Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Blaðsíða 15
Af hverju flykkist þriðjungur þjöð- arinnar ð vöru- sýningu? Vörusýningu er nú um það bil að Ijúka í Laugardalshöll og þegar þetta er ritað hafa um 45 þúsund manns skoðað hana, en þegaröll kurl verða komin til grafar má ætla að sýningargestir losi 70 þúsund. Lætur nærri að þar sé um að ræða þriðjung allrar íslenzku þjóðarinnar. Það er út af fyrir sig ánægjulegt þegar efnt er til mannamóta, sem vekja slíkan áhuga, að þriðjungur þjóðarinnar þyrpist á staðinn, en engin mannamót hérlendis munu hafa dregið að sér sllkan mannfjölda. Þjóðhátíðin sæla á Þing- völlum mun vera sú samkoma, sem næst kemur, en þar voru 55—60 þúsund manns. f seinni tíð hefur oft verið haft á orði, að Reykjavík sé þunglamaleg og leiðinleg borg með fátt til skemmtunar við hæfi almennings. Að vísu eru hér kvikmyndahús, leikhús, myndlistar- salir og vínveitingahús, og geta sumir þessara staða státað af vinsældum. En staðir þar sem fjöldinn kemur saman til að hittast og blanda geði við náungann í stað þess að láta skemmta sér eru fátíðir. Fjölskyldur og roskið fólk fer til dæmis ekki í vinveitingahús borgarinnar til að skemmta sér saman, og ekki eru allir svo menningarlega innréttaðir að skoða upphengingar myndlistarhúsanna. En víkjum enn að vörusýningunni. Þegar ég kom þangað um síðustu helgi gagngert til að virða fyrir mér mannlifið, bar mikið á því að þar væru heilu fjölskyldurnar á ferð, allt frá gamal- mennum niður i smábörn. Flestir voru i sjald- hafnarflikunum og enginn þarf að segja mér að áhugi á varningi þeim, sem komið hafði verið fyrir í auglýsingaskyni, hafi verið allsráðandi þegar ferðalög þessara smáhópa voru skipulögð. Miklu fremur, að þarna var kjörinn vettvangur til að sýna sig og sjá aðra, hitta kannski einhverja kunningja til að skiptast á nokkrum orðum við — í stuttu máli eftirsókn eftir mannlegum samskiptum. Um 130 fyrirtæki sýndu vörur sinar á þessum stað, og fer ekki á milli mála að undirbúningur hafði kostað bæði ærið fé og tíma. Slík útlát leggja fyrirtæki ekki í nema nokkurn veginn sé vist að þau skili sér aftur i aukinni sölu. Ekki skal ég gagnrýna blómlega verzlun og fjörugt at- vinnulíf, en nokkuð skýtur skökku við þegar viðtakendum áhrifanna, sem auglýsendur vilja koma á framfæri, er i viðbót við það að láta smala sér saman, gert að greiða aðgangseyri, — 650 krónur fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Hin dæmalausa aðsókn að auglýsingahátið eins og þeirri, sem hér er gerð að umræðuefni, hlýtur að vera Ijóst dæmi um hve, fátt er um skemmtanir, sem allir aldurshópar geta sótt. Af „óviðráðanlegum ástæðum" geta slíkar skemmtanir sjaldnast farið fram undir beru lofti, en einmitt af þvi hvað höfuðskepnurnar gera okkur erfitt fyrir, er ástæða til að gera sérstakar ráðstafanir. Við þurfum að eignast fólkvang undir þaki, sem rúmað getur margt fólk, og þar sem áherzla væri lögð á dægrastyttingu fyrir alla aldurshópa með fjölskrúðug áhugamál. Það er engin þörf á því að „hið opinbera" hafi forgöngu um að koma á laggirnar slikum stað eða reka hann — nóg hefur það á sinni könnu. Dag- draumar af þessu tagi flokkast kannski undir léttúð, og ábyrgðarleysi, en skjólgóður fólk- vangur F þéttbýli er áreiðanlega ekki minna aðkallandi en utivistarsvæðin, sem um þessar mundir er verið að skipuleggja