Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Page 5
Bærinn á Þverhamri, sem Ari Brynjólfsson alþingismaður byggði fyrir aldamót. Þessi bær brann árið 1944. Goðaborg — útsýni frá Felli í Breiðdal. stöðum á Völlum, og áður prestur að Hjaltastað, er minnisstæður og merkur um flest, og hef ég áður ritað sérstaklega eftir hann og konu hans. Einkum minn- ist ég hans sökum tónlistarhæfileika hans, barngæsku og fágætrar handlagni eða verkfimi, ef svo mætti segja. Ræður hans voru góðar en hann var þó mun betri söngmaður og lék á ýmis hljóðfæri, harmoníum og gítar og ekki síst á mandolín, jafnvel held ég fiðlu lítilshátt- ar. Hann kenndi og ýmsu ungu fólki að leika á kirkjuhamoníum og honum var í blóð borið að láta vel að börnum. Hann kenndi mér bassarödd í mörgum lögum sem ég bý ennþá að, og söng siðan sjálf- ur „diskantinn" og lék jafnframt undir. En sérstakast var þó e.t.v. um mann i hans stöðu, að hann gerði við flest ílát og verkfæri, sem aðrir gátu ekki gert við, fyrir sóknarbörn sin og hafði þetta allt I sér. Minnti hann i þessu efni ekki á aðra fremur >n embættisbróður sinn, séra Jón Prii ius í skáldsögu Laxness. Séra Vigfús var einmitt meistari í að gera við prímusa og þess háttar apparöt. Hann gerði marga götótta potta heila með því að lóða og sjóða i þá og hann var snilling- ur í að gera við úr og klukkur. Séra Vigfús Þórðarson hljóta menn að meta þvi meir sem menn hugleiða lengur hans líf og starf. Hann mun hafa eignast einhverja fyrstu sláttuvélina í sveitinni, hafði sína aðferð við að hreinsa dún og ég held að fyrsta útvarpstækið i sveit- inni hafi komið á hans heimili. Séra Vigfús sat í hreppsnefnd og sáttanefnd og var formaður skólanefndar. Kona hans var Sigurbjörg Bogadóttir Smith frá Arnarbæli á Fellsströnd, syst- ir frú Hlifar prestsekkju í Flögu. Hún var greind kona og hin tigulegasta, góð- hjörtuð og stórtæk. Meðal fósturbarna prestshjónanna var Bogi Sigurðsson, kennari og framkvæmdastjóri Sumar- gjafar í Reykjavík um langt skeið. Sonur prestshjónanna, Einar, var í sambýli við foreldra sína. Hann var lærður úr verslunarskóla og hafði lagt stund á ljósmyndun, sem hann iðkaði nokkuð, og hafði bæði erft tónlistar- hneigð og handlagni föður síns. Einar er enn á lífi í Reykjavík og vann lengi hjá Rikisútvarpinu. Mér er i fersku minni þegar hann var að setja upp loftnet fyrir fyrsta útvarpstækið í Eydölum og að koma því mikla galdratæki i gang. Einar var á þeim árum kvæntur Áslaugu Þor- kelsdóttur, sem er látin fyrir mörgum árum, systur Björns bónda og fræði- manns í Hnefilsdal á Jökuldal, en Ás- laug var ein mesta gæða- og rausnarkona sem ég hefi þekkt. Guðmundur afi minn Arnason (fædd- ur að Randversstöðum, þar sem forverar hans bjuggu) bjó ekkjumaður í Felli félagsbúi með Stefáni syni sinum, og þar bjó einnig Árni Björn faðir minn og móðir mín Guðlaug H. Þorgrimsdóttir ljósmóðir, sem ég hefi minnst .í bókinni „Móðir mín húsfreyjan", fyrr á þessu ári. Afi minn var smfður góður, ólærður þó, bæði á tré og járn og smíðaði flest frá skeifum upp í íbúarhús úr timbri. Hann var að jafnaði hressilegur ávarps og við- ræðu, sérlega gestrisinn, hestamaður mikill og tamdi oft fyrir aðra. Hann var fæddur 1859 og mér fannst hann næst- um muna Móðuhraðindin i gegnum afa sinn. Hann var framfarasinnaður Ihalds- maður ef svo mætti að orði komast, vildi gjarnan prófa nýja hluti en þó ekki gina við nýjungum. Hann var spaugssamur og borgaði fyrir sig, kenndi meó aga, en var alltaf réttlátur, gat verið eilitið harður viðkomu á yfirborðinu, en örgrunnt á djúpri hlýju, sem kom föðurlausum sonarbörnum hans vel. Stefán sonur hans, föðurbróðir minn, var greindur og hefði átt aö læra til bókar, eins og hon- um var margt vel gefið. Með honum, afa minum og móður, ólst ég upp eftir lát föður míns frá átta