Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 14
Eiríkur Björns- son læknir Glugga- laus bær Margir hafa lagt leið sfna f Þjórsárdai síðastliðið suraar, til þess að skuða Þjððveldisbæ- inn. Það má sjá á gestabók seni þar lá frammi og flestir gestir munu hafa ritað nöfn sfn í, þegar ég kom þar í góðu veðri var fjöldi manns á staðnum og fiestir virtust hafa ánægju af að ganga þar um hús og var ég þar á meðal. Ég er þakklátur þeim sem stóðu að þvf fram- taki að byggja bæinn og þeim sem lögðu þar hönd að verki. En ég er eins og Þörður á Látrum, ég er ekki sáttur við allar gerðir sem von er. Eng- inn gerir svo öilum Ifki. En steypta veggnum hef ég ekkert á móti. Hann hlýtur að styrkja bygginguna. Við Þórður sem erum báðir aldir upp f sveit vitum vel að torfveggir standa illa þótt vel séu gerðir, torf veðrast með tímanum og sígur þótt ekkert vatn komist að. En skotanna saknaði ég, þótt ekki sé vfst að þau hafi verið á hverjum bæ, þeir hafa ekki allir verið eins. En það sem strax vakti undrun mína var það að utanfrá séð sást enginn glugginn. Mér datt f hug Bakkabræður og bærinn þeirra gluggaiausi. Ekki hefði bóndinn á Stöng borið við að bera birtuna inn í bæinn. En þegar inn kom reyndist bjart og viti menn, birtan barst nið- ur um strompinn. Ekki datt Bakkabræðrum það snjallræði í hug að veita birtu um stromp- ana og ekki trúi ég þvf að sú hugmynd sé komin frá þjóð- veldistímum. Þá voru gluggar á húsum, að vfsu varla með glerrúðum eins og nú. Líklega hafa þeirra tfma menn kunnað að verka (lambs-) skinn þann- ig að þau báru birtu, máske orðið að miklu leiti gagnsæ. Varla hafa hfbýli tslendinga verið vel upplýst fyrr á öldum, en gluggalaus með öllu hafa þau aldrei verið. Vopnfirð- ingasaga gerist fyrir Kristni. Þar segir: „Þeir frændur Geit- ir og Bjarhi lágu morgun nokkurn í einni sæng báðir. Bjórþili var á húsinu og glugg- ar tveir á. Geitir leit út um annan gluggann. Bjarni spurði hvat hann sæi.“ Þetta talar sínu máli, þótt ekki sé mikið sagt. Til þess að koma í veg fyrir misskilning skal tekið fram að bjórþili merkir timburþiln. Geitir leit út um annan glugginn. Það er svo að sjá hann hafi gengið út að öðr- um glugganum, sem þá hefur verið f hæð hauss og litið út um hann. Glugginn gat verið ótær eða mattur þó Geitir liti út, en Bjarni bjóst við að hann sæi eitthvað út um gluggann og Ifklega hafa báðir búist við þvf. Birta hefur því vissulega borist inn um þessa glugga. Stærð þeirra verður ekki ráðin af frásögninni. Eg legg til að (bjór)þil verði sett á stafn þjóðveldirbæjarins að minnsta kosti á dyngjuna og glugga á. Trúlegt er að bjór- þilið hafi oftast verið á efsta hluta gafls hússins eða svo langt niður sem efni og ástæð- ur Ieyfðu og Ifklega verið gert mest glugga vegna. Ég man eftir baðstofum með hlöðnum stöfnum upp úr og gluggum á. Þá var gluggakistan djúp og bar litla birtu. Má vera að svo hafi verið á Stöng, en glugga- laust íbúðarhús er varla hægt að sætta sig við og sýna, þvf ég vona að gluggar verði komnir á Þjóðveldisbæinn að sumri. I spilinu, sem hér fer á eftir tekst varnarspilurunum, á skemmtilegan hátt, að koma i veg fyrir að sagnhafi vinni lokasögnina. Norður S: 6-4-3 H. Á-K-D-6-5 Vestur S: D-10-9 H: G-10 T. Á-10-9-6 L: 9-6-3-2 T: 7 L: Á-K-8-4 Austur S: K-G H. 9-8-3 T: K-8-5-4-2 L: D-10-5 Suður S. Á-8-7-5-2 H: 7-4-2 T: D-G-3 L: G-7 