Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Qupperneq 2
Nú á tímum, þegar menn keppa hver viö annan um að handsama og innbyrða sem mest og flost af framboðnum alls- nægtum, þegar stórmarkaðs-sjónarmiðið er hið eina sem gildir f viðskiptum, þjónustu, framleiðslu, ferðalögum og hverju því er nútímamanneskjur álfta lífsnauðsyn, þá má telja það til tíðinda að fyrirhitta fólk sem hefur allt önnur lífsviðhorf, fólk sem lætur sér nægja sitt daglega brauð, hversdagslegt strit og ánægju en nýtur þó lífsins engu sfður en þeir sem stefna að stórmarkaðslffi á heimsmælikvarða. Ekki þarf að leita lengra frá höfuð- borginni en vestur í Miklaholtshrepp til að kynnast þessum, svo gott sem „horfnu sjónarmiðum". Á bænum Litlu Þúfu þar í sveit búa tvær konur, Ingveldur Jóhannsdóttir og Abelfna Kristjánsdótt- ir. Eftir því sem best verður séð, hafa þær náð eftirsóknarverðu markmiði með þvf einu að una glaðar við umhverfi sitt og aðstæður í samræmi við „hin horfnu sjónarmið". Fræði þeirrar Iffsstefnu, lítt skiljanleg nútfmafólki, eru ekki auð- lærð enda verður hver og einn að taka þann vfsdóm hjá sjálfum sér fyrst og fremst. En ekki er úr vegi í því sam- bandi að huga nánar að búskapar- og lífsháttum á Þúfu. Bóndi á Þúfu Ingveldur Jóhannsdóttir er bóndi á Þúfu, en saman vinna þær Abelína að bú- og heimilisverkum. Það hafa þær gert síðustu 16—17 árin. Áður bjuggu foreldrar Ingveldar á Þúfu, en eftir að móðir hennar lést árið 1944 bjó Ingveld- ur þar með föður sínum, Jóhanni Lárus- syni. „Móðir mín var ættuð úr Borgarfirði en faðir minn úr Dalasýslu. Þau bjuggu á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi áður en þau settust að á Þúfu, m.a. bjuggu þau á Eiðshúsum hér í hreppnum og þar er ég fædd,“ segir Ingveldur. „Móðir mín var ljósmóðir á meðan hún hafði heilsu til. Ég var alltaf heima hjá for- © Ingveldur telst bóndi á Litlu Þúfu og hún hefur alla ævi átt þar heima. Abelína er aðflutt þangað. eldrum minum. Þegar faðir minn lést 1961 tók ég við búinu og hef haldið því áfram siðan.“ Kom fyrst kaupakona að Þúfu Abelína eða Lína, eins og kunnugir kalla hana, er ættuð úr Borgarfirði. For- eldrar hennar voru Ingiríður Þorsteins- dóttir og Kristján Sæmundsson, en hann var frá Vatnshorni í Skorradal, af ætt Bjarna Hermannssonzr sem frá er kominn mikill ættleggur. „Foreldrar mínir bjuggu á Litlu Drag- eyri. Ég var yngst þriggja systkina. En faðir minn missti snemma heilsuna og þau urðu að leysa upp heimilið. Móðir mín fór þá í vist sem vinnukona en gat ekki haft neitt af börnunum á framfæri sínu. Vinnukonukaupið hrökk ekki til þess. Það var þá 30 krónur á ári en barnsmeðalgið 80 krónur. En ég ólst upp hjá góðu fólki á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal. Ég hafði nóg af öllu og hafði ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Abelína. Fyrir meira en 20 árum réðist Abelína kaupakona að Þúfu og skömmu síðar gerðist hún þar heimilisföst. Þannig at- vikaðist það, að ævistarf þessara tveggja kvenna tengdist á föðurleifð Ingveldar. Á Litlu Þúfu í Mikla- holtshreppi bua þær tvær saman Ingveldur Jóhannsdóttir og Abelína Kristjánsdóttir. Þuríður J. Árnadóttir var þar á ferð- inni og ræddi við þær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.