ára aldri. Meðal barna Stefáns er Arni hótelstjóri á Hornafirði. Faðir minn Arni Björn lést um fertugt. Þó mér sé málið skylt verður að segja það sem almælt var að hann var sérstakt góðmenni, ekki ólíkur nafna mínum á Kleifarstekk, sem ég nefndi fyrr. Ef til vill hafa sumir brosað að þeirri góðmennsku bóndans föður mins að hann gat aldrei lógað neinni skepnu sjálfur, og aldrei hraut honum eiginlegt blótsyrði af vörum þótt ótrúlegt sé. Hann var enginn stórbóndi en hafði þó yndi af fjármennsku og fóðraði vel. Hugleiknast var honum að lesa bækur, svo sem ís- lendingasögurnar, sem ég man fyrst eft- ir að hann las fyrir mig, og það var mikill viðburður þegar afi gerðist bókavörður Lestrarfélagsins og bókaskápur þess kom á heimili okkar. A Ormsstöðum lést Eirikur bóndi Guð- mundsson snemma á uppvaxtarárum mínum en ég man vel eiginkonu hans og ekkju Geirlaugu Fillipusdóttur, dóttur Grasa-Þórunnar og systur Erlings grasa- læknis í Reykjavik; sjálf sauð Geirlaug einnig margt úr grösum. Hún var fágæt- lega andlega og likamlega hraust og heil- brigð, karlmannsígildi þótt ekki væri hún há i loftinu og svo rómsterk að hún ein gat kallað milli bæjanna Ormsstaða og Fells i kyrru veðri. Geirlaug var mik- ill og hlýr persónuleiki og tók að lokum þátt i leiksýningum á fjölum Þjóðleik- hússins háöldruð. Á eftir Geirlaugu fluttust þau Brynjólfur Guðmundsson og Sólveig Eiriksdóttir, kona hans, i Ormsstaði og urðu þar með næstu nágrannar okkar i Felli upp frá því. Brynjólfur var mikill gæðamaður glaður og reifur alla ævi og. gamansamur. Greiðvikinn var hann með afbrigðum og minnist ég hans með virð- ingu og ævarandi hlýhug. Guðlaug hafði dvalist i Kaupmannahöfn og var mikil hannyrða- og saumakona, bráðmyndar- leg húsfreyja og menning í blóðinu. Hjá þeim dvaldist móðir hennar, Sigríður Bjarnadóttir frá Viðfirði, sviphrein merkiskona, móðir Bjarna Eiríkssonar í Bolungarvík og amma Björns Bjarnason- ar rektors í Reykjavík. A Þverhamri var margbýli og bjó þar meðal annarra Arni Guðmundsson, bróð- ir Brynjólfs á Omrsstöðum og likur hon- um að drenglund, sem við unglingarnir nutum, harðfriskur maður og karlmann- legur, þó ekki væri hann stórvaxinn. Arni dó á miðjum aldri, Herdis Jónsdótt- ir ekkja hans bjó síðan með Guðmundi syni þeirra, sem hefur nú búið á Þver- hamri góðu búi um langt skeið. A Þverhamri bjó einnig hreppsstjór- inn Þorsteinn Stefánsson, fóstursonur séra Jóns á Stafafelli í Lóni og bróðir Metúsalems búnaðarmálastjóra. Eg sá hann fyrst vera að plægja skák og gengu hestar fyrir plógnum. Ég hafði ekki áður séð plægt og þótti mér athöfnin áhrifa- mikil og maðurinn réttnefndur herra jarðarinnar. Þorsteinn hreppsstjóri var mikill áhugamaður um jarðrækt og bún- að og félags- og framfaramál almennt. Allir báru virðingu fyrir honum sem yfirvaldi svo að hann þurfti ekki að beita sér. Enda hefði hann seint gripið til þess. Hann var maðuf friðarins sem lægði öldurnar með svipbrigðum einum og persónuáhrifum. Sem barn bar ég pínulítið óttablandna virðingu fyrir hon- um, en seinna komst ég að raun um að sjaldan hafði beygur verið ástæðulaus- ari. Þorsteinn er enn á lífi 94 ára að aldri í skjóli Margrétar dóttur sinnar í Reykja- vík við góða heilsu að kalla og heldur andlegri og raunar einnig likamlegri reisn sinni ennþá. Þorsteinn var kvæntur önnu, dóttur Ara alþingismanns Brynjólfssonar á Þverhamri, svipmikilli gáfukonu, sem ég ritaði eftir, mig minnir 1960. Anna hafði bókaverslun, sem ég.hygg að lestr- arfélag sveitarinnar hafi hagnast meira á en hún sjálf, og hún hafði brennandi hug á öllum liknar- og menningarmál- um. Anna Aradóttir ritaði merkan minn- ingaþátt, eða þætti, úr Breiðdal í Breið- dælu dr. Stefáns Einarssonar, og Þor- steinn maður hennar ritaði þar um verzl- un í byggðarlaginu. Þá bjuggu einnig i