Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Page 15
/VM/U1/VA OK/CAZ K£NA/P/ HEA/Nf þAÞ OTLfí SEM HÚA/ /CfíA/A/. /JÐ SJO-OA SPAGHETTf iz-ia 5!TT í' £/\/U Góður andi Framhald af bls. 3. „Það er ekki erfiðara en við er að búast. Sveitabúskapur er alltaf erfið vinna. En vinnuvélar hafa létt undir og skapað meiri afköst hjá okkur eins og öðrum. Erfiðast er fyrir okkur að hirða hey. En nágrannarnir létta undir með það. Við eigum gamla greiðusláttuvél en bændurnir hér eiga sláttuþyrlu og flýta fyrir með þvi að slá blett fyrir okkur. Fyrst höfðum við bara hestasláttuvél. Það var á meðan lítið af túninu var véltækt en úr því hefur smám saman verið bætt með jarðabótum. En tiðarfar- ið setur alltaf meiri og minni strik í reikning með heyskapinn. Votheysverk- un gæti bætt þar úr en þar eigum við óhægt um vik.“ Þær Ingveldur og Abelína eru báðar jafnvígar á að slá með sláttuvél en auk þess slær Ingveldur með orfi og ljá, þar sem þýft er. „Það er ekkert að því, ef ljárinn býtur vel og maður hefur góð brýni,“ segir hún. Ein lítil heyhlaða er á Þúfu. Það sem ekki kemst í hana er sett upp í galta og stundum getur orðið erfitt fyrir þær að ná því heim á veturna. „En erfiðið tilheyrir sveitabúskapn- um,“ segir Ingveldur. Heybirgðir eru þó nægar frá ári til árs; það sést á myndar- legum heyfirningum sem bíða við pen- ingshúsin, ef á þarfa að halda í slæmu árferði. Bússtofnin er nú sjö kýr og eitthvað innan við hundrað fjár. „Eftir að við fengjum mjólkurtankinn fækkuðum við fénu en fjölguðum kún- um,“ segir Ingveldur. „Þangað til fyrir tveimur árum, handmjólkuðum við kýrnar en nú höfum við vélfötu. Með því urðu fjósverkin mun léttari." Gengur krafta- verki næst Undanfarin tvö ár hefur Abelína þjáðst mjög af liðakölkun og ekki getað sinnt búverkum eins og áður. En nú hefur hún fengið bót þeirra meina. Um miðjan siðastliðinn vetur gekkst hún undir mikinn uppskurð og tókst aðgerð- in svo vel að gengur kraftaverki næst, eins og hún sjálf segir. Hún gengur nú teinrétt, staflaus og létt i spori en er nú alltaf að styrkjast og ná sér betur. „Mesti munurinn er að vera laus við kvalirnar sem fylgdu kölkuninni og þurfa engin lyf að taka til að halda þeim niðri,“ segir hún. „Ég var sex vikur á bæklunardeild Landspitalans. Jóhann Guðmundsson beinalæknir framkvæmdi aðgerðina í marz, en í júní var ég búin að sleppa hækjunum. Ég verð ekkert vör við að ég er með stálkúlur í báðum mjaðmaliðum og gæti þess vegna dansað, að minnsta kosti rólegan tangó, á næsta Þorrablóti um það bil ári eftir að aðgerð- in var gerð. Mér finnst þetta vera krafta- verk.“ Taka þátt í félagslífi ekki síður en aðrir „Við tökum þátt í félagslífi ekki síður en aðrir,“ segir Abelína. „Við sækjum þær skemmtanir sem haldnar eru í sveit- inni: félagsvist, hjónaböll, þorrablót, og saumaklúbbur er fastur liður hálfs mán- aðarlega á veturna. Við verðum sam- ferða nágrönnunum, því þetta mun vera eina heimiiið í sveitinni sem ekki hefur bíl. Einu sinni lærði ég að keyra en hélt því ekkert við, mér fannst ótrúlegt að ég mundi nokkurn tíma eignast bíl. Nú sé ég eftir þvi að hafa ekki haldið þessu við. En við förum á traktornum á milli bæja. Aður fór maður ferða sinna á hestum. Þá voru útreiðar eitt af því sem gaf lífinu í sveit glaðværð og gildi. Við áttum góða hesta. En nú koma þeir Sokki og Skjóni bara heim til að láta strjúka sér og fá brauðbita.” Þær Ingveldur og Abelina verða að skiptast á að fara til Reykjavíkur. Ing- veldur á þar þrjú systkin og skreppur í brúðkaup og fermingar. En síðan Abe- lina veiktist hefur hún ekki komist neitt i burtu frá kúnum. „Eg hefði áhuga fyrir að ferðast tii annarra landa, t.d. Norðurlanda til að kynnast þjóðlífi þar, en ég sé