Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Qupperneq 8
TAMARA DE LEMPICA
Greifaynjan Tam-
ara dc Lempica,
klædd samkvæmt
Parísartízkunni
uppúr
1020. Hún var mjög
kunn í samkvæmis-
lífi yfirstéttarinn-
ar í París og lifði
ævintýralegu lífi.
Nektarmyndir Tamara de Lempica þykja mjög sérstæðar eins og þessi ber með sér. Hún var sýnd í París
1927.
Dularfull ævintýrakona og listmálari, alþekkt í París þriðja
og fjórða áratugarins, en fluttist svo til Ameríku rétt fyrir
stríð og lét sig hverfa. Enginn veit með vissu, hvar hún er
nú, en myndir hennar þykja hafa sérstakan þokka til að
bera og hafa á nýjan leik verið dregnar fram í dagsljósið.
Furðulegt er það, en hefur
þó átt sér stað oftar en einu
sinni, að hálfrar aldar gamlar
myndir eru allt í einu*dregnar
fram í dagsljósið; blöð um
allan heim birta af þeim
myndir, söfn slást um að fá að
sýna þær og verðmæti þeirra
rýkur uppúr öllu valdi. Enn
hefur þessi saga gerst og
hlýtur það að hafa komið
málaranum nokkuð á óvart. í
40 ár er þessi málari búinn að
vera gleymdur og grafinn og
er þessi nýlega uppgötvun í
stíl við annað í lífi hans.
hessi málari er kona af
pólskum uppruna, Tamara dc
Lcmpicka og hefur hún lifað
lífi, sem er í senn viðburðaríkt
og sveipað mikilli dulúð. Svo
mjög er Tamara í tízku sem
málari, að nýlega er út komin
í New York vegleg bók um
verk hennar. Aítur á móti cr
fátt eitt hægt að segja um
höfund myndanna* menn gera
því skóna, að hún ætti að hafa
svo sem eitt ár um sjötugt
núna, en enginn veit hvort hún
á heima f Houston í Texas, i
París eða Monte Carlo.
I>að eitt er vitað um lff
hennar, að hún muni fædd f
Varsjá og hafi heitað Gorska.
Einhvernveginn barst hún
austur til Rússlands og gæti
hugsanlega hafa stundað þar
listnám. Þó er það óvíst. En
hún giftist rússneskum manni,
Lempicki að naíni og þau
eignuðust eina dóttur barna og
flúðu land. þcgar byltingin
varð austur þar 1917.
Næst er vitað um Tamara de
Lempicka í París. Þar var hún
við listnám hjá André Lhote,
sem daðraði við kúbisma í
myndlist. Tamara tók ákveðin
áhrif frá kúbismanum, en hún
var of rómantisk til þess að
meðtaka hann ómeltan. Um-
fram allt cru myndir hennar
af fólkit hún málaði tfzkugyðj-
ur Parísarborgar, sjálfa sig og
hina og þessa markisa og
greifa og alltaf eru myndir
hennar erótískar cins og hún
var sjálf.
Á tímabili hélt Tamara
sýningar og hlaut ýmis verð-
laun og uppúr 1930 virðist hún
hafa verið vel efnum búin og
lifði þá og hrærðist í sam-
kvæmislífi yfirstéttarinnar í
París. Sjálf var hún frægur
gestgjafi og bar smaragða
„djúpa eins og vötn“. Um tíma
átti hún viðburðarfkt ástar
ævintýri með ftalska skáldinu
Gabriele D.Annunzio. Ekki er
vitað, hvað varð um eigin-
manninn, en árið 1938 giftist
hún í annað sinn og þá
ungverskum barón.
Þar með sagði Tamara de
Lempicka skilið við París og
alveg á réttum tíma, því
höfuðborg myndlistarinnar
var á sfðasta snúningi sem slík
og geigvænlegir tfmar í nánd
í Evrópu. Þau hjón settu
kúrsinn á Amerfku og Tamara
varð fljótt umtöluð þar og
oftlega á dagskrá f slúðurdálk-
um blaða, sem venjulega segja
aðeins frá frægu fólki og ríku,
nema hvorttveggja sé.
Þannig liðu tíu ár. En um
1948 hvarf Tamara de Lem-
pica jafn skyndilega af
stjörnuhimni Ameríku og hún
hafði birzt, aðeins rúmlega
íertug að aldri og enn með
fegurstu konum. Hún hætti að
vera til sem málari, sást ekki
í samkvæmum og gleymdist
fullkomlega. En fyrir fáum
árum sá ftalskur ritstjóri,
Franco Maria Ricci myndir
eftir hana og varð svo hrifinn
að hann tók að sér að draga
þau verk hennar fram í dags-
ljósið, sem hugsanlega væri
hægt að ná í. Árangurinn af
því starfi er bókin, sem fyrr er
á minnst.
Þar fyrir heíur Tamara de
Lcmpica ekki komiö fram í
dagsljósið og enginn veit
hvernig hún hefur tekið þess-
ari sfðbornu, cða raunar cnd-
urhcimtu frægð. í myndum
sfnum er hún að verulegu leyti
barn síns tíma. En fólkið, sem
hún málaði, varð að sumu leyti
eins og guðir fornaldarinnar
— þó með erótísku ívafi.
Tamara hefur tekið áhrif frá
klassfskri list Forn Grikkja og
Rómverja og þau áhrif koma
hcnni að góðu haldi til að
undirstrika fágaðan stfl og
glæsimcnnsku, sem óneitan-
lega ríkti í París á þriðja og
fjórða áratugnum.
Gísli Sigurðsson.