Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 6
Dutlungar pilsfaldsins Myndin er tekin í Reykjavík; nánar tiltekið á Hverfisgötunni eins og sjá má af þeim sérstæðu og útskornu skreytingum, sem prýða forhliö timburhússíns til hægri. Á steinsteypuöld er pví miður fátítt, að eitthvað sé gert fyrir umhverfiö, sem gleöur augað. En pað er raunar fleira hér sem gleður augað — og sennilega hefur vakað fyrir Ijósmyndaranum að ná pví fremur en skreytingunni á forhlið hússins. Ung og falleg stúlka gengur parna uppeftir götunni og snýr sér við, pví hún hefur pata af Ijósmyndaranum. Og hvaö er aö sjá; stúlkan er prýðilega klædd að öllu leyti nema pví einu, að hún er berlæruð. Þessi mynd er sumsé frá dögum stuttu tízkunnar og minipílsanna; — ætli paö hafi ekki verið um eða rétt eftir 1970. Erfiöir eru dutlungar pilsfaldsins og hér norður á íslandi veröur heldur betur að bíta á jaxlinn, Þegar tízkan fyrir skipar faldinn eins og sést á myndinni. Það eru pau lög, sem síst af öllum eru brotin — og pó eru engin viðurlög. Aö sjálfsögðu var broslegt að sjá blessaðar dúfurnar svona klæddar í frosti og jafnvel í skafbyl. En bað er víst betra að skjálfa dálítið en vera „púkó“ og pað er eitt pað merkilegasta við hverskonar fáránlega tízku, að pegar nógu margir dansa meö, hætta allir að taka eftir pví, að pað sé eitthvað sérstakt á ferðinni. Nú, pegar dutlungar pilsfaldsins hafa fyrirskipað, að hann skuli hafður mun neðar, mundi klæðnaður stúlkunnar á myndinni vekja furðu og jafnvel hneykslun. Og hvaö sem fagurfræðilegu hliðinni líður, pá hefur pessi tízka varla verið til bóta fyrir heilsufarið. Saab örgerö 1978 Rökrœn hönnun og öryggi í fyrirrúmi Sé nútíma fimm manna fjöl- skyldubíll hugsaður út frá rök- rænu sjónarmiði einvörðungu, er vissulega erfitt að koma auga á skynsamlegri lausn, en fundin hefur verið með Saab 99. Hér er góður brúkunarhestur, sterk- byggður, með framhjóladrifi og þræðir hinn gullna meðalveg skynseminnar með tilliti til eyðslu annars vegar og vinnslu hins vegar. Hann er hentugur í borgar- umferð að því leyti að hann er tiltölulega fyrirferðarlítill að ytra máli, en aungvu að síður jafn rúmgóður að innan og margir miklu fyrirferðarmeiri bílar. Gluggaflöturinn er hár, útsýni gott, sætin eins og bezt verður á kosið og upphituð. Allur innri frágangur smekklegur og traust- legur. Þetta er vissulega ákjósan- leg málamiðlun, en stundum virð- ist vera nauðsynlegt að slá af skynseminni til þess að bíll verði „spennandi". Allt er það þó smekksatriði og til eru þeir, sem álíta Saab bíla fegurstan. Fleiri munu þó á þeirri skoðun, að hann sé kannski um of stubbslegur til þess að hægt sé að telja hann í flokki með þeim bílum sem hvað bezt þykja teiknaðir. En sem sagt; Hér hefur notagildið verið látið ráða ferðinni, enda er bíll ekki annað en vél til að aka í; komast frá einum stað á annan, þægilega, ánægjulega og að sjálfsögðu með fyllsta öryggi. Hér eru jafnvel þurrkur á framlugtunum og höggvarar, sem ekki eru bara uppá útlitið, en gera raunverulegt gagn. Allt er þetta í nákvæmu samræmi við yfirlýsingu framleiðandans, sem birt er í ágætu riti um þessa sænsku verksmiðju og hljóðar á ensku: „We believe in plain common sense“ og þýðir bókstaf- lega: Viö trúum á einfalda heil- brigða skynsemi. Það er vissulega erfitt að hafa nokkuð á móti slíkum sjónarmið- um, þegar of margir bílar eru á flestum götum og orkunotkunin er alvarlegt vandamál. Samt vantar ögn upp á og raunar þar sem sízt má vænta þess. Samkvæmt nýleg- um skýrslum um bilanir og viðhald, sem teknar voru saman og birtar í Bandaríkjunum, — og hliðstæðri skýrslu frá Félagi danskra bifreiðaeigenda, er Saab ekki meðal þeirra bíla sem minnst bila. Báðar voru þessar skýrslur alveg samhljóða. Minnst höfðu bilað tvær gerðir japanskra bíla, en bæði Volvo og Saab voru býsna neðarlega á listanum, en yfirleitt voru það smábilanir. Saab 99 er fáanlegur bæði tveggja og fjögurra dyra og hálf-afturbyggða gerðin Combi Coupé fæst Sæði þriggja og fimm dyra. Þá er mjög stór hurð á afturendanum. Báðar gerðirnar eru með fjögurra strokka vél; en ein með sex; sedan-gerðin með 118 hestafla vél, en Combi Coupé með 100 og 108 hestafla vélar. Mikið flutningsrými er í Combi Coupé, en í venjulegu gerðinni hefur verið fórnað farangursrými til þess að halda fyrirferð bílsins innan þeirra marka, sem sjá má. Hins- vegar er Saab stærri bíll en hann lítur út fyrir að vera; til dæmis er lengdin 4.53 m. Sá gamli Saab 96 er enn á ferðinni og þrátt fyrir framúr- stefnuútlit og mikla straumlínu á sínum tíma, er hann nú orðinn dálítið gamaldags. En Saab 96 er bíll með frábæra aksturseiginleika og eini gallinn á honum er, hversu þröngur hann er að innan. Saab 96 kostar núna 3.338 þús. Saab 99 er fáanlegur í fimm afbrigðum, sem merkt eru með bókstöfum: L, GL, GLE, EMS og Turbo. Venjulegasta gerðin er auðkennd með L. Lítið eitt íburð- armeiri er GL-gerðin og GLE er Combi Coupé, fimm dyra. EMS er sportútgáfa og efst á listanum er Saab Turbo, búinn sex strokka vél, sem þó á ekki að vera þorstlátari en venjuleg 2 lítra bensínnvél. Turbo-vélin er með beinni innspýt- ingu og 145 DIN-hestöfl. Samkvæmt upplýsingum frá Saab-umboðinu, Sveini Björnssyni & Co, er afgreiðslufrestur um það bil 4 vikur. Umboðið lánar 300 þúsund til 8 mánaða. Verðið á Saab 99L eru tæpar 3.8 millj. kr., á GL rétt innan við 4 milljónir, á EMS 4.4 milljónir og dýrasta gerðin: Saab 99 GLE kostar 5.1 milljón. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.