Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Side 11
Ferðaþáttur frá Rússlandi
eftir Sigurveigu Guðmundsdöttur
Kreshchatik-stræti í Kiev og óperuhúsíð par 1 horg.
þeir hefðu verið hliðhollir óvinunum þó
að klaustrið hefði orðið fyrir miklum
skemmdum í striðinu. Voru þeir þá
reknir burt.
Þegar við komum í klaustrið sáum við
enga munka og núna er áreiðanlega eng-
inn munkur lengur í þessu forna setri.
Samt er þeim byggingum haldið við
sem eftir standa og er þar á meðal mjög
fallegt og sérstætt hús sem ábóti klaust-
ursins bjó í. Sömuleiðis klausturhliðið,
með þjóðlegum byggingarstil. —
Gekk nú allur islenski söfnuðurinn
inn í klausturgarðinn. Rússneskur farar-
stjóri okkar var ung og falleg stúlka,
háskólagengin. Hún talaði ágæta ensku
og tókst mér nokkrum sinnum að fá
hana i tal einslega. Hún var viðræðugóð
og hlýddi með þolinmæði á óskir mínar
um að koma i kirkjur og aðra helga staði.
Hún sagðist engan áhuga hafa á slík-
um hlutum enda hefði hún lært í skólum
að trúarbrögð væru til þess eins að af-
vegaleiða lýðinn og gera hann undirgef-
inn vondum og gráðugum höfðingjum.
Hún sagði að klaustrið þarna á fjallinu
hefði kúgað og féflett leiguliða sína og
að kirkjan hefði verið hin óþarfasta
stofnun.
Ýmislegt fleira sagði hún um sögu
lands síns í þeim tón sem minnti lítið á
þurrar tölur sagnfræðinga heidur var
ræða hennar þrungin heilagri vandlæt-
ingu. Skildist mér loks að þessi stúlka
var líka einskonar trúboði. — í landi
þessu höfðu farið fram siðaskipti. Hin
rússneska kirkja hafði verið rekin út í
horn og mátti þakka fyrir að tóra við
þröngan kost. Hinn nýi siður Byltingar-
innar 1917 gerði Lenín að höfuðdýrlingi
á kostnað allra annarra dýrlinga Rússa.
Stalín tók sjálfan sig í dýrlingatölu í
lifanda líf en nú er bannað að heita á
hann.
Kirkjan í Rússlandi býr við ástand sem
líkist helst neðanjarðarhreyfingu. —
Eitt hið erfiðasta sem hendir ferðamann
austur þar er að finna opna kirkju og
hlýða helgum tíðum. En sú fyrirhöfn
margborgar sig fyrir þá sem hafa yndi af
kirkjusöng. Rússneskur söfnuður virtist
mér gagntekinn af heitri og barnslegri
trú, og sterkri innlifun í sína litúrgíu eða
helgisiði. Söngur þeirra hefur á sér
tignarlegan og fornan blæ enda ættaður
frá Miklagarði og jafnvel allt aftur til
helgisöngva í Grikklandi hinu forna. —
Þennan kirkjusöng getum við heyrt á
hljómplötum og mun Don Kósakkakór-
inn einna frægastur á þeim sviðum.
Svo er sagt að eitthvað hafi verið liðk-
að til í kirkjumálum Sovétríkjanna á
seinustu árum.
Meðan á þessum hugleiðingum mínum
stóð höfðum við komið að langri bygg-
ingu hvítkalkaðri. Þangað var okkur
hleypt inn i stórt anddyri eða gang. Þar á
vegg var málað gríðarstórt málverk af
Dómsdegi en það myndefni var ákaflega
vinsælt í austurkirkjunni, samanber
Dómsdagsmyndina á Flatatungufjölun-
um í þjóðminjasafninu okkar.
Heilög þrenning og höfuðdýrlingar
voru auðvitað efst á þessu veggmálverki
en neðsti hluti myndarinnar sýndi fólk
vaðandi í eldslogum.
Þar var vel þekkjanlegt andlit eins
manns. Það var rússneska skáldið
Dostjevski. Ekki gat ég fengið skýringu
á hvort Dostojevski var þarna í hreins-
unareldinum eða helvíti.
Framhjá þessari uppbyggilegu mynd
fórum við niður stiga og loks var komið í
sjálfa klausturhellana.
Bergið, sem þessir hellar og gangar
eru greyptir í, hlýtur að vera mjúkt, þvi
að veggir voru sléttir, ekki líkt því eins
grófir og hrufóttir eins og katakombu-
veggir í Róm. Allt bar vott um að hér
stæðum við í eldfornum mannahýbýlum.
