Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Side 10
GóS lýsing veitir jafnri og þægilegri birtu um hýbýlin, enauk þess verður að vera sterk birta á ákveðnum stöðum, þar sem eitthvað er verið að gera. Þó verður að gæta þess, að slík Ijós séu vel hulin til hliðanna, ella yrðu þau óþægileg. Hér er dæmi um ágæta lýsingu yfir borði og leslampa, sem lýsir einungis á bókina. Hvað er góð lýsing? Oft er rætt um magn og gæði lýsingar — jafnvel deilt um hvort sé mikilvægara. Að sjálfsögðu þarf að fullnægja báðum skilyrðunum: birtan þarf að vera næg til þess að ná tilganginum með lýsingunni, en Ijósið þarf eigi síður að vera þægilegt fyrir augað, þ.e. valda ekki ofbirtu. Ofbirt- an rýrir sjónina og getur jafnvel skað- að augun, ef hún er mikil og varir lengi. Hún getur bæði stafað af of skærum lömpum eða endurspeglun frá vinnufleti eða verkefni. Birtutöflur tilgreina æskilega birtu (lúx) en einnig fyrir vinnustaði svo- nefndan ofbirtustuðul, sem gefur til kynna mesta leyfilega ofbirtu. Dæmi úrsænskri birtutöflu: ofbirtu- stuðull vinnu- lýsing almenn lýsing Eldhús 500 200 Stofur, svefnherb. 500 100 Forstofur, gangar 22 100 Baðherbergi 100 Speglar 300 100 Matstofur 200 100 Venjul. skrif- stofuvinna 16 1000 300 Hvað vinnst með góðri lýsingu? Afköst við alla vinnu aukast, einnig gæði vinnunnar. Hreinlæti verður meira, öryggi gagnvart ýmsum slys- um og óhöppum eykst — og loks verðurallt umhverfið þægilegra. Aðalsteinn Guðjohnsen Góð lýsing á heimilum Rafljós — dagsljós Ljósið er svo ..sjálfsagt", að við gleymum þvi gjarnan hve gífurlega þýðingarmikið það er. Dagsljósinu sjálfu ráðum við ekki, en raflýs- ingunni höfum við mun meiri stjórn á og getum mótað umhverfi okkar með því á hina ólikustu vegu. En gerum við það rétt? Hér verður farið nokkrum orðum um raflýsingu, einkum á heimilum. IJpplýsingarnar eru að mestu fengnar frá Ljóstæknifélagi íslands. Dagsbirtan er að sjálfsögðu eigi siður þýðingarmikil en raflýsingin, og- þvi er stærð og staðsetning glugga og afstaða innréttinga og húsgagna til þeirra afar mikilvæg. Raunar er aug- að gert fyrir dagsbirtu, og allt frá upphafi hefur maðurinn við Ijósa- skipti sólarhringsins vaknað - i morgunskimunni og gengið til hvílu í kvöldrökkrinu Þess vegna hefur aug- að og sjónskynjunin aðlagað sig að dagsbirtunni — þá sjáum við bezt og auðveldast Við getum að visu séð við mjög litla birtu, jafnvel tunglskin og stjörnuskin, þar sem birtan er aðeins brot úr túxí (lúx er mælieining fyrir birtu) Á alskýjuðum sumardegi er dagsbirtan um 10.000 lúx. Góð raf- lýsing innanhúss er mun minni, almennt á bilinu 50 til 2 000 lúx eftir vinnustöðum. Ljósið er hálft heimilið heimilinu, jafnt og húsgögn og annar húsbúnaður. Ljósið þurfum við til þess að sjá hvað við gerum, og það hefur sálræn áhrif á okkur, hvort sem okkur er það Ijóst eða ekki. Ljósið er hjálpartæki, sem haga verðurá réttan hátt og verður þá einnig til þess að auka vellíðan. Ljósið er hálft heimilið. Mjög mismunandi birtuþörf Heimilið er staður fyrir margar mis- munandi þarfir. Þar hvilumst við eftir erfiði dagsins, leitum að ró og næði. Þá 'vilja flestir hafa fremur daufa hvíldarlýsingu, sem boðar ró og slök- un. En ekki má gleyma því að heimil- ið er vinnustaður. Þá þörfnumst við góðrar vinnulýsingar, sem léttir störf- in. Lestur, handavinna og mörg önn- ur störf eru mikil áreynsla á augun. Eldhúsið er liklega mesti vinnustaður landsins! Birtuþörfin eykst mikið með hækk- andi aldri. Miðaldra maður þarf tvisv- ar sinnum meiri birtu en tvitugur maður, og eldra fólk þarf tiu sinnum meiri birtu fyrir samskonar verkefni. Sjónin daprast með hækkandi aldri. Lýsingin er mikilvægt atriði á Þar sem horft er á sjónvarp, þarf að gæta þess að bakveggurinn eða baksviðið sé vel lýst, ella verður birtumunurinn óþægilegur fyrir augun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.