Sagnir gengu þanngi: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 Hjarta Pass 1 Spaði Pass 3 Lauf Pass 3 Hjörtu Pass 3 Spaðar Pass 4 Spaðar Pass Pass Pass Vestur lét út hjarta gosa, drepið var i borði með drottningu, spaða 3 látinn út, austur lét kónginn og fékk þann slag. Austur sá strax að vestur átti spaða. drottningu og sennilega einnig tiuna, þar sem hann lét niuna i spaðaslaginn. Þá sá austur einnig, að eina vonin til að spilið tapaðist væri að vestur ættí tigul ás og til þess að fyrirbyggja að sagnhafi gæti notað hjartað í borði þá ákvað austur að haga vörninni samkvæmt þessum ályktunum. Austur lét nú út tigul, vestur drap með ási, lét aftur tigul og sagnhafi trompaði i borði. Augljóst er að sagnhafi getur ekki lengur notað hjartað i borði til þess að losna við tigulinn heima, þvi hann verður að taka tromp ás, og siðan kemst vestur inn á tromp og þá fær austur slag á tigul kóng. Sagnhafi getur reynt að taka ás og kóng i laufi, trompað þriðja laufið heima. látið út tigul og trompað i borði og þá er staðan þessi: Norður S: H: Á-K-6-5 T: Vestur S: D-10 H 10 T: 9 L: 9 Austur S: G H: 9-8 T: K-8 L: Suður S: Á-8-7 H: 7-4 T: L: A. — V. hafa nú fengið 2 slagi og sé staðan skoðuð nánar, þá kemur i Ijós að sagnhafi kemst ekki hjá þvi að gefa 2 slagi til viðbótar Láti sagnhafi út laufa 4, þá trompar austur og vestur fær 2 slagi á tromp. Láti sagnhafi út hjarta, þá trompar vestur þegar hjartað er látið út i annað sinn, lætur siðan út lauf, austur trompar með gosanum og þá fær vestur slag á tromp Ef litið er aftur á upphaf spilsins, þá kemur i Ijós, að láti austur ekki út tígul þegar hann kemst inn á spaða kóng, þá vinnur sagnhafi spilið Atburðir við Stafnsrétt Framhald af bls. 13 venja í Þingi, en ég hef ekki vanist því aö nýdauóar skepnur séu kallaðar hræ. Þegar fólk kom frá réttinni heim aö Stafni, eftir að slysið var orðið, sögðtt einhverjir, að þetta hefði verið sauðnum í Stafni að kenna. Hann hefði stokkið á undan yfir girðinguna og lfka í ána. Satt var það að hvítur forustusauður var þar til, með svarta bauga kringum augun. Þessi vitnisburður um sauðinn kom illa við Sigvalda bónda, sem von var. Því mátti hann ekki eiga sauð og hvað gat hann gert að því þó sauðurinn þjónaði sinni lund? Um atferli sauðsins voru ósamhljóða sögusagnir. Sumir sögðust hafa séð hann stökkva yfir girðinguna, aðrir ekki. Ég spurði Sigurjón í Hamrahlíð að því, hvort hann hefði séð sauðinn fara á undan yfir ána. Hann neitaði því, en sagði að tvær kindur hefðu verið í brekkunni vestan við stokkinn og féð tekið stefnu til þeirra. Ekkert hefur því sannast um þátt sauðsins í slysförunum, fremur en það, að enginn vissi, hver þeim steini kastaði, sem varð Kolbeini Tumasyni að bana í víði- nesbardaga. Ég held að sagan um sauðinn hafi ekki verið alvar- lega meint og engu heyrði ég kennt um, að slysfarir þessar áttu sér stað. Menn voru æðrulausir og vildu gera sitt bezta eftir því sem á stóð. Strax um kvöldið heyrði ég rætt um, hver ætti að greiða tjónið. í sósialísku þjóðfélagi vill fólk láta borga hverskonar skaða, sem von er, því mikið fé er tekið af því vegna alls konar trygginga. Ég var fljótur að mynda mér skoðun um, hver ætti að borga. Það var enginn vafi. Eldgosasjóður átti að borga vegna þess, að það sem slysinu olli var það að tvö náttúruöfl rákust á, fallvatnið og hópsál