Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Blaðsíða 12
Bætt heilsa — betra líf
Þættir um sjúkdóma, lækningar og fyrir-
byggjandi aðgerðir eftir Michael Halberstam
Chirrhosis í lifur, eða skorpulifur,
nefnist sjúkdómur sem er allalgeng-
ur í sumum löndum og leggur þar
fjölmarga að velli árlega. Honum
vindur þanniq fram, að frumurnar í
lifrinni hrörna unz þær deyja og
harðna þá. Þegar cirrhosis er kom-
inn í lifrina hættir hún smám saman
að gegna hlutverki sínu og gall berst
inn í blóðrásins, en það lýsir sér i
hörundsgulu og gulu í augum. Auk
þess koma æðanet í Ijós i andliti og
á hálsi, kviðurinn velgist út, lófar
roðna, blóð storknar ekki lengur,
brjóst karlmanna stækka, kyngetan
þverr og kemur ekki aftur. Hætti
sjúklingar ekki að neyta áfengis,
þegar þarna er komið, deyia þeir
yfirleitt áður langt liður, annað hvort
af blæðingu ellegar lifrin bilar alveg
Skorpulifur hefur löngum verið
rakin til drykkjusýki eða næringar-
skorts, nema hvort tveggja færi
saman Læknar eru þó ekki á eitt
sáttir um orsakirnar í lækningariti,
sem kom út árið 1802, segir að
óhófleg áfengisdrykkja sé algengust
orsök skorpulifrar, og var svo lengi
talið Þegar kom fram á fjórða tug
þessarar aldar fór ýmsa vís-
indamenn hins vegar að gruna, að
næringarskortur kynní að vera
höfuðorsök sjúkdómsins. Það varð
þó ekki sannað; og rannsóknir sem
fram fóru upp úr 1940 bentu til
þess að jafnvel „hófleg" áfengis-
neyzla, samkvæmisdrykkja svoköll-
uð, gæti valdið fitusöfnun í lifur, —
,,fitulifur" —, en hún verður oft á
undan cirrhosis.
Alltat var haldiö átram aö rann-
saka sjúkdóminn og reyna að graf-
ast fyrir um orsakirnar. Á árunum
upp úr 1 960 voru gerðar tilraunir á
rottum, ef það mætti verða til þess
að skýra málið. Þvi miður reyndust
rotturnar ekki náttúraðar fyrir
drykkjuskap, og tókst aldrei að fá
þær til að drekka svo mikið og lengi
að þær biðu lifrarskemmdir af. Vis-
indamenn gáfust þvi upp við rott-
urnar og sneru sér þess i stað að
bavíönum. í einni rannsókn voru 1 5
bavíanar aldir á fóðri sem átti að
duga þeim til fullrar næringar en
auk þess hellt í hvern og einn áfengi
sem nam litra af viskíi á dag, og
gekk svo í fjögur ár Allir aparnir
fengu „fitulifur" Fimm fengu lifrar-
bólgu upp úr því, og tveir fengu svo
skorpulifur. Þessar rannsóknir sönn-
uðu það, að áfengi getur valdið
skorpulifur (bindindismenn geta
samt lika fengið hana) En nú halda
ýmsir þvi fram, að ofskammtar af
hverju sem er, hvort heldur það er
áfengi eða ávaxtasafi, sé heilsuspill-
andi; og benda þeir t.d. á það, er
gæsir eru ofaldar á korni i þvi skyni
að fita lifur þeirra fyrirrétt þann, sem
pate de foie gras, (gæsa) lifrarkæfa,
nefnist og þykir mikið lostæti um
allar jarðir.
Enn er sem sé margt á huldu um
skorpulifur. Ekki eru allir skorpulifr-
arsjúklingar alkóhólistar, og ekki
heldur fá allir alkóhólistar skorpulif-
ur. Menn fá hana sjaldnast fyrr en
eftir fimmtugt eða sextugt, en þó
eru dæmi um skorpulifur í ungling-
um.Og tvisvar sinnum fleiri karlar en
konur deyja af henni.
Chirrhosis hefur lengi verið land-
lægur i Frakklandi en Frakkar
drekka mikið að staðaldri, eins og
kunnugt er Fá þeir margir lifrar-
köst, crises de foie, á nokkrum
fresti. Þyfir það helzt ráð við þessum
köstum að fara til Vichy, þamba
ölkelduvatn, sem þar sprettur úr
jörðu, og baða sig í því. Aftur á móti
er sjúkdómurinn tiltölulega fátíður
með Gyðingum og Múhammeðs-
mönnum.
Ekki verður séð, að áfengismagn
skipti höfuð máli í þessu. Það virðist
skipta meira máli hve lengi menn
drekka en hve mikið þeir drekka.
