Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Blaðsíða 4
kirkjustaðurinn Ileydalir í Breiðdal.
Gamli bærinn á Gilsárstckk, rifinn um 1940, þá hálfrar aldar gamall.
Gamii bærinn í Heydölum.
Grcinarhöfundur ásamt Þorsteini Stefánssyni fyrrum bónda og hreppstjóra á
Þverhamri. Þorsteinn býr nú í Reykjavík og er 94 ára.
á hverjum bæ
Frá búendum í Breiðdal á þriðja og fjórða tngi aldarinnar
Eftir séra Emil Björnsson. Seinni hlnti.
Og þá höldum við frá Kleifarstekk inn
i Norðurdal og komum fyrst að Dfsa-
staðaseli. Þar bjuggu á þessum árum
afahræður mínir Arni Björn og Bjarni
Arnasynir. Ég kom þar einu sinni,
en þeir komu oft að Felli á Ieið í
karl, fölleitur og skarpleitur með arnar-
karl, falleitur og skarpleitur með arnar-
nef, snyrtilegur og snöggur í hreyfing-
um og tilsvörum. Hann sat í hrepps-
nefnd um skeið, en var ekki gefinn fyrir
þóf og fundasetur. Ef honum leiddist
kastaði hann snöggri kveðju á hina og
var þar með þotinn. Þá var hann litt
gefinn fyrir slór á ferðalögum, fékkst oft
ekki til að fara af baki, þótt hann ætti
erindi, en bar það upp af hestbaki,
kvaddi og fór.
Bjarni frændi minn var snyrtilegur
eins og Arni Björn, og engum öðrum
hefi ég heyrt lýst þannig, að hann væri
rækslinn. I því fágæta lýsingarorði fólst
m.a. að hann væri hreinlegur til fótanna
og þurr í fætur. Rækslinn maður rekur
sig eftir þúfum og þurrum rimum í mýr-
lendi, þó aðrir blotni þar í fætur og hirði
lítt um. Bjarni var miklu hægari en
bróðir hans, þybbnari og hlýlegri í við-
móti, en tæpast eins skarpur í hugsun.
Báðir klæddu þeir af sér hita sem kallað
var, gengu í vaðmálsfötum og hreinlega
til fara.
Guðjón Jónsson bjó í Tóarseli, undir
því tígulega fjalli Tónni, sem er pýra-
mídalöguð og gnæfir í bakgrunninum,
milli Suður- og Norðurdals, þegar horft
er inn eftir Breiðdal. Guðjón var snyrti-
menni eins og Dísastaðaselsbræður,
greindur og farsæll bóndi, barnmargur
og vel virtur af öllum. Meðal barna hans
er Unnur, ekkja öðlingsins sr. Péturs T.
Oddssonar, prófasts í Hvammi í Dölum
og hjá þeim átti Guðjón heima síðustu
árin, sem sr. Pétur lifði.
Jón Björgólfsson á Þorvaldsstöðum,
innsta bænum í Norðurdal, var einnig
greindur vel og hagmæltur, vel máli
farinn og góður bóndi, átti oft vænstu
dilkana til frálags. Mér þótti gaman að
honum, en var þó ekki aiveg dús við
hann að tvennu leyti. I fyrsta lagi hafði
ég hugboð um það snemma, að hann
væri ekki alveg laus við að eiga þátt í að
kona hans átti börn nær árlega, en það
kom sér ekki vel fyrir mig, að því leyti,
að móðir mín var ljósmóðir og tók á móti
þeim í heiminn og varð að fara þær
ferðir á innsta bæinn í dalnum. Þetta var
þó vel hægt að fyrirgefa, en verra var, að
Jón var ákafur framsóknarmaður, en
íhaldsmenn heima hjá mér og allt fór f
háaloft er hann var gestkomandi. En
fljótlega skildist mér nú, að þetta var
ekki eins alvarlegt og ég hélt, og okkur
þótti í rauninni ekki sist vænt um komur
hans. Jón var ekki hár vexti en því
knárri og fjörmeiri. Hann var bróðir
Sigurðar Björgólfssonar, kennara og rit-
stjóra á Siglufirði, sem ég kynntist siðar
og mat mikils. Kona Jóns hét Guðný
Jónsdóttir.
