Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Qupperneq 14
Þýzki rannsæis- máiarinn HANS PLATSCHEK London, París, Hamborg, Berlín, Rostock og víðar. — En víkjum nú aftur til Rostock þar sem við Platschek vorum niður- sokknir í umræður um myndlist. Hann reyndist hafa mikinn áhuga á Edvard Munch, líkt og svo margir þýskir myndlistarmenn, enda var Munch eins konar fóstursonur þeirra og það var frá Þýskalandi sem frægð hans barst um víða veröld m.a. til heimalands hans Noregs! Platschek kunni skil á mörgum mikilvægum samtiðarmönnum Munchs í Þýskalandi og einkum vakti hann athygli mina á skrifum Júliusar Meier — Graefe, um lif og list Munchs, en sá var um skeið, og á blómatimum listtimaritsins viðfráega „PAN" aðalritstjóri þess rits. Allt sannreyndi ég siðar á bókasafni Munch-safnsios og það var ekki svo lítill fengur fyrir .mig að kynnast jafn viðlesnum manni og margfróðum, og jafnframt uppörfun — þvi báðir voru á einu máli um gildi opinnar rökræðu um lisir og andvígir hvers konar und- irróðurs og skúmaskotamakki á þeim sviðum Jafnframt vorum við báðir mjög á móti hvers konar fjarstýrðri níðursoð- inni alþjóðlegri list, sem lýtur sömu duttlungum og lögmálum sem fata- tízkan ef viðkomandi listamaður hefur ekkert að tjá frá eigin brjósti, né neitt fram að leggja til mála annað en ,,Kona með hækjustaf' Olia 131x131 1970. ,.Fólk á gangi'' Vatnslitir 1 975 bergmál af því, sem þegarhefur verið gert. Listamaðurinn er barn umhverf- is sins á hverjum tíma þótt svo að hann meðtaki visst magn af alþjóða- hyggju svo sem eðlilegt er, — en hann er ekki handbendi né þjónn ófyrirleitinna kauphéðna i stétt „galleri-eigenda" meginlandsins, er taka hverja þá á arma sér er þjóna vilja. Það er þá jafnframt talin stað- festing á óskeikulleika þeirra að stefn- an hafi náð útbreíðslu um víða veröld — jafnvel á fjarlægustu útskögum og er því þeirra hagur að halda slíku fram. — Ætla mætti að menn gæti verið hjartanlega sammála um jafn einfaldar staðreyndir sem þessar eftir reynslu undanfarinna áratuga, — en þvi er þó viðs fjarri — sagan endur- tekur sig stöðugt. Hættan á hinum stóru sýningum er öðru fremur sú að sérfræðingarnir og listvitarnír að baki þeirra ákveði sjálf- ir hvað eigi að koma frá hinum ólik- ustu þjóðum og falla þá undir nafnið nýl ist — en dæmi flest annað sem lítilsgilt. Þjóðirnar eru þá ekki að kynna það öðru fremur sem þær þykjast hafa fram að færa og til mál- anna að leggja, heldur eru hér við- komandi erlendir listvitar að taka sér föðurlegt vald og auglýsa sinn eigin óskeikulleika. Við sjáum ekki betur en að hér sé verið að seilast til viðtækari áhrifa en hollt sé eðlilegri þróun listar og þjóðlegra einkenna. — Engan- veginn álitum við Platschek slíkt hafa meira gildi en t.d. listiðnaður frá Hong Kong, sem víða um heim er seldur i verzlunum á röngum forsend- um. Hong Kong sér einnig sögufræg- um stöðum fyrir minjagripum i tonna- tali fyrir ferðalanga. Minjagripur er ferðamaður kaupir t.d í Pompei eða á Kanaríeyjum og á að teljast forn innlend framleiðsla, er ósjaldan ætt- aður frá verksmiðju i Hong Kong og jafnframt lítils virði. Gilda þá ekki sömu lögmál um myndlist og raunar allar listir sem niðursoðnar eru i bláma fjarlægðarinnar? — Skyldi það ekki vera verðmætast sem gert er á hverjum stað undir þeim sérstöku hughrifum og viðhorfum er þar er að finna? — Hafa ekki einmitt mestu listamenn aldarinnar túlkað stað- bundin áhrif likt og þau hafa orkað á þá persónulega? — Hér hafa einstak- ar listastefnur aldrei gert útslagið heldur innihald verkanna — fram- setning þeirra og persónuleg lifun. — Rétttrúnaður á listastefnur hefur hér á sama hátt frekar blindað áhang- endur sina (og hér erum við Platschek engin undantekning) — nákvæm- lega á sama hátt og öfgafullur rétt- trúnaður í trúarbrögðum eða stjórn- málum. Eitthvað á þessa leið snérust um- ræður okkar Hans Platschek i Rostock og siðar i Hamborg, séð i hnotskurn, en þó vorum við engir jábræður á viðfeðmu sviði myndlistarinnar, — ég viðurkenndi ekki að Platschek gæti dæmt allt úr leik er hann hafði lifað og gert sem málari i gamla daga, — hef lengi talið slíkt varhugaverða skoðun, — en fram hjá þvi verður þó trauðla gengið, að listamenn þurfi á stundum á slíkum fjarstæðukenndum öfgum að halda til vaxtar og viðgangs eigin listsköpunar. Bragi Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.