Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Qupperneq 6
A.Et-TSCvR Heiðdís BÆNHEYRSLA laust gott aö tala viö Drottin og ég baö til hans eftir mfnum veika mætti. Ég veit ekki hve léngi ég var þarna, en innra með mér fann ég von um bænheyrslu. Svo hélt ég á staö heimleiðis. Auðvitaö fylgdi Seppi mér trúlega, eins og hann virtist hafa einsett sér. Skemmst er frá því að segja aö þaö fór aö þorna til og geröi svo brakandi þerri. Sá þurrkur var í nokkra daga og bjargaði miklu. Ekki mun ég hata verið margmál um um bænagerö mína. í hjarta mínu trúði ég því að beiðni mín hefði verið heyrð. Nú hvarf ég aftur fram til þess tíma, er ég greindi frá í upphafi máls míns. Enn var ég heima í sveitinni og heyskaparhorfur voru slæmar. Atvikiö sem kom fyrir mig áður við svipaðar aöstæður rifjaðist upp. Ég var staðráðin í því að fá mér gönguferö, á sömu slóðir og áður, og fara sömu erinda. Ég mun hafa látiö þau orö falla, daginn sem ég kom í sveitina að ég ætlaði að biðja Guö þess að það færi aö koma þurrkur. Góðlátlega var brosað, en samt sagt sem svo, að það væri ágætt, ekki veitti af. Einhver minntist atviksins, eitthvað hafði ég ymprað á því að ég hefði veriö bænheyrö. Ég klæddi mig til gönguferðar, nú hafði ég Nýja-testamentiö meðferöis. Það var indælt að ganga á gömlum æskuslóðum. Veður var yndislega milt. En blessuð sólin var hulin skýjum og það gekk á með rigningarskúrum öðru hverju. Nú var seppi orðinn gamall og þungfær. Ég sá þó strax að hann ætlaöi að fylgja mér eftir. í ákveðnum tón sagði ég honum að vera heima, hafði ekki hjarta í mér til þess að vera verulega byrst í máli. Hann elti mig samt eins og hann teldi það skyldu sína, fyrst hikandi, en þegar að hann sá aö ég gerði ekkert frekar í málinu hélt hann áfram, góðan spöl á eftir, því aö hann átti oröið erfitt um gang. Aldrei mun ég gleyma hvernig hann lötraði áfram, fremur af vilja en mætti. Svo kom ég að holtinu, sem hafði áður veriö svo ágætur áfangastaður. Seppi minn var kominn til mín. Nú var gáskinn og ungæöishátturinn horfinn. Hann lagðist niður nokkuð frá mér, ég vissi að hann hélt um mig vörð. Ég tók fram bókina sem ég hafði meðferðis. Hér var ég nokkuö fjarri mönnum, alein í hegidómi Guðs. Það var greinileg væta í lofti því þaö féllu nokkrir rigningardropar á blöö hinnar helgu bókar. Ég las upphátt úr Davíössálmum, því miöur man ég ekki lengur hvaða sálmur það var. Mér fannst ég strax Framhald á hls. 15 Það var um miðjan júlí sumarið 1976. Um mestallt Suðurland höfðu verið rigningar og óþurrkatíö. Eölilega var farið að gæta svartsýni varöandi heyskap bænda. Sláttur var þá almennt hafinn fyrir allnokkru. Ég var í sumarleyfi og fór eins og oft áður á æskuslóðir. Fijótt varð ég þess vör að illa söng í bændum, varöandi heyskapinn. Taðan lá víða á stórum spildum, sem slegnar höfðu veriö og gulnáði stöðugt með hverjum degi sem leið. Maður heyrði hrakspárnar og svartsýnina. Ég minntist þess, að í gamla daga, áður en vélvæðingin hófst varðandi heyskapinn, þá var það ekki venja að fara í heyskap á sunnudegi, nema brýna nauðsyn bæri til. Einhvern veginn finnst mér fólkið þá vera í nánari tengslum við skapara sinn og náttúruna. Gamli guðsóttinn og virðlngin hafi þokað til hliðar með aukinni nútímatækni. Sem betur fer hygg ég að þaö eigi eftir aö breytast þegar bylgja efnishyggjunnar er