Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Side 5
KINA Skólanemandi í þegnskylduvinnu við aö flytja trjáboli í sögunarstöð. Enskutími í albýöuskóla nr. 32 við Kanton. hermennsku. Sjúkrastofa í sjúkrahúsi í Ing Hoa. Á markaöi í Kanton: Brauðkolla og kál keypt í matinn. TOÁRAÞRÆLKUN FYRIRAÐHNUPLA TVEIMURAGCIRKUM AÐ FERÐALOKUM TVEGGJA KÍNAFERÐA heitir nýlega út komin bók eftir frönsk hjón, Claudie og Jacques Broyelle ásamt með Evelyne Tschirhart. Þau hafa kynnst Því Kína, sem ferðamenn fá ekki að sjá, enda hafa Þau dvalið í og ferðast um landið í nærri tvö ár. Við lestur bókarinnar kemur í Ijós, að skál af hrísgrjónum er æði mörgum meira virði en kenningar Konfúsíusar og Maós. Goðsögnin um að Kínverjar hafi nóg til hnífs og skeiðar reynist ekki alveg haldgóð, Þegar betur er að gáð og við sjónum blasir annað Kína en Það, sem sumir, íslendingar Þar á meðal, hafa lýst með glýju í augum. Þegar Teng Hsiao-ping er aftur kominn í valdastól, tekst hann, sumariö 1977, ferö á hendur til fæðingarhéraös síns Sze- chuan. Hann grætur þegar hann sér eymdina og eyöilegginguna sem hvar- vetna blasir viö og biöur íbúana fyrirgefn- ingar á því sem þeir hafi oröið að þola. Szechuan héraö er í Suðvestur-Kína. íbúar eru 90 milljónir, loftslag gott og landkostir ágætir, ræktun öll mjög auöveld. En þau 10 ár sem menningar- byltingin stóö, lagöi hún allt í rúst, enda var hún þarna líkust borgarastríði, þar sem barizt var af mikilli grimmd. En óstjórnin er gífurleg. Skrifstofubákniö sendir út fyrirskipanir og síöan aðrar fyrirskipanir sem ganga þvert á þær fyrri. Hiö lélega samgöngukerfi er landbúnaðin- um til stórtjóns. Smálandskikar þeir, sem bændum var leyft að rækta til eigin nota, voru minnkaðir eftir menningarbyltinguna, meö þeim afleiöingum aö bændur uröu aö slátra skepnum sínum. Menningarlífiö hefur einnig sett ofan. T.d. hefur hin fræga ópera orðið aö fella burt af sýningaskrá heföbundin verk, samkvæmt fyrirskipun. Erlendir kennarar, sem störfuöu í borginni Sian í Shensihéraöi sögöu Ijótar sögur af matarskortinum í lok ársins 1976. Hvergi voru fáanleg hrísgrjón eöa al- mennilegt brauð. Kínverskir starfsbræöur kennaranna fengu smávegis fuglakjöt einu sinni í mánuöi og skólanemendur enn sjaldnar. Erlendu kennararnir nutu þeirra forréttinda aö fá fuglakjöt vikulega. Matvöruverslanir stóöu tómar. Sumsstaö- ar í gluggum var stillt út kexpökkum, en þegar viöskiftavinir vildu kaupa pakkana, kom í Ijós aö þetta voru aöeins tómar umbúðir. Kol fengust hvergi. Upphitun var aðeins leyfö frá því seint í desember. Til upphitunar voru notaðir heitavatnsdúnkar sem Kínverjar smiöa sjálfir. Hreinlæti er á undanhaldi, lúsin breiöist út og víöa sjást rottur. Kínverskir verkamenn fá 2 máltíöir daglega í mötuneyti, og er greiöslan — 15 yen, eöa fjórðungur mánaöarkaups — dregin frá launum. Þaö eru nú raunar fæstir sem hafa 60 yen í mánaöarlaun. (708 ísl. kr.) Lærlingar fá 14—18 jen í mánaöarlaun í 2 ár. í Kína breiöist kreppan út, enda hafa Kínverjar játaö aö iðnaðurinn sé á heljarþröm. í skýrslu fréttastofu Nýja Kína 20. sept 1977 stendur: „Framleiðsluaukn- ing brennsluefna og hráefna hefur ekkert aukist síöustu árin. Stáliönaöur hefur ekkert aukist síöustu árin.