Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 15
Ég seldi landið þitt barnið mitt Eitt þeirra litriku dægurþrasmála skammdeg- isins að þessu sinni hefur verið spurningin um það hvort við íslendingar eigum að selja banda- ríska varnarmálaráðuneytinu aðstöðu fyrir her sinn á Miðnesheiði dýru dollaraverði eða ekki. Kenningin um að selja Bandaríkjamönnum af- not af landinu er nefnd af andstæðingum Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu hennar annað hvort „aronska" eða „landsölu- mál", en af stuðningsmönnunum eru þessi ósköp talin vera „skynsöm fjármálapólitík". Við íslendingar höfum verið sjálfstæð þjóð í rétt rúman mannsaldur og erum ófeimnir við að telja okkur einhverja sjálfstæðustu þjóð verald- ar. Það eru senn liðin tvö ár frá því að við unnum síðasta áfanga sjálfstæðisbaráttunnar, en hann er óskoraður réttur okkar yfir 200 milna fiskveiðilögsögunni. Á því stutta tímabili. sem liðið er frá þvi að danska nýlendustjórnin féllst á sjálfstæði landsins, hefur okkur tekist, með nokkuð sameiginlegu átaki. að steypa okkur út í botnlaust skulda- og verðbólgufen og nú er svo komið, að fæstir sjá nokkra glætu framundan. Mitt í þessum ósköpum hefur hópur manna ruðst fram á völlinn með „patentlausn" upp á vasann, en hún er sú, að bjarga megi þjóðinni upp úr öldudal verðbólgunnar með þvi að tjá ráðamönnum vestur i Washington, að þeir geti fengið landið keypt eða leigt fyrir álitlega fúlgu af dölum. Það má geta þess, að hinir síðar- nefndu hafa, hvorki fyrr né siðar, gefið til kynna að þeir hafi minnsta áhuga á þessu lóðabraski. Þessar islensku frelsishetjur segja fullum fetum, að það sé engin ástæða fyrir islensku þjóðina að herða mittisólina, hætta veizluhöldunum og reyna að lifa á eigin fram- leiðslu, meðan hægt sé að fá dollara vestur i Washington i metravis með því að skrifa undir eitt ræfils afsal. Það fylgir ekki málflutningi jarðabraskaranna hvernig okkur ber að haga okkur eftir að jarðarkaupin hafa farið fram. Það verður erfitt fyrir okkur að halda áfram að gorta af þvi á alþjóðlegum vettvangi að við séum lýðræðis- legasta og lýðfrjálsasta þjóð heimsbyggðarinn- ar. Hvert verður framlag okkar til vestrænnar samvinnu? Eigum við að vera áfram i NATO sem sjálfstætt riki eða hjáleiga? Hvað gerum við þegar þeir i Vesturheimi neita að hækka afnotagjöldin? Eigum við þá að leigja Bretum landhelglna? Við sem um árabil höfum stutt aðild íslands að varnarbandalagi vestrænna rikja höfum oft varað við öfgakenndum málflutningi andstæð- inga Atlantshafsbandalagsins i varnarmálum. í hópi þeirra sem stutt hafa vestræna samvinnu er nú fjöldi manna sem eygir þann möguleika að halda áfram verðbólguveizlunni með þvi að komast i dollarahirzlur Bandarikjahers. Mál- flutningur þessara manna kann að hljóma vel í fyrstu, en ef grannt er skoðað kemur i Ijós að hann er hættulegur sjálfstæði okkar, fyrir utan það að vera einhver mesti fengur sem rekið hefur á fjörur herstöðvaandstæðinga um ára- bil. Eg man eftir þvi sem ungur sveinn i Hliða- hverfinu hér á árum áður, að þá tóku nokkrir hernámsandstæðingar sig til og tjörguðu að næturlagi á heitavatnsgeymana á Öskjuhlið slagorðin „Dollar vors lands". Þetta þótti þá hin mesta goðgá. en nú hljómar þetta eflaust ágætlega sem kjörorð þeirra sem vilja skipta á sjálfstæði okkarog Bandaríkjadölum. Það verður athyglisvert að sjá framan i þess- ar hetjur morgundagsins, þegar þær lita framan i börnin sina og segja: „Fyrirgefðu, ég seldi landið þitt barnið mitt". JÓN HÁKON MAGNÚSSON. EKKI Mé'ík Leor d-VK- i £> 4-ri||| RRF- í>TbFfO Fum í\ Oft HUT.| W Klif- IA Pi HEIB- URlþtl DRHKT- KTU- ^ ^ W fíKfiFl L’lKffMÍ Huuri - FV/«'R irufrd HflFÐI UpP A NftFN J?IF- KRlP- PEILO- /NNl Siae- ! KAMN- l R $?\L VflTN 00. SNTÓR Klíflu- MERK- 'fi FISK- Ki/ft£> 4U-Ð TPJ'óK ua. \IERuC- HflW' INM KewuD foR dP' FliK- uft- 1 N fJ Fv R- SKl5'(T| VG«VC- doRTfl DýR KíiFN- NHFnI Kv/eiJ- HöFuÐ- FU0.LSH Íl’r r j HféZ- IÐNH£>- SQ.- „ i\mw T-sHN -n/e/íí ei/Js Sfoft- o R© L'iK- flM5- HLUT| Kv/eitc- IA fc. Ft-ýnR ÍUT/Jft KfíLfí ÉTTftfc- NPi FN |LL\/!í?k 1 M U. Sud’ *£/MS 15 þRiP- y' + 1 -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.