Þau göng sem okkur var leyft að fara um
voru nægilega há undir loft til þess að
vera vel manngeng. Klefar og útskot
voru til beggja handa. 1 sumum þessum
klefum voru eldgamlar líkkistur. Sumar
voru opnar og lágu þar lík löngu sofn-
aðra klausturmanna. Leifar af skrúða
voru utanum beinin þar sem biskupar og
ábótar hafa hvílt. 1 sumum kistunum var
ekkert nema naktar beinagrindur og
ekki heillegar, rétt eins og einhver hefði
hrist likkistuna til að rugla beinunum.
Ekki var þarna nein nálykt enda bein-
in áreiðanlega aldagömul. Annar minnir
lykt i katakombum mikið á lykt i auðum
torfbæ þar sem eldur hefur ekki vérið
tekinn upp langalengi.
Fallega leiðsögustúlkan sagði að hér
hefði verið einskonar dýrlingasmiðja
fyrir fákænan almúgann til að trúa á.
Þegar vöntun þótti á nýum dýrlingum til
áheita þá var bara einhver drussi graf-
settur þarna í göngunum og þá trúði
fólkið strax að hér lægi helgur maður og
flýtti sér að koma til bæna og áheita. —
Ösköp fannst mér þessi vesalings bein
fátækleg og allur þeirra umbúnaður
bera vott um hið gagnstæða við það sem
stúlkan var að segja. Allt i þessum undir-
göngum minnti á þann heimsflótta og
sjálfsafneitun sem var í upphafi stefna
þessa klausturs.
Ekki urðum við neinsstaðar vör við
helgan dóm Þorvalds víðförla enda tæp-
lega von um svo fornan dýrling. Ekki
kannaðist fararstjórinn við neinn
dýrðarmann frá Islandi sem hefði verið
skipaður yfir alla konunga á Rússlandi
og í öllu Garðariki.
Þó að fararstjórinn væri auðheyran-
lega ákaflega andvig munkum og trúar-
legu athæfi, fyrr og siðar i sögu Rúss-
lands, þá var hálfóviðfeldið að heyra
hana lasta þessi gömlu bein. Manni
flugu I hug orð síra Hallgrims Pétursson-
ar:
Urtagarður er herrans hér
helgra guðsbarna legstaðir. —
Þá er það líka almenn þjóðtrú að
ólánsmerki sé að lasta dauðra manna
bein..Má þá búast við að hinn látni hefni
sín og gangi aftur.
Fáa langar víst til að flytja með sér
heim drauga úr fjarlægum stöðum. —
Aður en við kvöddum þetta beinasafn,
signdi ég yfir síðustu gröfina og þá frá
hægri til vinstri, en þá signingu hafði
góður leiðsögumaður okkar, Hjalti Krist-
geirsson kennt mér að væri signingar-
rnáti i austrænni kristni.
Þegar komið var út úr grafagöngunum
vorum við leidd inn i þann hluta þessara
hella sem höfðu verið einsetumanna-
bústaðir, og kannski fjölskyldubústaðir
forn-Slava eða steinaldarmanna.
Við litum inn i einn klefa sem var á
stærð við lítið herbergi, svo sem ein
rúmlengd. A einn vegginn var máluð ein
dómsdagsmyndin enn og sagt aó hún
hefði verið gerð af munki nokkrum sem
gisti þennan klefa i nokkra tugi ára, að
mig minnir.
Liklega hefur fylgt sögunni að hann
hafi ekki komið undir bert loft allan
tímann, þó mér sé það nú gleymt.
Eiginlega hlýtur það að vera þvi að
engan hetjuskap hefur þurft til að búa í
þessum hellum á miðöldum, þar sem
glergluggar voru ekki til nema í kirkjum
og kóngshöllum og þá litlir.
Hlýrra hefur verið i þessum jarðhýs-
um hinn langa og stranga rússneska vet-
ur heldur en hjá mörgum ofanjarðar.
Enda var hugsunarháttur fólks við-
vikjandi þægindum svo ólikur okkar
tima að þeir skilja slíkt helst sem hafa
búið I íslenskum torfbæjum af lélegri
sortinni.
Loksins gengum við uppúr þessum
undirheimum og út i sumardýrð Úkra-
ínu. Vingjarnlegt fólk í bænum bauð til
dýrlegrar veislu i sal þar sem veggir
voru alþaktir faliegum postulínsdiskum
og undirskálunt með indælum málverk-
um á. Borðin svignuðu undan fjölda
krása i þessu gestrisna og matgóða landi.
Voru þar á borðum pipraðir páfuglar.
saltaðir sjófiskar, ían og krian og vínið
Garganus.
Þegar út var komið uxu við allar götur
fagurrauð blómstur í stórum breiðum,
líkust pelagónium sem við hotum innan-
hússi Voru þetta uppáhaldsblóm þeirra í
Kiew og mikið aúgnayndi.
i einum fögrum skrúðgarði stóð stytta
af Lenín. Hin austræna sól sveipaði allt
og alla i Ijóma dýrðar sinnar. líka Lenín
— þar til hann sýndist vera með silfur-
hár og yfirskegg úr gulli.