Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Síða 4
 forseti Rúmenlu og römverji í slavahjörðinni Margir eru Þeirrar skoðunar að í Rúmeníu ríki meira frelsi en í öörum kommúnistaríkjum og Þar gæti vest- rænna áhrifa í auknum mæli. Þetta er á misskilningi byggt. Rúmenía er lítið land og bað sem greinir Það frá öörum löndum í Varsjárbandalaginu er aö forsetinn, Nickolai Ceausescu, borir að taka sjálfstæöar ákvaröanir í utanríkis- málum. Þeirri stefnu hefur hann haldið undanfarin 10 ár og Þykir hún athyglis- veröur Þáttur í sögu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöldina. Stutt skoöunarferð um miðborgina í Búkarest varpar nokkru Ijósi á forsendur þessarar stefnu forsetans. Sé staöið við anddyri §ins stærsta hótelsins í hjarta borgarinnar, Athenée- Palace, blasir við á hægri hönd konungs- höllin sem Karol konungur lét reisa fyrir 40 árum. í konungshöllinni er nú aðsetur forsetaembættisins en Ceausescu býr sjálfur í skemmtilegu úthverfi borgarinnar og hefur valið sér vinnustaö í höfuðstööv- um kommúnistaflokksins. Þær eru í stórri byggingu andspænis konungshöllinni en gríðarmikið torg á milli. Torgið var skipulagt að ráði Karols konungs og gert með tilliti' til þess að hersveitir hefðu nægilegt svigrúm til að hefja skothríð á mannfjölda við höllina ef þess gerðist þörf. í ágúst safnaðist mikill manngrúi á þetta torg til að hlusta á Ceausescu og fagna ræðu hans, þegar hann fordæmdi innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og lýsti því yfir að Rúmenar mundu snúast hart gegn öllu slíku hernaðarofbeldi. Aöalgatan Calea Viktoriei liggur í norður af torginu í bugðum og beygjum. Húsin viö hana eru ýmist byggð á millistríösárunum eöa í frönskum alda- mótastíl. Á vinstri hönd er veitjngahúsiö Caspa, sem lengi var taliö eitt bezta veitingahús á Balkanskaga og lifir enn viö góðan orðstír. Fastagestir þar eru glæsikonur, liösforingjar í hernum og fótboltaþjálfarar svo nokkuð sé nefnt. Innan dyra sem utan gætir rómanskra áhrifa og augljósa skýringu er aö finna í þjóöminjasafninu sem er skammt frá við sömu götu. Þar er aðalsýningargripurinn nákvæm eftirlíking af hárri súlu, — sigurmerki Trajans keisara Rómaveldis, sem reist var eftir sigur hans yfir Dacíumönnum. Þessi súla er Rúmenum tákn latverskrar arfðleifðar sem aðgreinir þá frá hinum slavnesku þjóðunum allt um kring, og leggja þeir mikla áherzlu á þetta upphaf sitt. Bifreiðar sem framleiddar eru í Rúmeníu á vegum Renault-verksmiðjanna frönsku kalla þeir Dacía og sömuleiöis vetrarhveitið sem ræktað er í héruðunum umhverfis Scornicesti-þorpið. Þangað er tveggja stunda akstur frá Búkarest og þar fæddist Ceausescu fyrir 60 árum. Hann var fjórða barn fátækra foreldra af bændafólki. Ellefu ára gamall varö han að fara að heiman til að vinna fyrir sér í skóverksmiðju í Búkarest. Fimm árum síðar gekk hann í ungkommúnistasamtök- in og í rúmenska kommúnistaflokkinn. Tveim árum síöar var hann settur í fangelsi fyrir ólöglega pólitíska starfsemi. Á myndum með lögregluskýrslum má sjá ungan vörpulegan mann með dálítið útstæð eyru. í vinsamlegum blaðaummæl- um frá réttarhöldunum er sagt að hann sé „lágvaxinn, grannur — með leiftrandi blik í augum. Hann er hraömæltur eins og hann vilji koma öllu að á sem stytztum tíma.“ í dag viröist Ceausescu eiga lítt sameignlegt með þessum unga manni. Hann lifir hófsömu lífi, reykir hvorki né neytir áfengis og lætur sér fátt um finnast um lífsins lystisemdir. „Ég hef verið kommúnisti frá 16 ára aldri en Rúmeni frá fæðingu,“ er haft eftir honum. Þetta tvennt hefur sett sinn svip á allan hans feril. í Scornicesti er sagt að á skólaárunum hafi hann haft mestan áhuga á sögu en einnig mikið yndi af Ijóöum. Enn gerir hann sér þaö til gamans að fara með löng og eldheit ættjarðarljóð. Þjóðhollusta er eitt aðaleinkenni Rúmena og hefur verið um aldir. Hins vegar er hollusta við kommúnisma ekki sérstakt þjóöareinkenni. ' Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru rúmenskir kommúnistar vart yfir 1000 talsins. Margir fyrri leiðtogar rúmenskra kommúnista voru ungverskir, búlgarskir eða rússneskir — varla nokkur af rúmensku bergi brotinn. Ráðamenn í Moskvu komu rúmenska kommúnista- flokknum til valda 1945 og Moskvu-menn höfðu síðan tögl og hagldir í rúmenskum stjórnmálum fyrir milligöngu hinnar al- ræmdu Önnu Pauker