Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 7
Olga Björk, heimasætan fjórtan ára, dóttir Braga og konu hans Dúu Björnsdóttur tróð inn í þessum svifum... Myndir: stgr. Bragi á heimili sínu í Hveragerði Taliö að ofan: Frá Hornafirði, vatnslitamynd eftir Höskuld Björnsson „... gefur ekki mikiö eftir mynd eftir Asgrím frá sömu slóðum“, segir Bragi. í miðju: Stúlka frá Algiers. Olíumynd eftir Blöndal. Bragi eígnaðist myndina fyrir nokkrum árum Þegar hún kom til landsins og kallar hann upp á spönsku MUJER MALE. Eigandi myndarinnar til langs tíma: Arkitekt Rassmundsen í Danmörku. Neðst: Haframjölsgrautur eftir Kjarval. „Hún var úti í Ameríku pessi mynd. Olía á striga stærö 40x50, Rissmynd eftir Kjarval: Andlit. Þaö féll í hlut Security Guard aö vera eins konar liason- officers milli banda- rísku herlögreglunnar annars vegar og íslenzku ríkislögreglunnar hins vegar varöandi hagsmuni beggja og til að halda uppi friði og spekt yfir línuna meö öllum tiltækum ráöum og leiðum ef því var aö skipta. Þetta var illa þokkaö starf og misindismenn og bófar í liöum hvárum tveggja litu menn undir stjórn Super- intendant G. Arngrímssonar aö vestan hornauga og höföu stundum í frammi illyrði og hótanir. Þýddi þá ekki aö æörast, heldur ganga uppstertur til leiks a la Serpico, sem ekki þáöi mútur. Hins vegar var starfið gróflega vel borgaö meö ýmsum fríöindum. Greinarhöf. var einn manna liðsins og kynntist „foringjanum“ vel, sem sendi hann oft á tíðum á slæma pósta í refsingar skyni og til aö hlýðnast. Fór þó oft vel á þeim, einkum ef Sturlunga barst í tal. Guömundur sálugi var vel geröur um margt og karakter, en offari og mótaöi andann á stundum. Sú var tíðin. Þaö var einmitt í svartasta skammdeginu ‘53, sem sá, er þetta ritar, kynntist þessum harösnúna Braga Einarssyni frá byrjun og batt félagsskap við hann, sem hefur enzt gegnum árin eöa í fjóröung aldar . .. og er saga aö segja frá því, sem sumir kannski vita að nokkru. Og á austurslóöum — þ.e.a.s. austan- fjalls á langri dvöl þar síöan 1964 sá greinarhöf., hvernig Eden var jafnt og þétt að taka stakkaskiptum, ekki eingöngu sem fyrirtæki, heldur sem stöö, sem kynnti Hverageröi og allt Island — eða sem hluti fyrir heild. Fólk veröur sjálft aö dæma ágæti hvers og eins, sem þaö kynnist, hvort sem það er staður viö þjóðveg ellegar annar. Eftir starfiö á Vellinum, fer Bragi til Júess í byrjun 55. í Ameríku lendir Bragi undir mjög sterkri og strangri stjórn, hjá þýzkum blómræktarmanni í New York, sem hét Mr. Moeller ásamt syni hans, sem var skírður Adolf í höfuðið á gömlum foringja. Þar var vinnan ekki tekin neinum vettlingatökum. Þar bar viö daglega aö menn byrjuöu aö morgni og hurfu um hádegið og vitjuðu aldrei kaups. i fyrstu kynntist Bragi engum manni, bjó einn í herbergi hjá áttræðum manni. Hann birtist á hverju kvöldi í gættinni hjá mér til aö vara mig viö vondum konum og segja mér, hvar ég ætti ekki aö koma þegar liði að nóttu. Fyrir velvilja American Scandinavian Foundation var ég fluttur úr þessari prísund frá Moeller eftir þriggja mánaöa afplánun. Moeller borgaði vel. Tóku nú viö betri tímar. Hann eignaðist vini og kunningja, feröast um flest ríkin í Bandaríkjunum. Um skeiö vinnur hann hjá fyrirtæki, sem heitir The Pride Paving and Landscaping Company á Long Island og þar er hann síöasta hlutann af námsdvöl- inni. Hann er þar tvö ár og kemur alkominn heim seint á árinu 56. Haustið 57 er Braga úthlutað viö þjóöveginn lóð eins og hann lá þá austast í Hveragerðisþorpi. Og þá um voriö 58 er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.