Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Qupperneq 2
Gott er svo langt sem það nær, að erlent skólafólk geti kynnst íslandi og búið hér í tjöldum og svefnpokaplássum. En úr þvs verður enginn atvinnuvegur fyrir lands- menn og litlar sem engar gjaldeyristekjur skilur það eftir. Ástæða er til þess að flýta byggingu ráðstefnuhótels eða hótela, ef tékjur af ferðamönnum eiga að verða okk- ur einhver umtalsverð búbót. ferðamönnum Hotel du Rhone í Genf. dæmi um vel búið ráðstefnuhótel. Þar eru nokkrir mismunandi stórir ráðstefnusalir og allur tilheyrandi búnaður. Akureyri eru frumstæð og það sem skiptir máli í þeim samanburði, er þó fyrst og fremst veðráttan. Ömurlegt er að sjá tjöldin skakast í roki og rigningu á þessum bersvæðum. Tjaldstæðin úti i Evrópulöndum eru næstum alltaf inni í skógi, þar sem ekki hreyfir vind og muninn á sumar- hlýindunum þar og hér þarf ekki að ræða. Náttúruverndarmenn hafa vakið á þvi athygli, að viðkvæmur gróður öræfanna þoli takmarkað átroðning og nú þegar sé farið að stórsjá á gróðri iHerðubreiðarlindumog öðrum ámóta viðkomustöðum um hálendið. Það telst því hyggilegt að reyna ekki að auka þann straum, sem hefur hina mjög svo viðkvæmu hálendisstaði að markmiði. Að visu er hálendið eitt af því, sem ísland hefur uppá að bjóða og því eðlilegt, að við flytjum á ári hverju einhvern fjölda um þær slóðir. Þess ber líka að gæta, að það skapar atvinnu. Það hef ég frá Úlfari Jakob- sen, sem verið hefur ötull í að flytja erlenda ferðalanga um hálendið, að óánægjuraddir heyrist sjaldan, en aft- ur á móti algengt að gestir minnist þessara ferða með mikilli hrifningu enda er allur aðbúnaður góður. Þarna er líka hægt að hafa skipulag á hlutunum, beina straumnum á ákveðna staði og þá kannski hægt að hlífa öðrum viðkvæmum blettum. Um mikinn fjölda verður vart að ræða í þesskonar ferðalögum og eftir- á að beina hingað? Þrátt fyrir rysjótt veðurfar á voru landi, er það staðreynd að til er slangur af fólki um víða veröld, sem lítur nokkrum forvitnisaugum á landið og getur mæta vel hugsað sér að verja til þess einu sumarleyfi að sjá það með eigin augum. Meiri háttar ferðamannaland verður ís- land trúlega ekki og ástæðulaust að gráta yfir því. Með nokkurri auglýs- ingu væri þó hægt að beina hingað nægum fjölda til þess að tekjurnar þar af skipti verulegu máli og er ekki vanþörf á. Þá staðreynd. að ísland er öðruvísi, er hægt að nota til að skapa atvinnu, selja ýmiskon- ar framleiðslu og styrkja með því efnahagslífið í heild. Að þessu marki er hægt að fara ýmsar leiðir. Við getum talsvert ráðið því sjálf, hverskonar ferðamenn við fáum og með tilliti til tekjuöflunar, skiptir það verulegu máli. Tilefni þessara lína er grein eftir Jónas Guðmundsson i Tímanum á síðasta ári, þar sem sú skoðun var viðruð, að við ættum ekki að vera að byggja hótel, en beina heldur hingað því fólki, sem helst vill búa i tjöldum. í því sambandi var réttilega borið lof á hina háþróuðu tjaldstaði, sem hvar- vetna er að finna meðfram þjóðveg- um Evrópu. Þar er allt til alls: Búðir, þvottahús og jafnvel varzla, svo óvið- komandi fólk kemst ekki inn á tjald- stæðin. Með eigin bil og tjald er h'ægt að ferðast á ódýran máta um Evrópu- lönd og hafa islenzkir ferðalangar sagt ítarlega frá þesskonar ferðalög- um í Lesbókinni á síðasta ári. Þeir sem ætla sér að ferðast á þann hátt um ísland, mæta fullkominni vanþróun. Tjaldstæðin i Laugardaln- um i Reykjavik og á túnblettinum á Tower Hotel í London, — eitt af mörgum ráSstefnuhótelum þar í borg. Túrismi Hvers konar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.