Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Qupperneq 2
Matthías Johannessen BROT ÚR ÆVI ÓLAFS THORS áttunni síöar, þ.e. endurheimt sjálfstæöis íslands 1944, eins og gert var ráö fyrir í Sambandslagasamningum 1918. Þetta stefnuskráratriði haföi öllum stundum veriö aöalmál Frjálslynda flokksins, en fjármálin höföu aftur á móti veriö sett á oddinn í stefnuskrá íhaldsflokksins. Þaö var því langt frá, aö hér væri aðeins um aö ræða nafnbreytingu, heldur má fullyrða, aö um nokkra stefnubreytingu hafi verið að ræöa, ef litið er á aöalmarkmiö íhaldsflokksins, sem átti rætur í Heimastjórnarflokknum gamla, en að þessu atriði víkur einmitt Jakob Möller í grein sinni í Vísi í júní 1929, Sameining flokkanna, en að henni verður vikiö rækilegar síöar. Enda þótt íhaldsmenn hafi haft sambandsslit aö takmarki eins og aörir islendingar, voru ýmsir stuðn- ingsmenn íhaldsflokksins þeirrar skoöun- ar, eins og sjá má af grein Jón Þorlákssonar í Mbl. þegar flokkarnir sameinuðust, aö ekki bæri aö stefna aö því að slíta konungssambandinu, þegar íslendingar geröu endanlega uþp viö Dani. Jón Þorláksson telur sig þurfa aö fullvissa stuöningsmenn íhaldsflokksins um nauðsyn þeirrar stefnu, sem er efst á baugi hjá hinum nýja Sjálfstæöisflokki, og leggur áherzlu á, að íslendingar taki utanríkismálin í sínar hendur, þegar aö því komi. í 7. gr. Sambandslaganna segir, aö „Danmörk fer meö utanríkismál íslands í umboði þess“. Jón Þorláksson segir, aö „þótt Danmörk hafi að mínum dómi farið vel með þetta umboð sitt, þá álít jeg samt ekki rjett aö framlengja umboðið, þegar 25 árin eru liöin". .. „— og síðan telur hann ástæöu til aö gera grein fyrir þessari skoðun sinni, en ýmsir hafa m.a. haft áhyggjur af kostnaði, sem yröi samfara því, aö íslendingar tækju utanríkismálin í sínar hendur. Jón Þorláksson bendir á, aö „samkvæmt Sambandslögunum eru nú ekki eftir í reyndinni nema tvennar leifar af hinu fyrra málefnasambandi milli íslands og Danmerkur, þ.e. jafnrjetti þegnanna... og umboð handa Danmörku til þess að fara meö utanríkismál íslands í umboöi þess“. Hann bendir á, aö stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins kveði stíft á um, aö flokkurinn sé þegar „ráöinn í því að vilja láta hvort tveggja þetta falla burtu þegar eftir 1943, en það er sama sem aö fella Sambandslögin þá úr gildi án nokkurra endurnýjunar á málefnasam- bandi viö Danmörk...“ Þetta hafði að sjálfsögöu verið tilgangur þeirra heima- stjórnarmanna, sem stóðu aö Sambands- lögunum 1918 undir forystu Jóns Magnússonar, forsætisráöherra og Jóhannesar Jóhannessonar, formanns íslenzku Sambandslaganefndarinnar, ekki síður en sjálfstæöismanna, enda þótt sumir hafi taliö, aö samningurinn yrði aöeins endurskoöaður aö 25 árum liðnum. Nú taka stefnuskrá Sjálfstæöis- flokksins nýja og Jón Þorláksson af öll tvímæli. En Jón telur sér þó nauðsynlegt að taka fram, „að afnám Sambandslag- anna haggar ekki viö konungssamband- inu milli islands og Danmerkur. — Konungur og konungsætt, sem nú ríkir í Danmörku er einnig konungur og kon- ungsætt íslands, samkv. öörum og eldri rjetti en sambandslagasamningnum, og stendur þetta óbreytt áfram, þó Sam- bandslögin falli úr gildi án nokkurrar endurnýjunar. Um þennan skilning hafa allir veriö sammála, aö því er jeg veit, og í umræöunum 1928 orðaði Sig. Eggerz þetta þannig: „Þó Sambandslagasamn- ingnum sje sagt upp þá hefir þaö ekki áhrif á konungssambandiö“.“ Á landsfundi íhaldsflokksins um vetur- inn höföu komið fram almennar óskir um, aö flokkurinn breytti um nafn. í yfirliti sínu um samruna flokkanna, sem birtist í Mbl. 30. og 31. maí 1929, segir Jón Þorláksson um þetta atriði: „Jafnframt kom greinilega í Ijós þaö álit fundarmanna, aö sameining við Frjálslynda flokkinn væri æskileg og eðlileg, þar sem enginn ágreiningur væri Margir íhaldsmenn höföu andúö á nafni flokks síns, ekki sízt ungt fólk, og töldu, aö það fældi kjósendur frá flokknum. Jón Þorláksson var á öndverðri skoðun í upphafi og benti á, aö nafn flokksins væri í samræmi viö þá varðveizlustefnu í menningarmálum, sem flokkurinn lagöi áherzlu á, og þaö aðhald í fjármálum, sem var höfuðmarkmið flokksins í efnahags- málum, enda ekki vanþörf á slíkri stefnu, þegar flokkurinn var stofnaður. Jón Þorláksson sýndi sjálfur, meöan hann var fjármálaráöherra, yfirburöi þessarar stefnu. Þegar hann tók viö embætti fjármálaráðherra, átti ríkiö fyrir tveggja daga útgjöldum, svo harkalega haföi veriö aö því gengið. Taliö var, aö dagleg útgjöld ríkisins væru um 30.000 kr., en í ríkiskassanum voru þá um 60.000 kr. alls. