Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1977, Blaðsíða 2
9. ágúst Nú held ég, aó jörðin sé að hætta að snúast! .. Roger og foreldrar hans heimsóttu afa og ömmu í dag . . . Ég varð alveg í öðrum heimi. Roger hefur aldrei verið eins aðlaðandi og einmitt nú, og mig langaði helst til þess að kasta mér i faðm hans og segja honúm allt, sem mér bjó i brjósti. En í þess stað heilsuðumst við aðeins með handabandi og ég flýtti mér fram í eldhús til þess að laga kaffi . .. Roger kyssti mig. Mér fannst það nákvæmlega eins og mig hafði alltaf dreymt um, alveg frá því að við vorum í leikskólanum. Það hafa fleiri strákar kysst mig, en það var allt öðruvísi. . . Mér fannst þetta eitt það undursam- legasta, sem hafði gerst í Iífi minu. En nú sit ég hér og mér finnst ég vera veik og langar til þess að æla. Hvað gerist ef hann uppgötvar það, sem ég hef að- hafst undanfarið? Getur hann fyrirgef- ið mér? Mun hann skilja mig? Ég er alin upp í þeirri trú, að Guð fyrirgefi mönnunum syndir þeirra. En hvernig get ég fyrirgefiö sjálfri mér? Hvernig getur Roger fyrirgefið mér? Ó, hræðsla og ótti og endalaus kvöl. 22. ágúst Mér tókst að fá mömmu til þess að hringja í Langley og biðja um róandi pillur í þetta skipti . . . 7. september Kvöldið í gær endaði illa. Mamma og pabbi grétu bæði hátt og í hljóði og reyndu að segja mér, hversu vænt þeim þætti um mig og hve leió þau væru yfir hegðan minni, síðan ég kom heim frá afa og ömmu . . . Þau töluðu og töluðu, en reyndu ekki einu sinni að hlusta á það, sem ég ætlaði að útskýra fyrir þeim . . . Ég vildi óska þess, að foreldr- ar reyndu einhverntima að hlusta! Að þau leyfðu okkur að fá að tala svolitla stund í stað þess að þrasa og þusa, prédika og áminna si og æ . . . 13. september Húrra! Ég hef fengið kvöldvinnu í sömu búð og Chris ... Mig grunar, að hún viti eitthvað um eiturlyf, af því að hún hefur gefið mér rauðu ,,hjörtun“ nokkrum sinnum, þegar ég hef fengið þunglyndisköst.. . og hvað sem vera skal, auk þess sem við getum tekið hana með okkur hvert sem við förum, án þess að vera i stöðugri hræðslu um, að löggan þefi okkur uppi... 19.október Ég held, að ég sé tilneydd að láta lögregluna vita um Richie. Ég er hvorki hefnigjörn, vond né öfundssjúk, ég er það alls ekki. En ég verð að gera eitthvað til þess að vernda börnin í barna- og unglingaskólunum. Allur þvættingur Richies um, að ,,þau útvegi sér það hvort sem er“ — er ekkert nema þvæla og aðeins sagt til þess að þvinga mig . . . (?) (enginn mánaðardagur) Það er undarlegt að þurfa að læðast út að nóttu til, en Chris og ég höfum enga aðra undankomuleið. Langferðar- bíllinn fer um klukkan hálf fimm um morguninn og við ætlum að ná hon- um . . . Ég er dauðhrædd um að Richie hefni sín alvarlega, ef hann nær mér einhverntíma. Bless, kæra heimili og góða fjöl- skylda. Ég fer fyrst og fremst af þvi að mér þykir vænt um ykkur og vil ekki láta ykkur vita, hve aum og vesæl ég hef verið . . . SPURÐ UALICE í síðustu Lesbók birtist fyrri hluti frásagnarinn- ar um Aliee. Sjálfsævi- saga hennar í dagbókar- formi barst í hendur út- gáfufyrirtækinu Prentiee-Hall Inc. fyrir fáeinum árum. Handrit- ið var ýmist í venjulegri dagbók eða ritað á alls- kyns blaða- og pappírs- snepla. Alice er ung stúlka, sem gengur í mennta- skóla. Fjölskyldan er ný- flutt í nýtt fylki innan Bándaríkjanna, þar sem faðir hennar er prófessor í samfélagsvísindum. Umskiptin verða erfið fyrir Alice. Hún kemst í kynni við eiturlyfjaneyt- endur og lýsir þeim áhrifum, sem hún verður fyrir, þegar hún neytir LSD í fyrsta sinn. Henni fannst áhrifin góð og hana langar til þess að reyna aftur og aftur — en síðan er hún ákveðin í að neyta eitur- lyfja aldrei framar. Gripið niður í bók, sem segir átakanlega sögu fimmtán ára gamallar stúlku. Þórir S. Guðbergsson tók saman. Síðari hluti. 17. ágúst Ég hef notað allar svefntöflurnar hans afa og mér finnst ég vera rek- 1 ald . . . 18. ágúst Ég var hjá Langley lækni í dag ... Það er ekki svefninn fyrst og fremst, sem ég þarfnast, heldur flóttinn. Það er undursamlegt að flýja á þennan hátt. Þegar mér finnst heimurinn óbærilegur, tek ég inn pillu og bíð þangað til undursamlegur tómleikinn gagntekur mig. Á þessu skeiði lífs míns er tómleiki og ,,ekkert“ betra en „eitt- hvað“. 26. september Kvöldið í gær var kvöldiö — vinkona góð! Loksins fékk ég að reyna hass. Það var stórkostlegra en ég hafði búist við ... Richie sýndi mér, hvernig ég átti að reykja . . . Fyrst andaði ég alltof miklu að mér og hélt, að ég mundi kafna . . . Að lokum fór efnið að hafa áhrif á mig og mér fannst ég verða hamingjusöm og frjáls eins og kanari- fugl . . . 8. október Ég hef sannfært Riehie um, að það sé miklu auðveldara að selja sýru. Við getum sett hana á frimerki, tyggigúmi 26. október Við erum í San Francisco, í kæfandi skitugri og lélegri, eins herbergis ibúð . . . 28. október Allt virðist svo hrátt og ógeðslegt hér. Inni í klæðarskápnum vex meira að segja einhvers konar myglu- sveppur.. . 23. nóvember Nú hefur það gerst aftur og ég veit ekki, hvort ég á að gráta eða fagna. En að þessu sinni voru það allt fullorðnir, sem neyttu lyfjanna á sinn þroskaða hátt, en ekki undir áhrifum frá hópi unglinga... . íbúð Sheilu var eins og útstillingarauglýsing fyrir innanhús- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.