ekkert áhugavert við það að fara til sólarlanda til að striplast og fá matareitrun,“ segir Ingveldur. Sjálfstæðasta staðan Aðkomufólk úr fjölmenni kann að spyrja hvort ekki sé einmanalegt i fá- sinninu á veturna. „A meðan Lína var á sjúkrahúsi í Reykjavík sl. vetur, var ég hér alein og fannst það ekki eftirsóknarvert," segir Ingveldur. „En þegar við erum báðar heima finnum við ekki til einveru. Við höfum nóg að vinna og húsdýrin eru í kringum okkur, hundurinn, kötturinn, kýr, kindur og hestar. Við horfum á sjónvarp þegar tími er til og útvarpið höfum við með okkur í fjósið.“ Ahyggjur virðast ekki íþyngja þeim Ingveldi og Abelinu, því síður aldur og streita. Hvað veldur? „Ætli það sé ekki sjálfræðið," segir Ingveldur. „Það hefur sinn kost að vera ógiftur eins og við. Við höfum engar áhyggjur út af aldrinum, teljum okkur ennþá „telpur", þó önnur sé að verða sjötug en hin kominn á áttræðisaldur- inn. Sjálfstæðari stöðu hefðum við ekki getað valið okkur. Við megum í raun kallast sjálfstætt fólk.“ En hvað tekur við þegar þið getið ekki stundað búskap lengur? „Þá er ekkert verra að vera hér á Þúfu en hvar annarsstaðar á meðan heilsan bilar ekki verulega, þó svo við hættum búskap. En þetta kemur allt af sjálfu sér, þegar þar að kemur," segir Ingveld- ur. Abelína: „Eg gæti vel hugsað mér að vera á dvalarheimili ef ég þyrfti að fara héðan. En ég hef ekki áhuga fyrir að vera í Reykjavik." Ingveldur: „Ég álít óeðlilegt að safna gömlu fólki á einn stað. Það þarf að skapa því aðstöðu til að eyða elliárunum með öðrum aldursflokkum." Hér er kyrrðar- staður — og gðður andi Það kemur á óvart þegar fólk lítur í út fyrir að vera áratugum yngra en árin staðhæfa, eins og raun er á um þær Abelínu og Ingveldi. Þeim sem séð hafa kvikmyndina „Horfin sjónarmið" eða lesið samnefnda skáldsögu eftir James Hilton um óska- og ævintýrabústaðinn, Shangri La, þar sem ’aldur nær ekki tökum á fólki svo lengi sem það ekki yfirgefur staðinn, gæti komið í huga að eitthvað svipað gilti um ábúendur á Þúfu. Er einhver skýring á þessu? „Ekki önnur en sú, að hér er kyrrðar- staður og fólki finnst að hér sé góður andi," segir Abelína. Ingveldur: „Fólk hefur kunnað vel við sig; krakkar sem hafa verið hjá okkur á sumrin, sum frá fjögurra ára aldri, hafa komið ár eftir ár og þegar þau eldast koma þau með fjölskylduna i heimsókn. Það hefur kannske eitthvað að segja, að ég held við séum ekkert illa lyntar, þó við séum ógiftar. Gömlu húsin til- heyra liðinni tíð Nú er komið að þvi að taka nokkrar myndir úti við. Abelina vill helst ekki láta taka myndir af peningshúsunum, en þau voru byggð um svipað leyti og íbúð- arhúsið. „Þetta eru bara kofar,“ segir hún. Þar erum við henni ekki sammála. Húsin tilheyra þeirri þjóðfélagstíð sem er að falla í gleymsku og þeim mun meiri ástæða til að geyma þau á mynd. Abelina: „Hér kom maður fyrir nokkru sem fæddur var á Litlu Þúfu og ætlaði hann að mynda bæinn, þar sem hann fæddist. En gamli bærinn var horf- inn svo maðurinn myndaði bara hólinn sem bærinn hafði staðið." Þessa sögu þekkja margir af eigin reynd, sem komnir eru á efri ár en ólust uppi í sveit. Af hlaðinu á Þúfu sést að Miklaholti. Þangað er ekki langt að sækja kirkju. Annar kirkjustaður er á Fáskrúðar- bakka. Þangað er einnig fremur stutt, enda fara þær Ingveldur og Abelína öðru hvoru til kirkju. Þúfubærinn stend- ur á flatlendi en í góðu skyggni hljóta nágrannabæirnir að blasa við allt um kring i sveitinni. Bæjarhúsin á Litlu Þúfu hverfa fljótt i dimmviðrið þegar við ökum burtu og kveðjum þær Ingveldi og Abelínu, og bústað þeirra, sem i vissum skilningi má líta á sem óskalandið, „Shangri La“ á Snæfelísnesi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.