i borginni og nágrenni hennar. Félagsspekingum ber saman um nauðsyn þess að einstakir aldurshópar einangrist ekki frá öðrum, heldur eigi sem mest samskipti. Með tilliti til þess getur vart talist æskilegt að halda sérstaka dansleiki fyrir roskið fólk, aðra fyrir Tónabæjaraldurinn, og enn aðra fyriralla þá sem jafnan sækja vinveitingahús og senda loks börnin í þrjúbió um helgar. Þegar rætt er um tómstundir og skemmtanir fer ekki hjá þvi að hin sérkennilegu áfengismál íslendinga komi upp í hugann, því hvort sem mönnum likar betur eða verr er áfengisneyzlan fylgifiskur daglegs lifs fjölda manna, bæði hér á landi og annars staðar. Það er vitað mál, að vandamál í sambandi við áfengisneyzlu fara sizt minnkandi, og reynsla ætti að vera komin á það að stig að gildandi áfengislöggjöf er með öllu misheppnuð nema hvað viðkemur ríkiskassan- um. Til að fá að selja vínveitingar þarf viðkom- andi veitingahús að vera búið fullkomnueldhúsi, og dansgólfi með hljómsveit sem meðal annars verður til þess að gera reksturinn svo kostnaðar- saman, að hann er þvi aðeins mögulegur að um fjöldastaði sé að ræða. Rekstur stórra veitinga- staða er mikið fyrirtæki og hér í borginni hefur þróunin i flestum tilfellum orðið sú að ekki er unnt að hafa slíka staði opna nema um helgar. Er nú ekki kominn tími til að reyna þá leið að leyfa sölu á áfengi með ofurlitið látlausari hætti en hér er lýst? Er endilega víst að íslenzk alþýða sé svo gjörsamlega heillum horfin að henni sé ekki treystandi til að fá aðgang að hinum gullnu veigum, víðar en í ærandi þvögu og tónlistar- hávaða öldurhúsanna um helgar? Að mínum dómi gæti afslappaðri og rólegri áfengisneyzla tvímælalaust samræmzt alþýðu- skemmtunum i loftkastalaborginni, sem ég lýsti hér að framan, jafnvel þótt börn og gamalmenni séu meðal viðstaddra. — Áslaug Ragnars. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu MATiR TT i»RÆe WUM £/f>$ B!!W > ryj.ii M L o 4 \l E A L A N E3S £ R S# Cp O R R l SS $6irn A T L ELP' ittei s T O gR1H AR z.6<4- IRHiR óe.a- 11R. • í 'l A- A R. U R r A N F X X T fí £ A A N l R H O R fí A R I óhö- Z/tMCU Æ t> ÍÖWPfl L M«r*i- N \ £> R A -fo l R Íifí. 1 L A M A T 1 4. N r?«ei Slíóí-i N A M i>V V pvr- uí Æ R l T 1 ímóúT? K'VíTr N fo <L u ovao Jrinr K A L A U £uD OCíOK R A httrfl AR K * T A ruu- 2 'A R. A N R X N k/CI' M 9 Cx A minr CJÍL ur T Æ R. r 1 F A UmH \Htl1FU 5 I L 1 llMADl P£N- /A'Crt A N a A Ð 1 ** 81 A R T T ft fA K A R tjium Ktm Æ 5> U n ta'ifí t/NÍ. 7 ó«- ! L Æ. sffiS FAltl N U Ð A R SK.-1 aR K 1 f> L A « <*■>* fo & A A R KALS- /NM K u L l E 3? pyR IA Ý zsns fATÓO. E L 1 K- A F. A R. N í> ft" A R lls m p MToT $i/ALUR 7 UP- T 7u& 511 Bóu/A P SKoWÁ’ =] ■ » « \ m 'ir’ ií MR- é ein s- AR fífí Blói-uð V6MD- 1 p. |f| ' 0(2- e p- )UR HUNDS \je<vc- FÆKI TÍFii? E/NS K- 4 T ToR- SK- gVTI Kon- A N N/EU \7eRf- FT)?I FLAN UF- A f) 1 L 7f- LÆ k:- Uí?/NN áuv /Z-XTi-Ð Ú.ENC- IÐ C?£" íaka KE'ÍRB- UM Á HEirií- /MS ■ ^ UlM Kv£ N - Dý R iÐ H£lí>4P- L- £ 4 A N NAMW b í fl Avi 5r/re ie. áz. Æf>U? SLHfilXfí l<’£VKr« ÚT HF Ol-O TfioLL- \Ð PE- eif- H R 3LAS 'OFKÓ'M hneiÐ- SfíUí fl í /VI V» - O RJ) ÆÐ T laifR- Fl 5 T FÆf>R ~T~oNN OUH OV Kv£W- HfifN «—?■ l'i k - fH LKTI VZtVAR- F/ZK \ fAMCfí- Vc V Kuík 2 Tní" AMox-p UR T ■ REjK1 lírtuRt- ■ ÍLoCOR SKTÓL - *• (Í5)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.