Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Qupperneq 12
J Hjá Lárusi Grímstungubónda og Vatnsdalsbændum Framhald af bls. ,7. trússhesturinn var týndur og ekki var þaö til aö bæta úr aö prímusdælan var biluð þegar til kom. Guöjón frá Marðarnúpi kvaöst þá ætla aö halda til skálans frammi á heiöinni þar sem sínir strákar væru og hélt hann af staö. Um morguninn þegar létti til rákust þeir félagar hins vegar á Guöjón á rangli í þokunni rétt hjá náttstaönum. Síðar um daginn fann Björn slóö Sveins gamla í nýföllnum snjó og var Sveinn þá á réttri leiö eftir hrakninga næturinnar gegnblaut- ur og ósofinn. Fylgdust þeir Sveinn og Björn aö til félaga sinna, en Sveinn haföi ekki veriö meö nesti sitt á sínum hesti, en hins vegar haföi hann fyrir aftan sig tvær flöskur af víni sem Lárus í Grímstungu átti. Þegar Sveinn hitti Lárus rétti hann honum flöskurnar ósnertar. „Því tókstu ekki tappann úr flöskunni og hresstir þig,“ spuröi Lárus Svein. „Héldur heföi ég drepizt en taka brennivíniö frá húsbóndanum,"svaraði Sveinn þá, en hann kallaði Lárus alltaf húsbónda sinn. Var nú tappinn látinn fjúka og sopinn veittur. Síöar sagöi Sveinn aö oft heföi sér þótt gott að fá í staupinu, en aldrei eins og viö Ströngukvísl. Haföi strák tii aö sjá fyrir sig. En þótt Grímstungubóndinn og höfö- inginn Lárus Björnsson geti ekki lengur fariö í göngur, fetaö heiðarnar sínar, þá getur ekkert stöövaö hann í hugsun hans, því þar standa allar leiðir opnar um heiðina sem hann þekkir svo vel út og inn. Eftir að hann fór aö tapa sjón vildi hann ekki vera foringi lengur í göngum, en þó fór hann áfram í göngurnar um skeiö. Haföi sonarson sinn meö sér, sagöi hann, „skemmtilegan og röskan strák til þess aö sjá fyrir mig, en meö því móti gat ég alveg smalaö minn geira." Hugurinn flýgur hærra Þaö var farið aö halla degi í Grímstungu og brúnir og bjartur himinn gengju brátt í eina sæng. Talið barst aö trúmálum. „Menn hér fara lítið út í trúmál," sagði Lárus, „mér finnst dálítil deyfö vera oröin í þessu hjá prestunum. Kristinfræöslan er orðin í hjáverkum. Mér finnst kristnifræöi- kennslan of takmörkuð. Ég skil ekki í því að mér finnst fólk oft vera talsvert taugaóstyrkt þegar talaö er um guöfræöi og margir hafa jafnvel ekki trú á öðru lífi. Það finnst mér fjarstæöa og sýnir aðeins aö fólkið er ekki kristið. Okkar tilveru er ekki lokið þótt þætti Ijúki hér og líkaminn rotni í mold. Hugurinn flýgur hærra, þaö er ábyggilegt og ég hef sterka trú á því að þeir andar sem vilja fylgjast með okkur eru nær en maöur hyggur og hefur hugmynd um. Það framliöna fólk sem vill og er manni velviljað, fylgist meö manni. Konan mín hefur mikla trú á draumum og hefur sterka trú eins og ég á bænahaldi. Við komum einu sinni saman til Margrétar frá Öxnafelli með kunningja- konu okkar. Péturína var búin aö hitta Margréti einu sinni áöur, en það var margt einkennilegt sem kom fram þarna. Ég spuröi Margréti hvort hún sæi ekki eitthvað með okkur Péturínu. Jú, hún lýsti fóstru Péturínu, Kristínu, sem var lítil vexti, dökkhærö, mjög sérkennileg og mátti algjörlega þekkja hana af lýsingu Margrétar sem hafði hins vegar ekkert þekkt til hennar. Þaö er ekki gott aö gera sér grein fyrir því hvort endurholdgun sé til, en það er mögulegt. Líklega er þó bezt aö grufla sem minnst í þessum málum á meöan þetta er á reiki fyrir manni. En svo er það þetta aö skilja við líkamann og skreppa út í heiminn. Ef til vill er það þjálfun? Drauma tel ég þó mikið einkennileg fyrirbrigöi. Maöur sér inn á sviö sem hann Þessar Þrjár kempur settu svip á Vatnsdalinn á sínum tíma, en peir eru frá vinstri: Siguröur Blöndal í Grímstungu, Daöi Davíösson Gilá og Sveinn Jónsson sem um getur í greininni. Hann lét ekki sinn hlut eftir liggja í réttunum Þótt aldurinn væri ekki hár. Þaö fór vel á með Þeim þess- um litlu í Vatns- dalnum. Sigga í Forsælu- dal ræðir málin við stöllur sínar undir réttar- veggnum. hefur aldrei komið á. Pabbi var tvígiftur, en áöur en hann átti seinni konuna, Helgu birtist hún honum í draumi og þaö segir frá því í ævisögu hans.“ Að eiga Þúfu að vini Lárus vildi að viö færum út á hól viö bæinn til þess aö skoöa legstaöinn sem hann hefur byggt. Á leiöinni út stanzaöi ég stundarkorn og virti fyrir mér tréstig- ann upp á aöra hæö hússins, brattan og háan tréstiga og minntist sögunnar sem ég haföi heyrt um hestaferö Lárusar upp þennan stiga. Hann haföi komið heim í hlaö úr göngum ásamt vinum sínum, en þeir höföu gert sér glaðan dag eins og vera ber. Nú var glundriö þorriö og Lárus var kominn til þess aö sækja fleyg sem hann átti í svefnherbergi sínu. Hann baö Péturínu konu sína aö halda í taum hestsins viö bæjardyrnar á meöan hann skryppi upp á loft, en hún neitaði, fannst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.