Þverhamri i mína tíð bræðurnir Ari og Sveinn Brynjólfs- synir, fyrst ókvæntir, en um fertugt, að ég hygg, kvæntust þeir samtimis og hefir undirrituðum ekki í annan tima þótt meira um vert að vera boðsgestur en í þeirri brúðkaupsveizlu. Astæðan var sú að ekki voru aðrir unglingar boðnir af mínum bæ, ég var elztur og slapp naum- lega í gegn við mikla öfund. Ari kvæntist Sigríði dóttur Brynjólfs Sigurðssonar, sem þá átti einnig heima á Þverhamri, en brúður Sveins var Anna kennari, dóttir Jóns á Hól og Guðbjargar ljósu minnar, og veit ég ekki betur en að þau Sveinn og Anna eigi enn heima á Þver-' hamri. Sonur þeirra er Guðjón rithöf- undur að Mánabergi á Breiódalsvík. Nýbýlið As á Breiðdalsvík stofnuðu öldruð heiðurshjón, Einar og Björg, en . þau bjuggu þar með Einari fóstursyni sínum Sveinssyni og i tvíbýli við Stefán Þórðarson. Þeir Einar yngri og Stefán voru áhugasamir um þátttöku í félagslifi man ég, sóttu oft fundi og samkomur. Einar kaupfélagsstjóri Björnsson reisti einnig á þessum árum nýbýlið Hamar á Breiðdalsvík með Aðalheiði konu sinni Pálsdóttur frá Heyklifi í Stöðvarfirði. Einar var bæði alvörumað- ur og spaugsamur eins og Baldvin bróðir hans, sem einnig vann við kaupfélagið, og bræður þeirra allir í Höskuldsstaða- seli, sem að framan getur. Einar hafði átt gildan þátt í stofnun gamla ung- mennafélagsins í sveitinni 1911, er síðar lagðist niður og Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði var stofnað 1937 eftir að gamla félagið hafði ekkert starf- að í allmörg ár. Einar Björnsson var vel látinn kaupfélagsstjóri þótt krepputímar væru á þeim árum. Á Selnesi bjó Guðni Arnason, en ég man litið eftir honum og betur eftir Jóni bróður hans, símstöðvarstjóra, sem var góður kunningi. Gísli sonur Guðna tók við búi af honum á Selnesi og einnig við afgreiðslu pósts og síma. Gísli var og er friður maður sýnum, nettur og snyrtileg- ur. Hann er orðheppinn, eins og séra Robert Jack vitnar um í ævisögu sinni, gat jafnvel verið svolitið striðinn. Gísli er mesti greiðamaður eins og Ingibjörg Guðmundsdóttir kona hans. Mörg barna þeirra eru búsett á Höfn í Hornafirði, meðal þeirra Heimir Þór fyrrum skóla- stjóri í Breiðdal. Þorgrimur Guðmundsson, smiður og beykir, bjó á móti Gísla á Selnesi og eignaðist fjölda myndarbarna með Oddnýju konu sinni Erlendsdóttur, sem enn var á lífi er ég hafði seinast spurnir af henni. Þorgrímur og afi minn voru virktavinir þó aldursmunur væri mikill. Þorgrimur og Oddný voru valmenni eins og GIsli og Ingibjörg og vinsæl eftir þvi. Og þá er aðeins ónefndur einn bær í dalnum eins og byggð var háttað þar á minni tíð, Snæhvammur, sem er ysti bær á útsveit að austanverðu, eða norðan- verðu myndu aðrir segja. Þar bjó Jón Þórðarson hniginn að árum í bernsku minni, talinn fremur efnaður, hvort sem það var nú rétt, og þótti fara vel með fjármuni heyrði ég talað um. Sonur hans, Sigurjón tók við búi af föður sin- um og kvæntist Elinu dóttur prestshjón- anna í Eydölum og þótti hún góður kven- kostur. Sigurjón var, að ég hygg, talinn einna mestur andlegur atgervismaður i Bréiðdal á uppvaxtarárum mínum, skólagenginn, skáldmæltur og gáfaður. Mér er óhætt að segja að hann hafi verið i hópi hinna 16 skálda sem Tómas Guð- mundsson minnist í fjórða bekk Mennta- skólans i Reykjavík í hinu alkunna kvæði sinu. En Sigurjón geröist ekki embættis- maður heldur bóndi á föðurleifð sinni. Sumir kunna að efa að hann hafi lent á réttri hillu og aðrir telja að hann hafi valið hið góða hlutskiptið. Mér kæmi það ekki á óvart. Eitt er vist að sveit vor hefir notið hans og hann hefir ætíð notið hennar, einnar svipmestu og fegurstu sveitar landsins og skrifað um hana í Breiðdælu. Hann leitaði ekki langt yfir skammt. Rjtað haustid 1977- Emil Björnsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.