Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Side 2
Richard Valtingojer er einn þeirra listamanna okkar, sem sprottnir eru upp í erlendu umhverfi, en hafa flutzt til islands og ákveöið vift nánari kynni aö gera petta land aft*heimkynnum sínum. Meftal peirra eru fáeinir ágætismenn frá Austurríki; flestir peirra tónlistarmenn. Par sleit Richard barnsskónum án pess aö hafa mikift veftur af pví aft ísland væri yfirhöfuft til. Löndin eru ólík, pó fjalllendi eigi pau sameiginlegt. Þar er gömul og rótgróin Evrópumenning, minjar um stórveldistíft Habsborgara, skíftaparadís og próaftur túrismi og tónlistarmenning, sem ekki er bundin vift fámennan hóp áhugamanna. En niftur hafsins heyrist ekki par; fjara og brimströnd ekki í augsýn pótt klifift væri á hæstu tinda. Richard Valtingojer fæddist í Suður Tyrol, par sem er jólakortalandslag með fallegum bjálkahúsum og beinvöxnum grenitrjám í hlíftum. Það heyrir ítalíu til. Ungur að árum fluttist hann til Austur- ríkis og bjó í æsku í Schladmig, sem er kunnur skíöabær skammt frá Salsburg. Á skólaárum sínum átti hann heima í Graz eins og Páll P. Pálsson hljómsveit- arstjóri, — og eftir nám í menntaskóia, lærði hann gullsmíði. Hann var pá byrjaöur aö teikna og raunar var teikning hluti af gullsmíftanáminu. Gullsmiðurinn Richard Valtingojer sá, aft hann mundi ekki una viö pá iðn til langframa og hóf pvínæst nám í heföbundinni málaralist vift myndlistar- skóla í Graz. Það var samskonar skóli og Myndlista- og handíðaskólinn hér. Næstu tvö árin var hann par; síftan lá leiftin í akademíuna í Vínarborg, sem er venjuleg gamaldags akademía. Hinir vísu prófessorar par heföu ef til viil getað haft ófyrirsjáanleg áhrif á gang heimsmála á sínum tíma, ef peir hefðu verift dálítið mildari við drengínn Adolf Hitler, sem kom til peirra meö teikning- arnar sínar og langafti til aft gerast lístmálari. Því miftur var honum vísaft á bug. Richard Valtingojer sigraði Hitler aö pessu leyti; hann fékk umsvifalaust skólavist og var einvörftungu í málaralist og telur sig hafa hlotið gófta skólun í undirstöðuatriöum tækninnar. FÉKK LÖNGUN TIL AÐ KOM Rœlt við Richard Valtingojer Jöhannsson, listamann frð Austurríki Á námskeifti í litógrafíu, sem haldift var í vor í Myndlista og handíftaskólanum. Á myndinni til vinstri er Richard með einum nemendanna og tíl hægri ræðir hann við hinn aldna meistara í pessari grein, Weber Þýzkalandi, sem hingaft kom til að kenna. 2 Á samsýningu, sem haldin var síöastliö- iö haust í Norræna húsinu, er líklega óhætt að segja að Richard Valtingojer hafi fyrst vakið almennt þá athygli, sem hann verðskuldar sem teiknari og grafíklista- maður. Þar sannaöist enn einu sinni, að litlu máli skiptir hvaða leið er valin, heldur hvernig það er unnið, sem reynt er að leysa. Kannski þykir einhverjum, að óumbúið rúm sé ekki merkilegt myndefni. Kannski reynir líka þá fyrst á kappann þegar hann gerir góða mynd úr litlu efni. Mér þóttu þessar myndir Richards með því eftirminnilegra, sem sést hefur á sýningum hér uppá síðkastiö, bæði tæknilega og að inntaki. Enda þótt Richard sé fyrst og fremst lærður sem málari eins og fram hefur komið, hefur hann í vaxandi mæli horfiö að teikningu og grafík vegna þess aö fyrir honum vakir að koma skoðunum sínum á framfæri. Varla er hægt að segja, aö það séu pólitískar skoöanir sem Richard opinberar í venjulegum skilningi; fremur áhyggjur af spillingu og eyðingu umhverf- is, af ágirnd mannsins og grimmd, af viðbjóði styrjalda, Ijótleika nútíma borga, einmanaleik og þessháttar meinsemdum. Hann sér náttúruna hverfa undir rusla- hauga neyzluþjóðfélagsins, hann sér víðátturnar lagöar malbiki, manninn sem fallbyssufóöur. Sjálfur kveðst hann álíta grafík mun ákjósanlegri aðferð til að koma þessu á framfæri en olíumálverk. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.