Björgvin Jónasson á Hlíðarenda man
ég einnig vel og hann átti margt myndar-
barna eins og nágranni hans á Þorvalds-
stöðum. Ég kynntist þessum bændum úr
inndölunum ekki síst er þeir voru nætur-
sakir heima, einkum með fjárrekstur á
haustin eða í kaupstaðarferðum. Björg-
vin var myndarlegur maður, drengilegur
og skemmtilegur. H:nn hafði frá mörgu
að segja, sem ungir og forvitnir strákar
gleyptu við, hafði verið í siglingum víðar
um heim, minnir mig fastlega, en líklega
nokkur annar í sveitinni.
Lárus bjó á Gilsá. Hann var sonur Jóns í
Papey búfræðings frá Eiðum. Lárus var
góður bóndi, eins og flestir Norðdæling-
ar, og hafði áhuga á framförum í jarð-
rækt og búskap og vann að þeim. Hann
hafði sig þó fremur litt í frammi en naut
álits sem prúðmenni og myndarbóndi.
Hann varð ekki gamalla maður.Hins veg-
ar er kona hans Þorbjörg Pálsdóttir,
dóttir Páls á Gilsá, enn á lífi í hárri elli.
Hún lést eftir að þetta var ritað 92 ára að
aldri. Hún var án alls efa aðsópsmesta
kona sveitarinnar á þessum árum á sviði
flestra félagsmála. Hún var ætíð á þeim
tíina formaður góðgerðafélagsins Ein-
ingar og stóð fyrir Einingarsamkomun-
um með rausn og skörungsskap. Hún var
allra manna og kvenna best máli farin í
okkar sveit, hraðmælt og hraðmælsk og
kom mörgu þörfu og góðu til leiðar. Hún
var þó aldrei kosin í hreppsnefnd, er
mér óhætt að segja, en þangað hefði hún
átt erindi.
Guðmundur Arnason bjó á Gilsárstekk
og lifði það að verða elsti maður sveitar-
innar. Hann var vel að sér um margt,
búnaðarskólagenginn, greindur maður
og ritfær, hreppsnefndarmaður um
skeið og sjálfsagður fulltrúi i skatta-
nefnd og skólanefnd, svo eitthvað sé
nefnt af þeim opinberu trúnaóarstörf-
um, sem hann kom nálægt. Mig minnir
hann einnig vera forvigismaður í
Búnaðarfélaginu. Guðmundur var menn-
ingarmaður og braut upp á mörgum
þörfum málum og framkvæmdum. Hann
var eins og margir slíkir allgagnrýninn,
og það kunna ekki alltaf allir að meta til
fulls, fyrr en síðar, en gagnrýni hans var
sprottin af framfaravilja. Kona Guð-
mundar, Guðlaug, alsystir Þorbjargar
á Gilsá, var einnig mesta menningar-
kona og greind vel og lengi formaður
lestrarfélags sveitarinnar.
Páll sonur Guðrnundar og Guðlaugar,
kenndur við Gilsárstekk, bjó þar fyrst
með foreldrum sinum og síðan áfram og
gerðist einn helsti forvigismaður sveitar-
félagsins, oddviti og hreppsstjóri um
langt árabil, en er nú látinn. Páll var vel
kvæntur, Hlíf dóttur Magnúsar á Skriðu
fríðri konu og myndarlegri, sem enn er
organisti við Eydalakirkju. Þeir Gilsár-
stekksfeðgar, rituðu báðir I Breiðdælu
dr. Stefáns Einarssonar.
Sóknarpresturinn í Eydölum, séra
Vigfús Þórðarson, fæddur að Eyjólfs-
©