Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 5
hvað hann Ingvar á Eyjólfsstöðum væri sætur og Hallgrímur í Kringlu lumaöi á munnhörpunni sinni. Einhver haföi á oröi aö Hallgrímur væri býsna líkur íranskeis- ara, enda spurning hvor ræöur yfir merkilegra landi. „Nóttin hljóöa hlýjan gefur...“ Dagur að kvöldi og aftur spruttu Ijós bæjanna úti í myrkrinu, en bílljósin streymdu í áttina til réttardansleiksins. Þaö átti ekkert að gefa eftir, polkar með aukasveiflu og tangóar meö trukki auk nýstárlegri fyrirbrigöa sem voru ekki eins hefðbundin. Smávegis slagsmál til þess að skerpa kærleikann, en síöan fjaraöi út eins og Ólafur í Forsæludal segir í eiríu Ijóða sinna: Nóttin hljóöa hlýjan gefur hljóm í Ijóðastreng, örmum góöum um mig vefur eins og móöir dreng. „Lagði mig með stein undir haus“ „Magni, þú hefur nýlagaö kaffi á hitageyminum," sagöi Lárus í Grímstungu þegar ég gekk í bæinn árla sunnudags. Fyrri réttardagurinn var aö baki, Gríms- tunguféð í haga kringum bæinn og kyrrö yfir dalnum í morgunsárið. Viö höföum á oröi að svo virtist sem margir lúröu eftir næturralliö. „Ég hef sofið við margvíslegar kringum- stæöur," sagði Lárus, „ég var lengi á tófugrenjum og ef ég haföi friö til aö sofna, lagði ég mig með stein undir haus og viö upp í skrokkinn. Ég gat sofið við alls konar kringumstæður og vaknað ósleginn. Það þurfti ekki neinn til þess aö drepa á mig fingrunum. Þetta er hreysti- merki, en svo er hitt aö manneskjan er ákaflega mikill vani, allt eftir því sem hún venur sig á. Mér fannst þaö fjarska mikill kostur, þegar ég feröaöist mikið á hestum, aö fleygja mér af baki í haganum, leggjast í laut og yfir mig utanyfirflík. Oft var flíkin þykkur rykfrakki sem ég reiö í, en 6—10 mínútna svefn á þennan hátt var mikil hvíld.“ Ef paö er ekki éstwða til aö brosa á réttardaginn, hvenaar pá? 'Jf&i Svo var lagið tekið á háu tónunum og með bullandi innlifun. „Héðan fer ég ekki lifandi.“ „Þú ert maöur heiöanna," sagöi ég. „Ég þekki heiöarnar. Fæddist á Réttar- hól í Forsælukvíslum og alla mína ævi hef ég veriö viö heiöina. Á Réttahól fæddist ég 10. desember 1889, flutti í Miöfjöröinn 1891 til sjö ára aldurs og síðan aö Króki í Víöidal, kotskratta, túnlausan, en í þeim flutning- um skil ég minnst í hjá foreldrum mínum. Þar vorum viö í tvö ár þar til við fluttum aö Grímstungu sem þá var kirkjujörö. Héöan fór faðir minn svo 1910, en þá byrjuðum viö Þorsteinn bróöir minn búskap á jörðinni. Þorsteinn flutti héöan 1913 vegna þess aö okkur þótti Gríms- tunga of lítil jörö fyrir okkur báöa. Því skildum viö hér. Þorsteinn keypti Öxl í Þingi af Jóni Jónssyni, en eftir þrjú ár þar flutti hann til Suöurlands og gerðist frumbyggi á Hellu meö verzlun. Þó hef ég búiö á fleiri jöröum. Fyrst keypti ég hálfa Hnausa og átti í 10 ár, en fólk hélt fyrir mig heimili þar. Síöan keypti ég Guö- rúnarstaöi þar sem Eysteinn bróöir minn var ráðsmaður hjá mér. Síðan seldi ég Birni syni mínum jöröina meö þeim skilyröum aö Eysteinn fengi aö vera þar eins og hann vildi. Eftir eitt eöa tvö ár keypti Eysteinn hins vegar af Birni sem fluttist sjálfur að Auöunnarstöðum í Víöidal. Síöar keypti ég svo Sunnuhlíö, en fyrir tveimur árum seldi ég jöröina Braga Haraldssyni, sem haföi leigt hana um hríö. Áöur var ég búinn að selja sonum mínum, bæöi Grími og Eggert, landnæði, en Grímur þoldi illa búskapinn svo ég keypti aftur. Mér finnst ég ekki geta veriö annars staöar en hér og héðan fer ég ekki lifandi. Ég hef látið byggja meö biskupsleyfi grafreit á hólnum hér viö bæinn fyrir mig og konu mína. Þaö hefur fariö fyrir mér eins-og mörgum ábúendum í Vatnsdal í gegnum típina aö þær rætur sem festast hér veröa ekki slitnar upp:“ Land margra kosta Við röbbuðum saman um jaröræktina. Þegar Lárus tók viö jörðinni um 1910 voru 8—9 hektarar ræktaðir en nú eru þeir um 40 „í minni búskapartíö sem oröin er æði löng, hefur orðið algjör bylting hér. Orf og Ijár eru nú úrelt og ekki þarf lengur að binda hvern bagga meö reipi. Þaö var alvanalegt þegar giröingarlaust var fyrir heiðina hér áður fyrr, aö fé fór þá aftur fram á Stórasand. Eitt mitt bezta verk á þessari jörö var aö köma upp giröingu 1915 á milli Álku og Vatnsdalsár. Þarna varö aö giröa marga kílómetra en þar meö var hægt aö loka á milli vor og haust og verja ágangi. Grímstungan hefur marga góöa kosti. Hún er ágætt beitarland, hefur mikla víöáttu og er feikna ræktunarland." Að halda sínum hugsunarhætti „Mannlífsfasiö? Þaö er margbreytilegt hér í sveitinni, en ákaflega hef ég fellt mig vel viö Vatnsdælinga og hugsunarhátt þeirra. Þeir eru stórhuga og stórgerðir, en drengskaparmenn. Hér þekkist ekki annað en að hver haldi sínum hugsunar- hætti og fylgi hugmyndum sínum ósleiti- lega fram og þótt hnútukast veröi milli manna er enginn aö erfa það. Þetta er meining mín. Ef menn geta fært rök fyrir máli sínu, þá er það virt. Þótt hnútukastið geti verið hart og skart þá láta menn aö rökum og þaö er drengskapur og ef einhver þarf hjálpar við er hlaupið undir bagga. Lárus sýslumaöur Blöndal Kornsá á aö hafa sagt að þaö væru margir smákóngar í Vatnsdal. Ég hygg að það megi enn heimfæra þau orö á Vatnsdælinga. Mér finnst þaö kostur ef menn eru harðir í því aö halda sínu fram og þaö gera Vatnsdælingar, en þaö er rétt aö vera ekki aö erfa lengi þótt beri á milli. Þaö væri margt hægt að segja af Vatnsdælingum Sjá næstu sfðu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.