikla ímugust á öllum húsakynnum en
mikið dálæti á hvers kyns vélknúnum
smátækjum. Hann dreymdi stóra drauma
um herferðir gegn Tyrkjum. Þegar hann
var drukkinn gerði hann sér það til gam-
ans að hýða og pynta fólk og rak það
jafnvel í gegn. Hann hneppti evrópska
trúboða i fangelsi, þegar Elísabct drottn-
ing lét undir höfuð leggjast að svara bréfi
frá honum. Bretum varð nóg boðið og
réðust inn í landið undir herstjórn
Róberts Napier. Til að friðmælast bauð
Teódór Bretum nautakjöt f matinn en
honum varð öllum lokið þegar þeir þáðu
ekki. Þá mundaði hann skambyssuna við
gagnauga sér og hleypti af.
getaorðið miklir skaðrœðisgripir