sauðfjárins. DULÚÐ Þorleif Jóhannesson bónda í Hvammi í Svartárdal, dreymdi eftirfarandi draum, laust fyrir göngur 1976. Hann þóttist vera staddur á eyri vestan Svartár, syðst á móti Vökuhvammi. Þar stóð fólksvagenbíll og snéri að ánni. Þar voru 4 eða 5 menn við bílinn. Þeir sögðu ekki orð, voru hljóðir og eitthvað dimmir yfirlit- um. Þorleifur spurði bílstjórann, hvort hann gæti fengið far norður yfir ána, en hann sá þá að svo mikið vatn var i ánni, að hún var bakkafull, en ekki óhrein og spurði bílstjórann, hvort óin væri fær og svaraði hann að svo væri og vel gekk yfir óna. Þegar komið var norður fyrir á rifjaðist það upp fyrir Þorleifi að hann átti að bíða eftir tveimur mönnum sunnan ár, sem voru að koma framan af Háutungum og sagði hann bílstjóra frá þessu. Bílstjóri sveigði þá bílinn vestur með ánni að norðan og sagðist mundu aka honum aftur suður yfir ána. Þá sá Þorleifur að áin bungaði upp í miðjunni og var bara þykk leðja og sagði við bílstjórann að hann færi ekki yfir ána, því hún væri margir metrar á dýpt, en bílstjóri sagði það fært. Svo fór hann yfir og bíllinn sökk ekki í eðjuna nema upp að hjólnafi. Svo kom að snarbröttum meln- um sunnan árinnar og sagði þá Þorleifur við bílstjóra, að hann færi ekki upp snarbrattan melinn, en bílstjóri sagðist fara það. Þegar komið var upp á melinn fór Þorleifur út úr bílnum og var þá með slettur af eðjunni úr ánni og sagði við bílstjóra: Ösköp er að sjá þetta. Áin hleðst upp og sér í brattan vegginn og þurr fyrir neðan. Bilstjórinn sagði já í kuldalegum tón og við það vaknaði Þorleifur og leið illa eftir þennan draum. Þorleifur telur að óhreinindi í draumi, séu sér fyrir ábata og sagði konu sinni, að þessi draumur mundi ekki verða fyrir skaða hjá sér, en af því hann var slettóttur í draumnum væri ekki vist að það gilti fyrir alla á heimilinu. Þorleifur missti enga kind í ána, en kona hans eitt lamb. Aörar kindur fórust ekki, sem heimilisfólk átti. Þórir Sigvaldsason bóndi í Stafni mun vera eitthvað næmur yfrir dulrænum áhrifum. Rétt fyrir göngur fékk hann hugboð um að eitthvað alvarlegt mundi koma fyrir við réttina og sagði frá því oftar en einu sinni. Þegar Þórir var ungur sá hann atburð við Stafns- rétt, sem aðrir sáu ekki. Hann sá mann á brúnum hesti koma utan eyrina norðan við réttina, á stökkspretti og stökk hesturinn með manninn yfir réttarvegginn inn i dilk. Þessi' atburður gerðist á þessum stað 70 árum fyrr. Það var Pétur Pálmason bóndi í Valadal sem kom heiman frá Stafni og reið brúnum fjörhesti, sem hann hafði keypt af Jóni Þorkellssyni á Svaðastöðum. Var atburðurinn við Stafnsrétt ‘76 til á bak við tíma og rúm áður en hann gerðist eftir tímatali efnisheims- ins? Fjölmargir vitnisburðir eru til um það frá fólki, sem hefur skyggn augu að viðburðir, sem gerast á vissum tíma í efnisheiminum, séu til bæði á undan og eftir. Sem dæmi um það vil ég segja eftirfarandi munnmælasögu. Menn sem voru að fara suður til sjóróðra komu á bæ nokkurn. Þar stóð svo á, að þar var brjáluð kona og slegið utan um hana i baðstofuhorni. Einn þessara manna hét Bjarni. Hin geðveika kona, var þögul um stund, horfði á mennina og sagði svo: „Ætlar Bjarni suður til að deyja, ljót er kistan." Bjarni drukknaöi fyrir sunnan og lík hans rak á þeim stað, sem timbur var naumast til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.