Oftast fá menn ekki cirrhosis fyrr en
þeir eru búnir að drekka mikið í
10—15 ára. í sumum skemmist
lifrin þó fyrr, og ýmsir vísindamenn
telja, að lifrin í manni, sem drekkur
þótt ekki sé nema eitt eða tvö glös
af kokkteil (eða jafngildi þess) á dag
geti farið að skemmast eftir 3—4
ár. í sýnum, sem tekin voru úr
mönnum fyrir og eftir kokkteilveizlur
kom í Ijós, að lifrarhvatar (lifrar-
enzým) höfðu aukizt -í blóðinu við
áfengisneyzluna. Var þar með sýnt.
að jafnvel „hófdrykkja", sam-
kvæmisdrykkja, er skaðleg lifrar-
frumunum; áfengið, þótt lítið sé,
drepur frumurnar og hvatarnir úr
þeim berast út í blóðrásina. Sem
betur fer er lifrin þolið líffæri og
endurnýjunarmáttur hennar mikill.
Það er einnig óvist hver tengsl eru
með cirrhosis og næringu. Margir
drykkjusjúklingar borða lítið og
óreglulega og bendir það til þess, að
lélegt fæði geti valdið cirrhosis. En
menn, sem borða reglulega og nær-
ingarrikan mat geta lika fengið
hann. Og tilraunir til þess að
stemma stigu við cirrhosis i alkóhól-
istum með þvi að ala þá vel hafa
borið næsta litinn árangur.
Fyrstu likamleg einkenni cirrhosis
i lifur eru tæpast merkjanleg. En
þegar hann er kominn nokkuð áleið-
is fer sjúklingurinn að horast, hon-
um verður oft óglatt og hann kastar
upp, hann hættir að geta melt fitu
og meltingin fer yfirleitt úr skorðum.
Oft gera sjúklingar sér enga grein
fyrir því, sem um er að vera. Það er
ekki ótitt, að læknir uppgötvi þrútna
lifur í manni við almenna skoðun
Sé lifrin orðin óeðlilega stór getur
læknir fundið það með því að þreifa
utan um hana. Fyrir kemur, að hún
stendur greinilega út i hægra megin
í kviðarholinu. Gangist maður undir
blóðhvatapróf (blóðenzýmpróf)
kemur strax í Ijós, hvort lifur hans er
skemmd eða ekki. Sé sprautunál
stungið inp lifrina utan frá má sjúga
út ögn af lifrarvef og sjá af honum
hve langt sjúkdómurinn er kominn.
Það þykir sýnt af ýmsum rann-
sóknum, að mönnum, sem komnir
eru með cirrhosis, getur batnað —
ef þeir hætta að drekka. Að vísu
verður lifrin aldrei söm og áður,
þegar svo langt er komið. Þeim,
sem komnir eru með „fitulifur" eða
lifrarbólgu (hepatítis) og fengju
cirrhosis að óbreyttu, getur hins
vegar batnað að fullu ef þeir hætta
að drekka.
SKORPU -
LIFUR
í eftirfarandi spili tekst varnarspilurunum á skemmtilegan hátt
og góöri samvinnu aö hindra aö sagnhafi vinni spiliö.
Norður S: DG72
H: ÁG73
Vestur T: G82 Austur
S: 9 L: K10 S: K86
H: D842 H: 965
T: ÁK7 L: 98753 Suöur S: Á10543 T: D954 L: 642
H: K10 T: 1063
L: ÁDG
Sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Noröur Austur
1S P 3 S P
4 S P P P
Sagnhafi var harla ánægöur þegar hann sá spil féiaga síns og
taldi aö spiliö væri unniö, ef austur ætti spaöa kóng.
Vestur tók slagi á ás og kóng í tígli og lét tígul í þriöja sinn.
Austur drap meö drottningu og hugsaöi sig síöan um hvaö rétt
væri aö láta næst út. Honum leizt alls ekki á spilin, sem hann sá
í boröi, og komst aö raun um, aö eina vonin væri aö vestur ætti
annaö hvort spaöa 10 eöa 9.
Næst lét austur út þrettánda tfgulinn. Sagnhafi sá ekki ástæöu
til aö kasta hjarta eöa laufi heima og trompaöi því heima, vestur
trompaöi því yfir meö níunni og drepiö var í boröi meö spaða gosa.
Nú lét sagnhafi út spaöa drottningu, austur drap meö kóngi og
drepiö var heima meö ási. Augljóst er aö sagnhafi komst ekki hjá
því aö gefa austri slag á tromp því austur á 8—6 í spaöa en í
boröi er spaöa 7 og heima á sagnhafi spaöa 10.
Þaö reynist rétt hjá austri, aö þetta var eina leiöin til aö hindra
aö sagnhafa tækist aö vinna spiliö, sem í upphafi virtist auöunnið.
Jón Gunnlaugsson
FÖRUMAÐURINN
Lúinn og langt aö kominn
stefnir hann í kófiö
studdur stafprikinu
um lágnættiö,
skórnir eru skældir
og skarbrotinn
er óvinur hans.
*
Hann er nærri uppgefinn
á pessu prátefli.
Gömlum manni
væri líknargjöf
pótt ekkí fyndist
önnur hvíla
en horn í garöa.
Úrsvalur morgunn
andar köldu.
Mjalldrífan hefur breitt lín sitt
yfir allar misfellur
líka þann beð
sem var síðasti hvílustaöur hans.