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aöur við samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins 25. maí 1929, féllu nöfn gömlu flokkanna að sjálfsögðu niður. Margir stuöningsmenn Frjálslynda flokks- ins komu úr gamla Sjálfstæðisflokknum eða höfðu a.m.k. verið stuöningsmenn hans 1), og það var því í samræmi við arf og uppruna, sem þetta gamla nafn var endurvakiö. Ýmsir hafa talið, aö meö stofnun Sjálfstæöisflokksins hafi einungis orðiö nafnbreyting á íhaldsflokknum, en þegar grannt er skoðaö, kemur í Ijós, aö þetta er mikill misskilningur. Nafn Sjálf- stæðisflokksins var engin tilviljun. Hinn nýi flokkur sótti nafn sitt í þaö stefnumál, sem varð efst á baugi og hafði algeran forgang í baráttu flokksins, svo aö vitnaö sé til alkunnra vígoröa úr stjórnmálabar- 1) Sjá rit mitt Klofningur Sjálfstæöisflokksins gamla. Ólafur Thors STOFNUN um málefni milli þeirra flokka. í fundarlok- in fór fram atkvæöagreiösla um nafn flokksins, kom þá í.ljós, aö nær 5/6 fundarmanna óskuöu nafnbreytingar. Úrlausn þessa máls hefir nú fengist sjálfkrafa með samneiningu flokkanna". Síöan segir Jón Þorláksson, að nafn Sjálfstæöisflokksins hafi verið valiö meö fullu samkomulagi milli þingmanna þpirra flokka, er sameinuöust. Og ennfremur: „í innanlandsmálum bendir Sjálf- stæöis-nafniö allvel á þungamiöju þess ágreinings, sem skilur milli flokksins og sósíalistanna. Flokkurinn vill vinna aö víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnu- frelsis, með hagsmuni allra stjetta fyrir augum. En í þessu felst einmitt aö flokkurinn vill viröa og efla sjálfstæöi einstaklinganna innan þjóðfjelagsins, bæði manna, stofnana og fjelaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarka sjer og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbæt- ur á lífskjörum þjóöarinnar. Það þarf ekki annaö en að líta á hrúgu þá af einokunarfrumvörpum, er sósíalistar fluttu á síöasta þingi, til þess aö sannfærast um, aö hjer er gripið á aöal-deiluefnunum, og aö nafnið markar mjög vel afstööu þeirra manna, sem vilja varðveita hiö fengna atvinnufrelsi gegn ásókn sósíalista. Mjer þykir ekki þörf á aö útskýra þetta nánar að sinni, því aö öll dægurbaráttan á þingi, á fundum og í blööum snýst í rauninni um þetta. Aö því er snertir sjálfstæöismálin út á viö var einnig fult samkomulag um aö oröa þaö alveg skýrt og tvímælalaust, aö flokkurinn vill vinna aö því, og undirbúa það aö landiö taki meöferö allra mála sinna í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina þegar 25 ára samningstímabii Sambands laganna er á enda. Þetta er nú í rauninni ekki annað en endurtekning á þeim yfirlýsingum, sem flokkarnir gáfu á þingi 1928 aö gefnu tilefni frá Sig. Eggerz." Ólafur Thors var aö sjálfsögöu mjög hlynntur sameiningu flokkanna tveggja. Hann haföi ávallt haft ákveönar hugmynd- ir um sambandsslit viö Dani og átti ekki minnstan þátt í algerum sambandsslitum og stofnun lýðveldis 1944. Forystumenn Sjálfstæðisflokksin&j/oru einaröir í þess- ari baráttu og þarf ekki annað en nefna Bjarna Benediktsson, auk Ólafs Thors, og skelegga afstööu hans til sambandsslita — m.a. merka ræöu, sem hann flutti um þaö mál á landsfundi Sjálfstæöisflokksins á Þingvöllum 1943 — en ýmsir vildu draga sambandsslit á langinn vegna heims- styrjaldarinnar. Ólafur Thors skrifar grein í Lesbók Morgunblaösins 17. júní 1944, Jakob Möller Magnús Jónsson dósent ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.