Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 8
íku, Kristján Hannesson á píanó og Svavar á trommur. Ég var búinn aö læra eitthvað aö blása hjá Vilhjálmi Guöjóns- syni, sem nú er nýlega látinn. Á þessum tíma var harrnoníkan aö dala sem aöalhljóðfæri í dansmúsík og blásturs- hljóöfærin aö ryöja sér til rúms. Manni þótti þá nýstárlegra aö geta leikið á blásturshljóðfæri; þaö var hvort sem var allt fullt af sæmilegum nikkurum. Ég býst við, aö þaö hafi verið áhrif frá jassinum, sem höföu í för með sér þessa breytingu og ég er ekki frá því aö Louis Armstrong hafi orðið fyrstur til aö kveikja í mér meö trompetinum. Þarna í Mjólkur- stöðinni í gamla daga voru átthagafélögin aö koma saman og þaö var mikið um „hænó“ og svoleiöis nokkuö.“ „Hænó, hvað er nú Það?“ „Þetta heyrist nú ekki lengur, en þaö tíökaöist aö kalla gömlu dansana „hænó“ í þessum bransa. Ég veit aldrei hvers- vegna, né heldur af hverju þetta orö var dregiö. Okkur fannst svo sem allt í lagi aö spila polka og ræla, — en markmiðiö var annaö." „Og pið Svavar hélduð af stað til Ameríku?" „Já, þá var ekki um annaö aö ræöa; Evrópa var í rústum eftir stríöið og straumurinn lá vestur. Þrátt fyrir þaö var tiltölulega auðvelt að fá inngöngu í þann fræga Juilliard School of Music í New York. Fararefnin voru aö sönnu lítil og hrukku aðeins til þriggja missera náms. En mér fannst þaö samt ekki dýrt. En þarna í New York var allt sem við vildum og þurftum aö heyra. í stríöinu var b'ig-bandiö svokallaða í mestum metum og var enn við lýöi árið 1946. Og þaö var mtkiö af jassi, góöum jassi. Charlie Parker var þá stefnumarkandi í jassinum; líka Dizzy Gillespie. Þaö var allt fullt af jass hljómsveitum, sumar stórar en aðrar litlar og flestar góðar. Höfuöstöövar jasslífsins voru þá í 52. götu, — þar voru klúbbarnir hlið við hliö, dyr við dyr; sumir svo litlir aö þeir voru rétt ámóta og sæmileg stofa. Þar hlustaöi ég á Count Basie og Ellu Fitzgerald í örlitlum klúbbi. Hljómsveitin tók þriöjunginn af gólfpláss- inu og barinn slurk af því sem þá var eftir. Áheyrendur sátu alla leiö út á götu. Mér þótti það stórkostlegt. Á þessum tíma var Benny Goodman konungur klarinettsins og kom oft og lék á Club 100. Viö reyndum aö fylgjast meö eftir því sem ástæöur leyföu, en hvaö sem maður vildi sjá eöa heyra, þaö var þarna. Tækifærin virtust vera út um allt. Juilliard-skólinn var á horninu á Broad- way og 122. götu. Viö bjuggum skammt þaðan og heimanað frá okkur voru aðeins tvær blokkir í Harlem, negrahverfiö. Þar var skemmtistaðurinn Appollo Theater meö nýtt „show“ og nýjar hljómsveitir vikulega og viö Svavar fórum alltaf þangað á laugardögum." „Það hefur verið glæsibragur á New York í pá daga?“ „Hvort þaö var. Þar voru tækifærin og fjármagnið og bæði myndlistarmenn og Kristján ólst upp hjá afa og ömmu í Syðstakoti og erliér Fyrsta hljómsveitin, sem Kristján lék í 1945: Frá vinstri: Róbert Þórðarson, meö ömmu sinni, Þorbjörgu Benónýsdóttur Ijósmóöur. Kristján og Kristján Hannesson. „Hún var ein af Þessum góöu konum,“ segir Kristján söng. Ég fór til Ævars til aö bæta úr því, — og þar hitti ég Erlu.“ „Varstu ungur staðráðinn í að leggja fyrir Þig músík?“ „Já, líklega var ég ekki nema 12 ára þegar það lá Ijóst fyrir. Ég fór þá aö læra á harmoníku og var aö mig minnir nokkuö fljótur aö ná tökum á henni. Þá átti ég heima í Syðstakoti á Miðnesi, þar sem ég fæddist og ólst upp. Þetta er smájörö í námunda viö Sandgeröi; hægt aö hafa þar 8 kýr hérna fyrrmeir. Ég ólst upp hjá afa og ömmu, Þorbjörgu Benónýsdóttur Ijósmóður og Guöjóni Þorkelssyni. Ástæöan til þess yar nefnilega sú, aö ég var lausaleiksbarn. Foreldrar mínir voru trúlofuö, en þaö varö ekkert meira úr því. Amma blessunin tók á móti mér í þennan heim og ég varö eftir hjá henni. Hún var ein af þessum góðu KK-sextettínn viö upphaf hans 1947. Frá vinstri: Guðmundur Vilbergsson, Kristján, Svavar Gests, Trausti Thorberg, SteinÞór Steingrímsson og Hallur Símonarson. hljómlistarmenn flykktust þangaö frá Evrópu og standardinn varö svo hár, aö þaö er meö ólíkindum. En vegna þess arna varö líka offramleiðsla á tónlistar- mönnum og heldur átakanlegt aö sjá bráðflinka menn ganga um atvinnulausa eftir fjögurra ára nám. Þaö heföi ekki þótt ónýtt að geta fengið einhvern þeirra hingaö í þá daga. Ég heföi aö sjálfsögöu helzt kosiö aö vera áfram í skólanum. En fjárhagurinn leyföi þaö ekki. Ég heföi meira aö segja vel getaö hugsað mér aö setjast þar aö og gerast atvinnumaöur í músík, ef tækifæri heföi boöizt. En þá heföi ég líka misst af ýmsu, sem ég tel gæfu aö hafa kynnst og upplifaö hér heima, — til dæmis heföi ég þá ekki kynnst konunni minni.“ „Þú Þekktir Erlu Þá ekki, Þegar Þú fórst vestur?“ „Nei, við kynntumst síöar, — í Leikskóla Ævars R. Kvaran. Þaö var haustið 1947; Ævar var aö byrja meö skólann þá. Þaö var skrýtin tilviljun, — aldrei ætlaöi ég aö læra leiklist og fór þangað raunar ekki til þess. En þannig var aö vinur minn, Haddi í Krónunni annaöist framkvæmdastjórn um tíma fyrir Mjólkurstöðvarsalinn og réö mig og fimm aöra til að spila. Viö vorum búnir aö ganga frá lagavali og æfa, þegar forstjóri Mjólkurstöðvarinnar fékk þá hugmynd, aö söngvari yröi aö vera meö hljómsveitinni. En hann vildi ekki borga viðbótarmanni. Annaöhvort var aö fækka um einn og ráöa söngvara, ellegar einhver okkar tæki þaö aö sér. Þetta var hábölvaö; viö búnir að æfa prógram og ég vildi ekki missa mann úr hljómsveitinni. Enginn vildi taka sönginn aö sér og ég neyddist til að gera þaö sjálfur. En ég var óklár í þeirri sviösframkomu, sem tilheyrir ...Æföi migsvo undirtök...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.