gengin yfir. Oft hefur það hvarflað að mér þegar erfiðleikar hafa þjakað eins og t.d. slæm heyskapartíð, hvort þaö væri nú ekki reynandi fyrir fólkið að fjölmenna til kirkju og biðja Guð að bæta úr erfiðleikunum, svo einfalt virtist það. Um árangurinn efaðist ég ekki. Það er engu líkara en fólk skorti hugmynda- flug til þess að láta sér detta slíkt og þvílíkt í hug. Nokkrum árum áöur, haföi ég veriö á heimaslóðum við svipaðar aöstæöur. Þá kom fyrir mig atvik er ég gleymi ekki. Óþurrkar höföu gengið og mikið hey lá undir skemmdum. Ekkert sérstakt var við aö vera heima á bænum og mér datt i hug aö fara í gönguferð. Með sjálfri mér vissi ég þó að ferðin var farin í ákveðnum tilgangí. Ég lagði leið mína til suðvesturs frá bænum. Hundurinn elti mig. Hann þekkti mig alltaf þótt hann hafi aðeins vanizt mér sem gesti. Eftir um 20 mín. göngu staðnæmdist ég við hoit nokkurt, sem er kennileiti, náiægt landamerkjum næsta bæjar. Þaö var milt veður, aðgeröar- iaust, eins og oft er sagt. Þarna fann ég að var staður og stund til þess að biðja Guð um hagstæða tíð. Seppi, sem hafði fylgt mér dyggilega, viöraöi sig upp viö mig með vinalátum. Þá var hann ungur og gáskafullur rakki. Samt var eins og hann skynjaði það aö ég vildi vera í næði. Hann horföi á mig með tryggð og spurn í augum, en dróg sig síðan hóværlega til baka, lagöist niður skammt frá mér eins og hann vildi gæta mín. Hér, í einverunni var svo dæma- FRAKKLAND I . ' • • ■ , . . Francois var sjúklega hræddur við bakteríur og fór stundum í bað oft á degi hverjum. Og þar beið hann bana. Naumast hafði fregnin af sviplegu láti söngvarans Claude Francois borizt á öldum Ijósvakans, þegar fjölmennur skari aðdáenda hans — stúlkur á aldrinum 12—17 ára — flykktust til heimilis hans í Exelmansbreiðgötu í París. Þekkt stórstjarna í hópnum ákallaði máttarvöldin grátbólginni röddu og hrópaði: „Gefiö okkur hann aftur“. Tveim stúlkum tókst að bjarga úr Signu á síðasta augnabliki, en þær höföu hlaupið í ána örvílnaöar af harmi, staðráðnar í að svifta sig lífi. Miklar umferöartruflanir urðu í Exelmangötu og næsta nágrenni og fékk lögreglan næg verkefni að leysa þann hnút. En hver var hann þá þessi maöur og hvað haföi hann til að bera, sem snerti hjörtu ungmeyja svo djúpt? Claude Francois fæddist í Ismalíu í Egyptalandi árið 1939. Faðir hans var vel launaöur verkfræöingur hjá frönsku fyrirtæki. Fjölskyldan lifði góðu lífi og haföi nokkra þjóna til að stjana við sig. Kokkurinn Hassan var snjall matreiöslu- maður og á líka heiöurinn af því að hafa fyrstur manna beint Claude inn á braut tónlistarinnar. Hann kenndi honum að leika á „darbouku" eöa trumbu, sem sveitafólk þar um slóðir notar. Bernska Claude Francois var eins og faliegt ævintýri. Hann tók ástfóstri viö þennan stað, heitt sólskinið, blátt hafið og fíngeröan sandinn. En gangur sögunnar svifti Claude þessum fallega heimi bernskunnar. Þjóðnýting Súezskuröar- ins var reiðarslag fyrir fjölskylduna, sem varö að hverfa á brott í skyndi meö olíuskipi til Frakklands. Fjölskyldan fór til Monte Carlo, þar sem faðir Claudes varö aö gera sér aö góöu undirtyllustarf í banka. Faðir Claudes dó nokkrum árum síðar, vonsvikinn, þunglyndur og kominn með magasár. Claude var þá 16 ára gamall, og hann og móðir hans stóöu uppi félaus. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.