og félaga hennar næstu ár. Hún hafði dvaliö í Sovétríkjun- um á stríðsárunum og var trúr fylgjandi Stalins. Ceausescu var hins vegar í Rúmeníu öll stríðsárin lengst af sem pólitískur fangi. í fangelsinu í Tirgu-Jiu kynntist hann Georgiu Dei. Hann var járnbrautarverka- maður og einn fyrsti sanni rúmenski kommúnistinn. Dei varð flokksforingi kommúnista þegar hann slapp úr fangels- inu í stríðslok. Síöar varð hann einn þeirra sem steypti Önnu Pauker og félögum hennar af stóli skömmu eftir 1950. Hann lagði grundvöllinn að sjálfstæðari komm- únistaflokki í Rúmeníu, þegar ráðamenn 1 Moskvu hugðust laga efnahagsstefnu Rúmena að geðþótta sínum. Þá haföi Dei tekist að fá Rússa til að flytja her sinn á brott úr Rúmeníu og hann hefur ekki átt þangaö afturkvæmt. Dei andaðist 1965 og þá var Ceausescu sjálfkjörinn arftaki hans í foringjastöðuna. Síðan hann tók við embætti forseta fyrir 4 árum hafa öll völd í Rúmeníu verið í hans hendi. Hann tekur allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stjórn landsins — og margar þeirra minniháttar líka. Stefna hans er augljós og einföld ef skýra skal hana meö oröum, en því erfiðari í framkvæmd. Hann vill koma landinu í tölu hátæknivæddra þjóða. En þar lifir enn helmingur landsmanna við fábrotin landbúnaðarstörf. Mikil þörf er því á aukinni fjárveitingu til iðnaðar — að einkaneyzlu sé haldiö í skefjum og að stjórnin sé öflug. Til þess hefur hún sér við hlið sívökula öryggissveit Securitate, og beitir henni þegar þörf krefur. Ceausescu gerir sér mikið far um að kynna stefnu og frægja veg Rúmena meðal annarra þjóða. Bæði til að koma á framfæri þeirri skoðun sinni að minni þjóðir eigi ekki að gerast leppríki stórvelda (þessi boöskapur kom fram í ræðum sem hann hélt á ferð í Vietnam og í Cambodíu í vor. Cambodíumönnum féll hann betur í geö en Vietnömum). En boðskapurinn er líka sterkasta vörn hans gegn Sovétríkjunum. Rúmenar hafa komið sér upp öflugu landvarnarliöi og herskylda nær til allra landsmanna frá 16—60 ára aldurs. Komið hefur verið upp skriðdrekagildrum við þjóðveginn um öll helztu fjallaskörð. Þó mundu Rúmenar ekki bera sigurorð ef til styrjaldar kæmi. Sú staðreynd er kveikjan í utanríkisstefnu Ceausescu. Ceausescu er einingartákn rúmensku þjóðarinnar og hann nýtur óskoraðs fylgis hennar. Rúmenum eru eðlislægar öfga- kenndar skoðanir og hefur löngum verið svo. En þeim er líka Ijóst aö þjóðareining er þeim brýn nauðsyn. Elena heitir eiginkona Ceausescu. Henni kynntist hann áriö 1939. Hún vann þá í vefnaðarverksmiðju í Búkarest og var virkur meðlimur í kommúnistaflokknum. Þau gengu í hjónaband eftir heims- styrjöldina og nú á hún sæti í æðstu stjórn kommúnistaflokksins og er mjög áhrifa- mikil. Sagt er að hún eigi hönd í bagga með ýmsum mikilvægum ákvörðunum sem teknar eru í flokknum. Rúmenum finnst stundum nóg um áhrifavald hennar en í öðrum Austur-Evrópulöndum er það talið hneyksli... Skyldmenni hjónanna beggja skipa valdamiklar stöður innan stjórnarinnar, m.a. einn sona þeirra. í vor heimsótti Ceausescu Kína og var hylltur af formanni kínverskra kommún- ista Hua-Kuo-Feng í þjóöarhöllinni í Peking. Síðan var ferðinni heitið til Bretlands þar sem Bretadrottning hugðist taka honum með pomp og pragt. Segja má því aö þessum bóndasyni og forystu- manni smáþjóöar sé hampað á ýmsum vettvangi. En hvaöa gagn má þjóðinni verða að þessu ágæta atlæti við forsetann? Kæmi þeim ekki betur meiri lífsþægindi og slökun á stífum stjórnartaumum valda- manna, eins og gangurinn virðist vera í Póllandi og Ungverjalandi? Ef til vill átti Ceausescu eKki um neitt slíkt að velja. Fööurlandsástin stendur djúpum og traustum rótum í hugum menntamanna í Rúmeníu. Kommúnista- flokkurinn þar, sem átti í litlum mæli upphaf sitt í rúmönsku þjóðarsálinni, varð að taka mið af þeirri staðreynd. Söguleg þróun í Rúmeníu hefur löngum stefnt til sjálfsákvörðunar í þjóðmálum og gerir enn, en frelsishugsjón vestrænna þjóða á þar hins vegar ekki upp á pallborðið. Ceausescu siglir í dag þann beitivind. Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 13. október 1970 og er hún frá heimsókn Ceausescu Rúmeníuforseta til íslands. A myndinni, sem tekin er á tröppum Bessastaða, eru eins og sjá má íslenzku forsetahjónin, frú Ceausescu og utanríkisráðherra Rúmeníu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.