Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 2
— Grein og myndir:
Arni Johnsen
Hann stóð á vegamótunum
við Grímstungu hjá brúnni yfir
Álku, og það var auðséð að
hann var ekki alls kostar
sáttur við lfðandi stund. Hann
hafði svo sannarlega langað í
göngurnar, enginn þekkti heið-
ina eins vel og hann, en hver
stund á sinn stað og sjóndepr-
an kom í veg fyrir það ævintýri
þótt hann nær níræðu hefði fas
og snerpu æskumannsins. Lár-
us í Grímstungu hef ur alltaf
átt vont með að bíða, hann,
maður frumkvæðisins og
áræðisins, stórbóndi og höfð-
ingi. Ég hafði aldrei séð hann
fyrr, en hann minnti mig á
Albert Schweitzer, snerpan í
svipnum, hárið og reisnin.
Fé Vatnsdaelinga rennur úr nitthaganum viö Grímatungu í átt tit réttarinnar.
Vfir nátthagann viA Grímstungu norAur dalinn meA Vatnsdalsá til hægri. ViA blasir VatnsdalsfjalliA, Hvammsnípa, Jörundarfell, Sandfeli, Svertafell og MúlatagliA lengst til hægri.
„Lárus með létta klæki
lifgar rann”
Hjá Lárusi Björnssyni bónda
í Grímstungu í Vatnsdal