“ Skipulagsleys- iö í samgöngum og flutningum hefur valdiö iönaöinum miklu tjóni. í Kína þykir þaö með ólíkindum ef lest kemur á réttum tíma. Áriö 1974 skoðuðum viö járnverksmiöj- urnar í Anchan, en þær eru oft sýndar útlendingum í pólitísku augnamiði. Skýrt var fyrir okkur hvernig stáliö rynni þarna í stríðum straumum og mætti þakka þaö hugsun Maos. Raunar haföi framleiðslan þarna dregist mikið saman í menningar- byltingunni. í þjóöfélagi sem þessu dafnar spillingin. Háttsettir forystumenn njóta mikilla forréttinda. Þeir búa í glæsilegum húsum, verzla í sérverzlunum, geta ferðast og farið í löng frí, njóta menntunar og „bannaörar" menningar. „Próletarinn“ Wang-Hung-wen sóaöi 15000 jenum — 30 ára launum óbreytts verkamanns — á 3 mánuöum. Læknisþjónusta er ekki ókeypis í Kína. Viðtal viö lækni kostar 1 mao — tíunda hluta úr jeni. Tannlæknis- og augnlæknis- þjónustu greiða menn sjálfir-, en geta fengið lítillega endurgreitt. Styrkjandi lyf, sérstaklega vítamín, veröa menn að greiða sjálfir. Suðuramerískur vinur hjónanna var fluttur í sjúkrahús klukkan 4 um nótt. Hann sá geysilanga halarófu af dúöuöu fólki standa fyrir utan spítalagiröinguna og bíöa eftir aö komast inn í sjúkrahúsið kl. 8 um morguninn. Aðeins fáir fengu afgreiðslu þann daginn. Hinir uröu aö koma aftur. í vesturhluta Peking er nýtt sjúkrahús búið beztu þægindum, svo sem einkaher- bergjum fyrir hvern sjúkling, en þeir eru framámenn og háttsettir útlendingar. Þarna er líka álma fyrir „venjulega" Kínverja og er troðiö þar inn eins mörgum og hægt er, bæöi í stofur og ganga. Læknishjálpin er ókeypis, en sjúklingar eöa ættingjar veröa aö sjá sjúklingi fyrir öllu ööru, sængurfatnaöi, mat og hiröingu. Oft sefur ættingi viö fótagafl sjúklingsins yfir nóttina. Opinberir aöilar segja aö ekkert atvinnuleysi sé í Kína. Siao Ting hefur samt enga vinnu. Þegar hann haföi lokið tækninámi vildi Flokkurinn aö hann tæki viö starfi í fjarlægu landamærahéraði. Ting vildi ekki fara frá Peking þar sem hann er eina stoö foreldra sinna. Eina úrræöiö var aö láta skrá sig hjá hverfisnefndinni, en þar er langur listi manna, sem leita sér að vinnu. í þrjú ár hefur hann fengiö íhlaupavinnu viö hitt og þetta og haft 30—35 jen í laun. Hann nýtur engra trygginga, né launaöra fría og á ekki rétt á eftirlaunum. Margt ótrúlegt ber fyrir augu útlend- inga, ef þeir kjósa ekki aö loka augunum. Á matsölustööum stendur stundum tötr- um klætt fólk og kastar sér yfir leifarnar þegar gestir hafa lokiö við aö snæöa. í Peking má fjölskylda kaupa sér ein leöurstígvél á ári, en leöriö er oft svo lélegt aö menn kjósa heldur strigaskó meö plastsólum. Hver maður má kaupa 5 metra og 40 cm. af bómullarefni á ári. í Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.